Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 ¦+. Þórdís Árnadóttir skrifar frá Helsinki: Af tveimur (frímerkja-) Finnum Matti Nykanen og Alvo Ylppö hafa unnið til frægðar og frímerkis á ólíkan hátt Það hefur tœplega faríð fram hjá nokkrum að þjóðhetja Finna þessa dagana er skíðastökkvarinn Matti Nykanen — Finninn fljúg- andi. Þegar hann hafði aflað þjóð sinni þrennra gullverðlauna á Ólvmpíuleikunum fór forseti finnska þingsins, Matti Ahde, rakleið- is tíl Calgary til að afhenda Nykánen heiðursmerki þingsins. Heima fyrir voru ekki allir á einu máli um hvort ástæða væri til að veita Nykanen einmitt þessa viðurkenningu. Einnig var spurt hvort ekki hefði mátt bfða með veitinguna þar til NykSnen kæmi heim og spara þannig ferðakostnað þingforsetans. Til þessa hafa aðeins tveir Finnar fengið þetta heiðursmerki, barnalæknirinn Arvo Ylppö, sem hélt upp á aldaraf mæli sitt á liðnu hausti, og kappakstursmaður- inn Keke Rosberg. Tiu fallbyssuskot En Matti fékk sem sagt heiðurs- merkið í Calgary og þegar hann kom heim til Jyvaskyla fáum dög- um síðar beið hans önnur viður- kenning, gullmerki heimaborgar- innar. Meðal hinna fáu sem hafa fengið Jyváskylá-merkið er arki- tektinn Alvar Aalto, sem teiknaði 28 byggingar í borginni. í Jyvá- skylá var tekið á móti stökkvaran- um með meiri viðhöfn en áður hef- ur þekkst og hefur þó margt frægt fólk sótt Jyváskylábúa heim. Má þar nefna Elfsabetu Englands- drottningu og Karl Svíakóng. Og frá því ráðhús borgarinnar var byggt árið 1899 hefur enginn verið hylltur á svölum þess — nema Matti. Skotið var tfu fallbyssuskot- um og var það f fyrsta skipti sem Jyváskylá heiðrar einstakling á þann hátt. Ákveðið var að stökk- pallur bæjarins skuli héðan f frá bera nafn Matti Nykánen og telja menn að þar með hafi Matti fengið heimsins stærsta minnismerki ef frá séu taldar risamyndirnar í Mount Rushmore í South Dakota af Bandarfkjaforsetunum Was- hington, Jefferson, Lineoln og Ro- osevelt. Og sú spurning kom fram hvort ekki væri upplagt að breyta nafni Jyváskylá í Nykaskylá! Jyváskylá ætlar sem sagt að „gera" út á Matta. Nykanen flýgur á frímerki Þegar þjóðþing Finnlands og Jyvaskylaborg höfðu lokið af sér tilkynnti póststjórnin á hlaupárs- dag að ákveðið hefði verið að gefa út frímerki með mynd af Matta á flugi. Útgáfudagurinn var ákveð- inn 6. apríl og allt sett í gang til að sú áætlun megi standast. En sjaldan er hægt að gera svo öllum lfki. Þeir sem venjulega kvarta yfir seinagangi f skrifstofuveldinu gagnrýna nú þetta sama skrifstofu- veldi fyrir að ætla að koma frímerki f umferð með methraða, eftir að- eins 6 vikna meðgöngutíma. Og spurt er hvort ekki sé vafasamt að setja Nykánen á bekk með for- setum Finnlands, tónskáldinu Sib- elíusi og 100 ára barnalækninum Arvo Ylppö, en þeir einir hafi verið heiðraðir f lifanda lffi með sérstöku frímerki. Póstmálastjóri verst gagnrýninni með því að segja að Nykánen-frímerkið eigi alls ekki að vera Nykánen-frímerki. Þótt myndin á frfmerkinu sé tekin af Matta í 70 metra gullhoppinu í Calgary muni það ekki bera nafn hans og hugmyndin með því sé að heiðra alla þá sem urðu Finnlandi til sóma á