Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. í % Vt Graf ískir samleikir Myndlist Bragi Asgeirsson Það má vera borðleggjandi, að listgrafík nútímans einkennir öðru fremur hvers konar tæknilegar tilraunir. Fyrir örfáum árum var það sjálf þrykk-tæknin. Þ.e. hið hreina óað- finnanlega þrykk, sem var dýrkað um heim allan og háværar raddir voru um það, að útiloka bæri allt, sem ekki uppfyllti ákveðnar kröf- ur um tæknilegan frágang. Svo langt gekk þetta, að menn fengu skrifað upp á ákveðnar reglur hjá Sameinuðu þjóðunum, hvað teld- ist ekta listgrafík og hvað ekki. En það að fá einhverjar alþjóðleg- ar stofnanir til að skrifa upp á, hvað teljist ekta og hvað óekta í listinni, er frekar hæpinn verknað- ur og var enda mótmælt af hinum ágætustu listamönnum. Að sjálfsögðu einkenndust sýn- ingar á alþjóðlegri listgrafík af þessarí samþykkt næstu árin svo og þróunin innan skóianna, og satt að segja urðu hinar fjölþjóð- legu grafík-stefnur, tvíæringar o.fl. yfirþyrmandi andlausar. Og eins og fyrri daginn varð þetta til þess að losa um andstæð- una og alþjóðlegir listamenn eru margir á kafi í því að vinna að einhverju leyti í blóra við áður- nefnda samþykkt, svo sem sjá mátti sýnishorn af á sýningunni „Grafica Atlantica" að Kjarvals- stöðum á sl. ári. Ætli það sé ekki hið mikilvæg- asta í listinni að hafa eitthvað að segja frá eigin brjósti, en traust tæknileg úrvinnsla er af hinu góða, en gengur ekki ein sér. Þá hefur fulikomnun prent- tækninnar á siðustu árum gert það að verkum, að aldrei hefur verið auðveldara að setja „svört þrykk" í umferð, enda markaður- inn ySrfullur af sliku eftir meist- ara aldarinnar — þannig að frum- grafík, sem margur telur sig eiga eftir slíka, er kannski ættuð úr einhverri neðanjarðarprentsmiðj- unní! — Þar að auki geta miðl- ungslistamenn með brögðum tækninnar sett saman þekkile- gustu myndir. í ljósi framanskráðs er því eðli- Valgerður Hauksdóttir myndlistarkona. legt, að listamönnum, sem er annt um heiður sinn, reyni að setja sitt persónulega mark á myndir sínar og gera það á þann hátt að tor- velt verði tU efÖrlíkingar. Eitt er það td. að mála með litum í svart-hvítar grafikmyndir eða nota blandaða tækni í útfærslu þeirra, sem gerir samsetninguna flóknari og persónulegri og erfið- ari til eftiriflringar. Angi af þessari þróun kemur að mínu mati greinilega fram í myndum Valgerðar Hauksdótt- ur, sem um þcssar mundir sýnir í Gallerí Borg við Pósthússtræti. Hún blandar t.d. kol. krít og tré- ristu í einni myndanna á sýning- unni og í annarri gengur hún ennþá lengra og bætir þurrnál við. Þetta eru og einnig þær myndir, sem mér þóttu áhuga- verðastar í viðkynningu á sýning- unni, enda hefur þetta ekki verið gert áður hér á landi, svo ég viti. Ekki er það þó svo, að það sé vegna vinnsluaðferðarinnar sjálfr- ar einvörðungu, að þær vöktu athygli mína, heldur einnig fyrir útfærsluna og þau listrænu átök, sem mér finnst meiri í þeim en flestu öðru á sýningunni. Hér á ég við myndirnar „Dagur og Nótt" (5) og „Þú og ég" (22). Tæknilega má segja, að sýningin sé nær óaðfinnanleg nema þá helst, að í steinþrykkjunum kemur hin sérstaka áferð kalksteinsins ekki fram, sem getur stafað af því, að þær séu unnar á zink- plötur, sem einnig er hægt og raunar algengt. Picasso o.fl. blön- duðu þessu tvennu saman til að ná einnig inn blæbrigðum steins- ins. Plöturnar eru margfalt léttari og meðfærilegri en hafa sína ann- marka. í heild er sýningin nokkuð eintóna, en hér er á ferð listamað- ur sem telst í upphafi ferils síns og hefur tímann fyrir sér til að byggja á þeirri tæknilega undir- stöðu, sem virðist hafa verið inn- tak menntunar hennar___ „Teiknað með myndavél" í Listasafni ASÍ sýnir Guð- bjartur Gunnarsson 44 myndir gerðar í tækni, sem hann nefnir fótógrafík, og stendur sýningin til 10. apríl. Hér er auga