Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 48
<4fe 3 10RGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 z ¦ o ¦¦ ¦ »•.••31 m. ¦¦ w ¦ in y u 3 1 > ¦ o ¦ 2 ¦ c- ¦ (fi ¦ o ¦ z i SÍÐAN Iti 1 BPf' ^j^TJB iL' lr í; x - ^gy 11 /\ J '¦"¦¦ *\ 1 '¦* ^««H L Mfc / 0 Nh Éá ^^3S3tÉk ; ¦¦*„ ¦ a Jy Ham Ljósmynd/BS Lágreistir tónar Lost Ljósmynd/BS Fimmtudaginn 24. mars hélt Lost frá Akuroyri tónleika i Duus- Tónlistin er f ögur en hún er mögur Rættvið Mannakomsmennina Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson Hljómsveitin Mannakorn er í hópi iifseigari sveita hérlendra og enn eru Mannakornsmenn að; vœntanleg er frá þeim plata á sumardaginn fyrsta. Mannakorn er öðru fremur hljómsveit þeirra Pálma Gunnars- sonar og Magnúsar Eiríkssonar og Rokksiðan tók hús á þeim í Hljóðrita í Hafnarfirði þar sem verið var að leggja siðustu hönd á plötuna væntanlegu. Hvað kemur til að Mannakorn gerir plðtu? Pálmi: Það er bara okkar skemmtan og löngunin til að halda áfram að gera hluti saman. Það spilar margt inn i þetta, við erum búnir að þekkjast það lengi og höfum gaman af að vinna sam- an. Hver semur lögin? Pálmi: Það er Magnús. Átt þú alltaf nóg af lögum til á lager Magnús? Magnús: Nei, ég safna engum lögum á lager. Annað hvort hendi ég þeim eða þá að þau eru not- uð. Lögin á þessari plötur eru öll samin sérstaklega fyrir hana. Hverig tónlist verður á plöt- unni? „Grípum til þess ráðs að kalla þetta Manna- kornsplötu vegna þess aö vlö höfum getaö sett ýmsar tónlistarstefnur undir þann hatt. Mannakorn er okkar vinnuskúr" Magnús: Allur andskotinn, þetta er allskonar tónlist. Við grípum til þess ráðs að kalla þetta Mannakornsplötu vegna þess að við-höfum getað sett ýmsar tón- listarstefnur undir þann hatt. Mannakorn er okkar vinnuskúr. Nú er alltaf einn blús í það minnsta á hverri Mannakorns- plötu, er einhver slíkur á þess- arí? Pálmi: Það er einn sem allir blúsarar myndu kalia blús, en tón- listin er öll blúskennd. Stendur til að gera hreina blúsplötu? Pálmi: Það ætla ég að vona að okkur beri gæfa til að gera blús- plötu og ég held að það komi sá tími að við gerum það. Ég veit að Magnús á til nóg af blúslögum. Tekur þú undir það Magnús og ert þú þá mjög þunglyndur maður? Já, ég verð að viðurkenna að ég á til blúsa þó ekki haldi ég upp á popplogin. Hvað þunglyndið varðar þá er til gleðiblús ekki síður en hin gerðin. Það er alltaf smá blús í manni. „ Það er oft alveg jafn mikill blús að vera ís- lendingur og að vera negri og hamborgara- œta" Pálmi: Það er bara formið á þessu öllu saman, það er ekkert gaman nema það sé svolítið leið- inlegt líka. Mikið held ég það væri ofboðslega leiðinlegt ef það væri alltaf gaman. Magnús: Það er oft alveg jafn mikill blús að vera íslendingur og að vera negri og hamborgaraæta. Hvernig er með ykkur, hvers vegna haldíð þið áfram f rokkinu, poþpinu, blúsnum, í hildarleikn- um öllum? Getið þið ekki hætt? Pálmi: Persónulega get ég það ekkí, ég hef allt of gaman af þessu. Magnús: Það er sama sagan með mig, ég hef bara það gaman af tónlist yfirleitt að ég get ekki látið þetta í friði. Magnús, nú hefur þú alla tíð samið þína texta á íslensku, finnst þár sem íslensk rokk og popptónlist sé orðin fslenskari en hún var þegar þú varst að byrja þinn feril? Magnús: Maður sér auðvitað alltaf hreyfingu í þá átt aö syngja á ensku og það er eins og ég hef alltaf sagt að það er vonlaust fyr- ir þá sem stíla upp á erlendan markað að syngja á íslensku. Maður fagnar því náttúrulega mjög að t.d. Sykurmolarnir skuli fá hljómgrunn ytra, því sú hljóm- sveit er þess eðlis, þetta er fram- úrstefnuhljómsveit. Pálmi: Og mjög góð. Nú vinna þau þannig að þau semja á íslensku og snúa síðan textanum yfir á ensku. Magnús: Já, það eru rétt vinnu- brögð til að hljómsveitin haldi sínu þjóðerni. Hvað þá með rokktónlistina í dag? Fyrir stuttu ræddi óg við bandartskan blaðamann og hann sagði að sér virtist sem íslensk rokktónlist fram undir 1970 hafi einkennst af því að menn voru að endurútsetja bresk og bandarísk lög. Pálmi: Menn mega ekki