Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 SYNING í KOLAPORTI UM PÁSKANA Flest athygliveróustu farartœki landsmanna eru saman komin á einni glœsilegustu bílasýningu Kvartmíluklúbbsins til þessa í Kolaportinu um páskahelgina. Tugir bíla sem aldrei hafa verió sýndir hérlendis áóur. Margar geróir fjórhjóla, jeppar, mótorhjól, sérsmíóaóir kvartmílubílar, rallbílar, antikbílar og ýmis furóufarartœki sem öll fjölskyldan hefur gaman af að sjá. Tilkomumiklar myndasýningar alla dagana af kvartmílukeppnum í Bandaríkjunum og víðar, veitingasala og frítt kaffi fyrir alla. Þér býóst aö taka þátt í kosningu fallegasta, verklegasta og athygliveröasta kvartmílubílsins ásamt kosningu um glœsilegasta mótorhjóliö og fornbílinn. Miöaverð aðeins kr. 300.- Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd fullorðinna. Opnunartími sýningardagana Skírdagur 31.mars Föstud.langi l.apríl Laugard. 2. apríl Páskad. 3. apríl Annar páskad. 4. apríl Kl. 16-22 Kl. 16-22 Kl. 14-22 Kl. 16-22 Kl. 14-22 Ö.S.UmBOÐIÐ Skemmuvegi 22 Kópavogi Simi 73287 Varahlutir - sérpantanir f alla bíla frá U.S.A., Evrópu og Japan JÓLASVEINAR AFOSTU eftirKristin Vilhjálmsson Þriðjudaginn 8. mars birtust nokkrar greinar um „bjórmálið“ svokallaða í Morgunblaðinu. Ein var hógvær og málefnaleg og fjallaði um niðurstöður skoðanakannana, hinar með nokkrum endemum þó að ýmsu sé maður nú vanur af þeim haugnum þar sem hæst er um áfengt öl galað. Einn þeirra þremenninga á þó hól skilið fyrir að koma fram á rit- völlinn. Hann er nefnilega þjónn og greinilega vel fylgispakur hús- bændum sínum og minnugur þess að þjónar dæla áfengi í menn eftir uppmælingu. Annar er gamall kennari og skólastjóri sem er vanur að hafa meira vit á öllu milli himins og jarðar en annað fólk. Sá þriðji er læknir og bendir réttilega á í grein sinni að áfengisneysla hefur aukist meira annars staðar á Norð- urlöndum en hér undanfarin ár. Ekki tekst honum þó að draga þá ályktun af þeim upplýsingum og liggur þó beint við að drykkja hefur aukist meira í bjórlöndum en á ís- landi. Þjónninn nafngreinir nokkra heiðursmenn í ritverki sínu, meðal annarra Árna Helgason sem hann segir hafa leikið jólasvein fyrir börn í gamla daga. Vel trúi ég því. Árni er allra manna fyndnastur og fjör- ugastur og afar bamgóður enda leiðtogi barnastúku í áratugi. Hitt sætir aftur á móti meiri tíðindum að þrír jólasveinar birtist í einu og sama blaðinu og enginn þeirra virðist vera að leika. Og það sem undarlegast er: Þeir eru í meira lagi ruglaðir í ríminu, því jólin em löngu liðin og komið fram undir páska. Höfundur hefur verið einn af for- ystumönnum góðtemplara um ára- bil. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá vinstri eru Björg Jónsdóttir, eigandi Finnabæjar, Elísabet Árna- dóttir starfsstúlka, Guðrún Skúladóttir starfsstúlka og Jón Guðfinns- dóttir, sem rekur veitingastaðinn. Bolungarvík; Nýr veitingaskáli Bolung'arvík. NÝR OG glæsilegur veitingaskáli var opnaður í Bolungarvik sl. laugardag. Veitingaskálinn er i eigu Bjargar Jónsdóttur og hef- ur hann hlotið nafnið Finnabær í höfuðið á Guðfinni Friðriks- syni, eigimanni Bjargar, sem andaðist fyrir skömmu. Það er hins vegar dóttir þeirra hjóna, Jóna Guðfínnsdóttir, sem rekur þennan veitingastað í eigin nafni. Finnabær er í um 100 fm húsi við Kirkjuveg 1 sem er við inn- keyrsluna í bæinn. Innréttingarnar eru allar hinar smekklegustu, unnar af Gíslínu Guðmundsdóttur innan- hússarkitekt. Á boðstólum í Finnabæ verða Tommaborgarar, pítur, kjúklingar og brauð ýmiss konar og svo annað sem slíkir skyndibitastaðir bjóða upp á. Starfsmenn verða sex og fyrst um sinn verður staðurinn op- inn frá kl. 11.30 til kl. 21 eh lengur í sumar yfír ferðamannatímann. - Gunnar HIOKI MÆLIPENNINN Léttur og nettur, vegur aóeins 60 gr. Mælisvið: 0-500V DC/AC 0-°°Viðnám Díóðuprófun Geymir afiestur Eigum f lestar gerðir mæla s.s. aSrSf NÝSENDING A-tangir Hitastigsmæla Fasfylgdarsjár Kynntu þér HIOKI HF. Símar 685854,685855.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.