vetrarólympíuleikunum. Og hann bendir á að áður hafi komið út íþróttafrfmerki með nafh- lausum myndum af finnskum íþróttamönnum. En gagnrýnendur segja að þar hafi verið um að ræða vel undirbúnar seríur en ekki frímerki ákveðið í „Nykanen- vímu". Hvað sem allri gagnrýni líður verður frímerki með myndinni af Matta gefið út í þremur milljónum eintaka og verðgildið 1,80 finnsk mörk, en það er einmitt það sem nú þarf á venjuleg bréf innan Finn- Frímerkið sem gefið var út í tilefni 100 ára afmælis Arvo YIppö var valið fallegasta finnska frimerkið árið 1987. verið helgað þeim sem minnst mega sín, börnunum. Það má segja að hann sé lifandi dýrlingur. I skoð- anakönnun, sem gerð var meðal unglinga um vinsælasta Finnann, lenti hann í einu af ef stu sætunum, við hliðina á poppstjörnum. Þegar Arvo Ylppö varð 100 ára þann 27. október sl. var hátíðis- dagur í Finnlandi. Afmælisinsvar minnst með samkomum, fyrirlestr- um, verðlaunaveitingum, ævisögu- útgáfu, kórsöng og hljómsveitar- leik og alls staðar var afmælis- barnið sjálft viðstatt. í sjónvarps- viðtali var Ylppö eins og unglamb og gerði að gamni sínu. Þegar hann var spurður hvað hann hefði að segja um ellina svarar hann kíminn: „Ellina? Hana þekki ég ekki." Hann er ótrúlega frár á fæti, hefur dansað og farið á skíði fram að þessu, er mikill veiðimaður en stundar jafnframt fiskirækt hjá sumarbústað sínum. „Vilji maður fá verður maður líka að gefa," seg- ir hann. Þegar hann fær hina sfgildu spurningu hverju hann þakki hestaheilsu og langlífi segir hann sig hafa verið of önnum kaf- inn við að hugsa um heilsu annarra Nokkrum mánuðum fyrir aldarafmælið seldi Arvo Ylppö blóm í miðborg Helsinki til ágóða fyrir sjóð þann sem ber nafn Arvo og Leu konu hans. lands og Norðurlandanna. Frá og með 6. apríl nk. geta þvf íslending- ar, sem tengsl hafa til Finnlands, átt von á að fá Finnann fljúgandi inn um bréfalúguna. Undraöldungxuinn Ylppö Og áfram með frímerkin. í at- kvæðagreiðslu sem finnska póst- stjórnin stóð fyrir var frímerkið „Arvo Ylppö 100 ára" kjörið falleg- asta frímerkið sem út kom í Finn- landi á árinu 1987. Á þessu frímerki er mynd af barnalæknin- um Arvo Ylppö og litlu barni og í baksýn sést barnaspítalinn þekkti Barnets Borg f Helsinki. Frímerkið er fallegt og það sem meira er; maðurinn sjálfur hefur f hugum landa sinna til að bera meiri fegurð en flestir aðrir. Fegurðin er þó ekki hið ytra því maðurinn er eink- ar smávaxinn og hefði einhvern tíma verið sagður væskilslegur á fslandi. En það geislar frá honum innri fegurð og góðmennska, enda hefur nær 80 ára ævistarf hans til að mega vera að því að hugsa um sjálfan sig. Starf andi læknir í 60 ár Arvo Ylppö.er bóndasonur frá Mið-Finnlandi. Hann varð stúdent árið 1906 og hóf þá strax nám f læknisfræði við háskólann í Hels- inki. Hann stundaði námið af kappiog árið 1911 var hann orðinn þekktur í Helsinki sem afbragðs barnalæknir. Síðan lá leiðin til Berlfnar og þar vann hann í 9 ár við rannsóknir á barnasjúkdómum hjá Kaiserin Auguste Victoria Haus, sem var fræg rannsóknar- stofnun. Með doktorsritgerð sinni sem fjallaði um gulu hjá nýfæddum börnum skipaði hann sér alþjóðleg- an sess sem