Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 50
50 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Sveifla og blús Big Blues Band Gugge Hedrenius í Hótel íslandi Líklega geta flestir þeir sem á annað borð hafa gaman af tónlist tekið undir það að þeir hafi gaman af gamaldags jass, eða „tra- d“jass, og eiga þá við sveiflujass áranna á milli stríða. Þá voru i hávegum sveitir eins og stórsveit Fletcher Henderson (á árunum 1927 til 1935), stórsveit Duke Ellingtons (frá 1926 og vel framyfir stríð), stórsveit Jimmie Luncefords (frá 1934) og sveit Count Basie (1936 fram undir 1950). Það eru sveitir Ellingtons og Basies sem hafa lifað hvað best í jasssögunni, enda var Ellington í fullu fjöri svo að segja fram undir það síðasta og ekki eru nema þijú ár síðan Basie lést. Aðal Basiesveitarinnar var vitan- lega hreinn sveiflujass, en sveitin lék iðulega blúsópusa með söngvur- um, eða „shouters" og er nóg að vísa til farsællrar samvinnu Count Basies og Jimmy Rushing um ára- bil. Þó bebopið hafl gerbreytt ásýnd jassins uppúr 1950 eru enn til sveit- ir sem halda á loft merki þeirra Ellingtons og Basies og ein slík er væntanleg til tónleikahalds á Is- landi í byijun næsta mánaðar. Gugge Hedrenius Big Blues Band 7. apríl næstkomandi heldur stór- sveit sænska píanistans, tónskálds- ins og hljómsveitarstjórans Gugge Hedrenius, Gugge Hedrenius Big Blues Band, vestur um haf til að leggja Bandaríkin að fótum sér. Fyrir atbeina góðra manna tókst að koma málum þannig fyrir að sveitin millilendir hér á landi og heldur tónleika í Hótel íslandi. Sveitin hefur starfað síðan 1971 og á mepal þeirra sem leikið hafa í henni má fræga telja gítarleikar- ann snjalla Janne Schaffer, tromm- arann Pétur Östlund og þá Hank Crawford og Mel Lewis. í Hótel íslandi verða í sveitinni trompetleik- aramir Willie Cook, Rolf Ericson, Bosse Broberg og Thomas Driving; básúnuleikaramir Ulf Johanson, Dicken Hedrenius og Lennart Löf- gren; saxófónleikaramir Brent Ros- engren, John Högman, Wage Finer og Hakan Levin; bassaleikarinn MINOLTA NETTAR, LITLAR 0G LÉTTAR LJÓSRITUNARVÉLAR - og þær gera allt sem gera þarf á minni skrifstofum D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifborðið! Verð kr. 25.025.- stgr. Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. Verð frá kr. 37.300.- stgr. MINOLTA EP 50 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, innbyggður arkabakki til að spara pláss; hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. Verð kr. 53.300.- stgr. Gugge Hedrenius Big Blues Band Lasse Lundstöm; trommuleikarinn Mans Ekman; söngvarinn Claes Janson og sjálfur leikur Gugge á píanó. A meðal hljóðfæraleikara Gugge eru fremstir meðal jafningja þeir Willie Cook, Rolf Ericsen og Brent Rosengren. Willie hefur leikið með ýmsum sveitum, þ. á m. með sveit- um Jay McShann, Earl Hines, Dizzy Gillespie og Duke Ellington, en með Ellington hljóðritaði hann marga snjalla einleikskafla. Rolf Ericson er meðal þekkustu jassleikara Svía. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum og lék þar með Stan Kenton, Woody Herman, Buddy Rich, Quincy Jo- nes, Gerry Mulligan og Charles Mingus áður en hann réðst til Duke Ellington, en með honum lék hann af og til frá 1963. Hann býr nú í Vestur-Berlín. Brent Rosengren er í hópi þekktustu tenórsaxófónleik- ara Evrópu og hefur m.a. leikið með Brent Rosenberg og Palle Mikkelborg og unnið plötur með Horace Parlan og Doug Raney. Á tónleikadagskrá sveitar Gugge eru ópusar sem Gugge hefur sjálfur sett saman, en einnig verða á boð- stólum lög eftir meistarana Elling- ton og Basie og söngvarinn Claes Janson fær vonandi nóg að gera. Gagnrýnendur sem gerst þekkja segja sveitina hljóma eins og Basie- sveitina þegar hún er upp á sitt besta og lék hvað bestan stórsveit- arblús. Nafn sveitarinnar vísar og til þess að blúsinn er ekki langt undan og ekki er langt síðan sveit- in lék undir hjá hinum kunna blús- söngvara Jimmy Witherspoon. Það má því reikna með heitri sveiflu í Hótel íslandi og ekki er að vita nema Basielögin Baby Don’t Tell on Me, Good Moming Blues og I Got Rhythm og Ellingtonlögin Thing Ain’t What They Used to Be, Don’t Get Around Much Any- more og Satin Doll verði viðruð 7. apríl að ógleymdum gamla slagar- anum um Alexander og ragtime- sveit hans. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.