Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 5 „Ég bara geri... það er aldrei neitt vandamál. Auðvitað er þetta vinna, en mér finnst það samt ekki. Ég hef verið læs á tónlist síðan ég varð læs, svo túlkun í tónlist er mér jafn töm eða tamari heldur en orð." Að kasta burt sjálfinu „Ég hef gripið í að kenna í Söng- skólanum meðan ég hef verið hér og þá meðal annars sagt nemendun- um að það gildi að kasta burt sjálf- inu, en nota sig sem verkfæri. Söngvarinn er hljóðfæri, sem gerir sitt besta samkvæmt eigin tilfinn- ingu og viðmiðun. Svo er bara að vona að aðrir kunni líka að meta viðleitnina. Tónskáldin skrifa fyrir ákveðin hljóðfæri og í ákveðnum takti. I hljómsveitarverki tekur stjórnand- inn auðvitað mið af taktinum, en í framkvæmd er það tákturinn í manni sjálfum sem er spilaður. Og takturinn er breytilegur frá sýningu til sýningar. Sem þjálfaður píanóleikari get ég sest niður og spilað verk, sem ég hef ekki séð áður, verk eftir Janácek, Mozart eða aðra. Ekki snilldarvel í fyrstu, en hef nógu margar stílviðmiðanir í kollinum, svo verkið fær strax einhverja merkingu fyrir mér, finn strax ein- hverja endurómun í því. í óperu hugar stjórnandi strax að áferð hljómsveitarleiksins og að litnum hjá söngvurunum. í Don Giovanni skiptir til dæmis miklu máli að draga fram þá þætti, sem er vitað að Mozart lagði mikla alúð í, fagottið myndar þarna eins konar andlag, víólulínan verður að vera skýr. Mozart dró gjarnan fram dökku litina í tónlistinni. Þessir hlutir týnast of oft í flutningi. Svo er líka merkilegt hvernig hægt er að hlusta á tónlist. Það er hægt að hlusta yfirborðslega, eins og við gerum kannski þegar við heyrum einhverja tónlist í lyftu. En svo er hægt að hlusta af athygli, til dæmis á tónleikum.. Þar sjáum við tónlistina verða til, sjáum þegar einstök hljóðfæri koma inn og get- um þá hlustað sérstaklega eftir þeim. í óperunni sést hljómsveitin ekki, svo þar styður sjónin ekki. Hljómsveitarspilið þarf því að vera enn skýrara en ella. Reyndar kýs ég alltaf skýrt spil, rétt eins og ég. vil lesa skýrt prentaðar bækur og án prentvillna. Fyrir sýninguna hér unnum við mikið einmitt til að þoka okkur í átt að skýrleika, þá líka í framburðinum, byrja og hætta sam- an, ná jafnvægi . . . Auðvitað eru flestir tónlistar- menn meðvitaðir um þessi atriði, sammála um að tónlist eigi ekki öll að hljóma eins og þéttofin, impressj- ónísk tónlist, sérstaklega eklri klassísk verk, en samt sem áður verður niðurstaðan alltaf ólík." „Mozart náði einhverri fullkomnun . . ." Mozart guðdómlegur . . . Hvað er það í tónlist hans sem gerir hana slíka? „Mozart náði einhverri fullkomn- un í tónlist sinni, í hendingum, sam- hljómi, takti og taktbreytingum, allt eitthvað svo rétt í tónlist hans. Það er uppörvandi að hugsa til þess, að þó það sé svo langt síðan hann var að, þá streymir hið góða enn látlaust fram. Eg vildi helst deyja hlustandi á Mozart, til dæmis Sin- fóníu concertante fyrir fiðlu og víólu. Þegar einleikshljóðfærin grípa inn í þar, þá er það eins og ljósflæði. Á slíkum stundum hefur Mozart komist í snertingu við eitt- hvað handan og ofan við allt. Og það undursamlega er að hann sat sjaldnast-lengi yfír verkum sínum, þau bara spruttu fram og það heyr- ist líka á þeim. Beethoven er líka minn maður, en hann þurfti að hafa mikið fyrir að semja og það er auðheyranlegt." Tónskáldið tjáir tilfínningar sínar í tónlist sinni. Svo kemur tónlistar- maðurinn og spilar hana. Er þá eitt- hvert rúm fyrir persónulega tján- ingu hans í verki tónskáldsins? „Sjálfstjáning er öllum nauðsyn- leg, að gera eitthvað sem greinir þá frá öðrum og hver velur það sem honum hentar best, hvort sem það er að ganga f klaustur eða stefna á að skara fram úr svo eftir verði tekið. Ég hef enga tilhneigingu til að semja tónlist, en í tónlistinni fínnst mér ég vera að koma með eitthvað frá sjálfum mér og það veitir mér mikla og djúpa ánægju. Nútímatónskáld eru oft ótrúlega róleg yfír því hvernig verk þeirra eru flutt, róleg yfír hendingaskipun og hraða. Það segir mér að það ferli er þeim mun fjarlægara en sjálf sköpun verksins á blaðið var þeim. Og það að vera frumleg- ur . . . Það er alltaf um eitthvert lán frá fortíðinni að ræða." „Grípa og hríf a" „Það kemur hver að tónlistinni á sinn hátt, en til að hún hrífi, verður hún alltaf að hljóma frísklega, eins og hún sé að verða til á þessari stundu og þessum stað. Grípa og hrífa . . . Ég man enn þegar ég fékk í fyrsta skiptið tak í magann af hrifningu yfir tónlist, var sjö ára og settist niður til að þræða í gegn- um Chopin-pólónesu. Það er þessi sprennutilfinning, ákafí, sem gefur lífínu gildi. Hæfíleiki, sem börnum er eiginlegur, en sem fullorðnir glata oft. Ég vil reyna að halda í þennan hæfíleika í sjálfum mér, því þessi spenna heldur manni gangandi, þessi ákafi. Ég vil halda í að geta sest niður og fínnast ég svífa af hrifningu . " Texti: Sigrún Davíðsdóttír Nýjung á Islandi CLASSICA gróðurhús - glerskáli formfagurt- sterkbyggt- dönsk hönnun Allar upplýsingar veitir: Heildversl. SMIÐSHÚS, E. Sigurjónsdóttir, 225 Bessastaðahreppur, sími 51800. Versl. Akurvík, Akureyri. BaldurogÓskarsf., Fellabæ, Egilsstöðum. MAZDA 929 FRA JAPAN! MAZDA 929 skipar sér á bekk með þeim bestu evrópsku, þar sem öll smíði og frágangur er með því besta sem sést hefur í bíl. Við reynslu- akstur finnst strax að MAZDA 929 er í hærra gæðaflokki en gerist og gengur. MAZDA 929 gerir að auki betur en allir hinir því hann er með hjálparstýringu á afturhjólum ásamt Tijúkri gormafjöðrun á öllum hjólum, sem tryggja ýtrasta öryggi og þægindi í akstri, bæði á möl og malbiki. MAZDA 929 GLX með 4 gíra sjálfskiptingu m/overdrive, vökvastýri, rafmagnsrúðum og læsingum, raf stýrðum útispeglum og f I. kostar nú aðeins 967 þúsund krónur! MAZDA 929 er fyrir þig ef þú gerir háar kröfur og vilt hafa það náðugt! (gengisskr. 4.3.88) ________Opið laugardaga frá kl. 1—5 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI 6812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.