gera of mikið úr því þó hljómlistarmenn leiti til annarra sveita eftir áhrifum og þá út fyrír landsteinana. Allar götur síðan tónlistarlíf tekur við sér á íslandi eru menn að leita eftir áhrifum úr öllum áttum og þeir lifa sem né að gera eitthvað nýtt úr öllu saman. Magnús: Allar hljómsveitir byrja á að herma eftir einhverjum öðrum. Við Pálmi vorum ? dans- hljómsveitum í fjölda ára og við gerðum ekkert annað en að leika tónlist eftir aðra menn. Þar kom svo að maður var búinn að fá nóg af því og vildi fara að skapa eitt- hvað sjálfur. í fyrstu var það auð- vitað bara þversumman af öllu því sem maður hafði verið að spila en síðan tókst manni að skapa eigin stíl. Pálmi: Eina spurningin er kannski sú hvað þú festist í því að leika lánstónlist. Magnús: Um leið og ég heyrði og sá John Mayall leika í London með Peter Green sem gítarleikara þá var það mér sem uppljómun og ég steinhætti að leika i dans- hljómsveit og stofnaði blúsband. Það má segja að það sé vendi- punkturinn. „Punkturinn í öllu þessu brölti er að hafa gaman af því sem mað- ur er að gera, annars er engin glóra í þessu" Pálmi: Mig grunar að það blús- band sem Magnús stofnaði þá eigi eftir að gera plötu innan skamms og það jafnvel á þessu ári. Magnús: Punkturinn i öllu þessu brölti er að hafa gaman af því sem maður er að gera, annars er engin glóra í þessu. Mig langar að vitna i orð sem Elías Líndal kaupmaður lét falla þegar sonur hans fór að læra á harmonikku: Músíkin er fögur, en hún er mög- ur. húsi, og fókk til liðs við sig héðan að sunnan hljómsveitirnar Ham og Yesminis Pestis. í heild voru tónleikar þessir ekki nema miðl- ungi góðir. Félagarnir í Ham komu kvöldinu af stað. Léku þeir einfalt, hratt og taktfast djöflarokk, tókst það ágætlega í byrjun, en vildu tvístrast um of í síðarí lögum. Hljóðblöndun var heldur ekki góð. Laga- og textasmíðar sveitarinnar eru skemmtilegar en mistækar. Ham er nýleg og ekki enn komin í fremstu röð, en hefur þó til þess alla burði. Ham þótti undirrítuðum áhugaverðasta hljómsveitin í Duus þetta kvöld. Yesminis Pestis tóku við af Ham. Þeim piltum gekk einkar illa að komast í gang, og gerðu það í rauninni aldrei. Hafa þeir oft stað- ið sig betur. Þarna vantaði í þá allan kraft og alla sannfæringu, og um leið mögnuðust aðrír gallar sve'rtarínnar, s.s. léleg og ófrumleg lög og óviss hljóðfæraleikur. Síðastir á svið voru Norðlend- ingamir í hljómsveitinni Lost. Flytja þeir kraftmikið keyrslurokk sem kannski væri vel á hlustandi ef ekki værí fyrír hálfgerða flatneskju í lagasmíðum. Þetta kvöld var líka bassinn hjá þeim einum of hátt stilltur og tókst næstum að yfir- gnæfa önnur hljóðfæri. Einna Ijós- asti punkturínn var líklega hinn áhugaverði víxlsöngur og samspil söngvaranna tveggja. En í öðru var svipleysið svo til einrátt. Baldur A. Krístinsson m+ Bjössi í Hótel íslandi. Ljósmynd/BS Bleikir bastar íHótelBorg Á annan f páskum, mánudag- inn 4. apríl, halda Bleiku bastarn- ir tónleika f Hótel Borg með Langa Sela og Skuggunum. Bastarnir hafa ekki komið fram á tónleikum lengi utan að þeir léku nokkur lög á tónleikum Sykurmol- anna fyrir skemmstu á Hótel ís- landi. Sveitin hefur verið að æfa upp nýja tónleikadagskrá með nýj- um lögum og voru reyndar þrjú þeirra viðruð á Sylurmolatónleik- unum. Talsmaður sveitarinnar sagði hana halda sig við þá tónlist sem er henni eiginlegust, pönkað roknabillý rokk með blúsívafi. Hann bætti því við að Bastarnir væru að undirbúa nýja atlögu að sálarró borgarbúa og sagði ennfremur að stefnan væri sett á höfuðstað Norðurlands von bráðar. Hann sagði nýju lögin vera sömu ættar og þau gömlu, en ekki hefðu þeir þó lagt gömlu lögin á hiiluna, þeim værí fléttað inní til að halda fólki við efnið. -» Með Böstunum þetta kvöld verður og önnur sveit sem leikur undir rokkabillíáhrifum, Langi Seli og Skuggarnir. Sú sveit hefur ekki haldið tónleika í manna minnum, en sveitina skipa að mestu fyrrver- andi meðlimir Oxzmá, þeir Kommi, Axel og Jón Steinþórs, að við- bættum Steingrími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.