vísindamaður. Honum bauðst starfsframi í Þýskalandi og vfðar en hann kaus að hverfa heim til Finnlands. Þar var verk að vinna. Þegar Ylppö sneri heim til Finn- lands árið 1920, þá 32 ára gamall, var þjóðin enn í sárum eftir borg- arastyrjöldina 1918. Yfir 10 þús- Matti Nykanen í sigurstökki á Ólympiuleikunum f Calgary. til hann hafði hrifið ráðamenn með sér og unnið kenningum sfnum fylgi meðal almennings. Og nú er hann kallaður faðir barnalækninga og barnaverndar í Finnlandi. Hann var starfandi barnalæknir í 60 ár, f forystu fyrir Barnets Borg í 43 ár, f barnaverndarnefhd Helsinki- borgar f 42 ár, prófessor í barna- lækningum við Helsinkiháskóla f 37 ár og yfirmaður barnadeildar Háskólasjúkrahússins í 32 ár. Og óteljandi eru þær viðurkenningar sem hann hefur hlotið heima og heiman. Umönnun ófullburða barna hef- ur lengi verið sérlegt áhugamál Ylppö og hann hefur skrifað mikið um það efni. Sjálfur hefur hann lifað það að sjá ungbarnadauðann lækka úr 15% í 0,6% f Finnlandi. Til að hvetja aðra, innan Finnlands og utan, til rannsókna á þessu sviði stofnaði Arvo Ylppö sérstakan sjóð, sem ber nafn hans og Leu konu hans. Lea Ylppö er einnig barna- læknir og hefur stutt mann sinn f einu og öllu. Hún er miklu yngri en Arvo og þau gengu í hjónaband árið 1950. Saman eiga þau 4 börn og fyrsta barnabarn þeirra, auga- steinn afans, fæddist í fyrra. Arvo á tvö börn af fyrra hjónabandi. Ein,,áfullu" í einu afmælisviðtalinu sagði Arvo Ylppö frá þvf þegar hann var 75 ára hefði hann verið svo hrædd- ur um að hann myndi ekki lifa mikið lengur að hann hefði drifið f að skrifa bók um sjálfan sig til þess að börnin hans fengju að vita hvernig föður þau hefðu átt. Sfðan eru liðin 25 ár og pabinn enn „á fullu" eins og sagt er á góðri íslensku. Hann fer á fætur klukkan fimm á morgnana og sest þá við skriftir og svarar bréfum. Klukkan hálf nfu er hann tilbúinn f verkefni dagsins, undraöldungurinn. Fallega frímerkið með myndinni af Ylppö er 1,70 finnsk mörk að verðgildi en það var sú upphæð sem þurfti á almenn bréf innan Finn- lands og Norðurlandanna á útgáfu- deginum. Arvo Ylppö hefur því heimsótt marga á Islandi á liðnu hausti og um jólin. — Og ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert athugasemd við útgáfu Ylppö- frímerkisins. Og heldur ekki við viðurkenningu þingsins. und börn voru munaðarlaus, ung- barnadauði var mikill og húsakost- ur víða lélegur. Ylppö kom með nýjar kenningar um heilsugæslu barna en þær féllu f misgóðan jarð- veg f fyrstu. Hann vissi að það reið á að fá þekkt fólk í lið með sér til að koma málum áfram. Þannig var hann áamt Mannerheim hershöfðingja (og síðar forseta) einn af stofhendum og fyrsti form- aður barnaverndarsamtaka þeirra sem kennd eeru við Mannerheim. Og hann fékk menntaskólabróður sinn Sillanpáa, sem þá var orðinn þekktur rithöfundur, til að skrifa um barnaverndarmál. (Sillanpaá, sem lést árið 1964, hlaut Nóbels- verðlaunin 1939. Aldarafmælis hans verður minnst sfðar á þessu ári.) Hvetur nú aðra til rannsókna á 6fullburða börnum Ylppö efur alltaf haft gott lag á fólki og það leið ekki á löngu þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.