myndavélarinnar, ljósopið, notað til að teikna með og myndirnar gerðar með í huga að herða þær upp og búa til eftir þeim grafískar myndir með sáld- þrykki. Þetta er nokkuð flóknara ferli en t.d. að vinna beint á silk- ið með litógrafískri krit- túski eða útklipptum/niðurskornum filmu- formum, en hins vegar verður útkoman í öllum tilvikum stórum vélrænni. Þetta er þó mjög algeng aðferð í nútíma sáldþrykki og er það sennilega vegna hennar, að margur vill meina, að hér sé ekki um hreina grafík að ræða. Hins vegar býr sáldþrykkið yfir miklum grafískum möguleikum í sinni hreinustu mynd, þegar hjálpar- tækjum sleppir. Málið er, að vegna meðfærileika þess þá hefur það verið notað svo mjög til hönnunar hvers konar, að það fær auðveld- lega á sig eins konar léttunnin fjöldaframleiðslusvip og yfirbragð gervitækni, sem mjög ber að var- ast í listgrafík hvers konar. Myndir Guðbjarts Gunnarsson- ar, sem unnar eru á mislitan pappír í þrykkingu til að ná fram mismunandi blæbrigðum, eru ekki lausar við að vera þessu marki brenndar — einkum er hann nálg- Eitt verka Guðbjarts Gunnarssonar. ast sjálfa ljósmyndina full mikið. En hins vegar eru harðar myndir í svarthvítu, svo sem „Steinn yfir steini" (27), og „Svartir kassar og engir eins" (28) lausar við þessa annmarka. Þessi tækni ásamt hliðargeirum hennar hefur verið notuð á marga vegu af listamönnum á undanf- örnum áratugum og þá ekki síst popplistamönnum, er þekktu hana úr auglýsingafaginu, sem þeir voru margir tengdir upphaflega. Myndir Guðbjarts vega salt á milli hlutveruleikans og hins ab- strakta og hvort heldur er, þá nær hann að mínu mati bestu tökunum á myndefninu og miðlinum, þegar hann vinnur einfalt og vafninga- laust... Eitt lítið hylki af GERICOMPLEX inniheldur: -----------GINSENG G115 Staðlað þykkni úr Ginseng rótinni, eykur líkamlegt og andlegt starfsþrek. DIKALCIUM —FOSFAT Mikilvægt byggingarefni fyrir tennur og bein, einnig mikilvægt fyrir vöðva, taugar og æðakerfL ^LECITHIN Nauðsynlegt fyrir taugavefma og minnkar likur á æðakölkun með þvi að „halda blóðfitu uppleystri. JARN Naúðsynlegt til blóðmyndunar, vöm gegn streitu og sjúkdómum. MAGNESIUM Mikiivægt byggingaremi fyrir bein, æðar, taugax og tennur. —KALIUM Kemur i veg fyrir að of mikill vökvi bindist í iíkamanum (bjúgur). KOPAR Nauðsynlegt til myndunar RNA-k)amsýra, hjálpar til við myndun hemoglobins og rauðra blóðkorna. ------MANGAN Nauðsynlegt við myndun kynhormóna, mikUvægur hluti ýmissa efnahvata. ZINK Mikiivægt við frumumyndun og efhaskipti. Mjög nauðsynlegt tii þess að blöðruhálskyrtillinn starfi eðliiega. A-VTTAMIN Blóðaukandi, styrkir beinin og tennumar. Hefur góð áhrif á nýru og lungu. —B-I VÍTAMÍN Styður orkugjafa líkamans. Viðheldur tauga- og jafnvægiskerfinu. Vinnur gegn streytu. -B-2 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir húðina, neglur og hár. -B-3 VÍTAMÍN Auðveldar starf taugakerfisins. Hjálpar til við meltinguna og hressir upp á húðina. -----B-5 VÍTAMÍN Aðstoðar við hormónamyndun og myndar mótefni. Tekur þátt í orkumyndun likamans. Vinnur gegn streytu. ----B-6 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir nýtingu Ifkamans á fituefnum. HjáJpar til við myndun rauðra blóðkoma. —B-12 VÍTAMÍN Mjög blóðaukandi. Nauðsynlegt ryrir tauqakerfid og heilasellumar. -----C-VÍTAMÍN Vinnur gegn kvefi og kvillum. Hefur stjórn á blóðfítumagninu. —D-VÍTAMÍN Nauðsynlegt í nýtingu kalks og fosforus. Talið hmdra vöðvarýmun. —E-VÍTAMÍN Mótefni sem hindrar óæskilega virkni súrefnis i líkamanum. Lengir lif rauðu blóðkomanna, eykur þrekið. —-P-VÍTAMÍN Eykur áhrif C*vitamins og vinnur með því. Gericomplex fæst i Heilsuhúsinu, Skólavöröustíg 1 a og Kringlunni, einnig iheilsuhillum matvöruverslanna og íapótekum. Éh eíisuhúsið Hylkið á myndinni er stækkað um 375%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.