Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 52
52 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 fclk í fréttum Nabila Khashoggi veit vart aura sinna tal. Hún á til að mynda lystisnekkju með glæsiíbúð, sjúkrastofu, þyrluplani og bílskúr. Nabila býr í Hollywood í húsi sem eitt sinn var heim- ili Charlie Chaplin. Franski ljósmyndarinn Yann Gamblin er heitbund- inn Nabilu Khashoggi. LISTAKOKKAR Stjörnustaðir í Frakklandi Franska hjólbarðafyrirtækið Mic- helin hefur stundað útgáfustarf- semi í rúmlega áttatíu ár. Gefur það nú út árbækur um hótel og veitingastaði („rauðu Michelinana") auk landa- og héraðalýsinga („grænu Michelinana") og landa- bréfa. Útkoma „rauðu Michelinana" á vorin vekur athygli og margir rýna í bækumar til að kanna hvaða staðir hafi fengið stjömu fyrir mat- argerð eða misst stjömu sem þeir höfðu áður. Einnig þykir forvitni- legt hvaða hótel hafi hækkað eða lækkað í flokki. „Rauði Michelin" fyrir Frakkland 1988 kom nýlega út. Bókin er hvorki meira né minna en 1302 síður og full af merkjum og skamm- stöfunum. Bæjum og borgum em gerð skil í stafrófsröð, og sagt frá gistihúsum og matarstöðum. Nokkrar almennar upplýsingar em gefnar um hvem stað. Jafnframt er hótelum raðað í sjö flokka eftir gæðum, sem táknuð em með húsum með mismörgum burstum. Veitingastöðum er raðað með tvennum hætti: Þeir fá allir einkunn fyrir búnað og framreiðslu en það eitt að þeir komist á blað merkir að við matinn megi una miðað við verð. Einkunnagjöfín felst í fjölda hnífapara, sem sett em aftan við nafn veitingahússins, ásamt því að hnífaparasettin eru í rauðum lit ef staðurinn þykir aðlaðandi. Þá er aðalatriðið eftir; hin sérstaka stjömugjöf fyrir matinn. Aðeins lítill hluti þeirra veitinga- húsa sem nefnd em í bókunum fá stjömu. Góð fá eina, afar góð tvær og hinir fágætu afbragðsstaðir fá þijár stjömur. í öllu Frakklandi fá 529 veitingastaðir eina stjömu, 88 tvær og aðeins 18 þijár. Enda seg- ir um þá síðastnefndu í skýringum að vert sé að gera sér sérstaka ferð til að snæða þar. Um tveggja stjömu staði segir að þeir séu þess virði að leggja lykkju á leið sína til að kynnast matreiðslunni. Þeir sem ráða ríkjum á bestu Guérard, meistari léttra máltíða. RÍKIDÆMI COSPER Gæfa og gjörvileiki Nabila Khashoggi hefur allt sem hugur girnist. Hún er 25 ára moldrík fegurðardís, dóttir auðkýfíngsins Adnans Khashoggi. Hún er meira að segja hamingju- söm. „Ég nýt hvers einasta dags,“ segpr hún, „mér fínnst alltaf jafn gaman þegar pabbi hringir og stingur upp á að við skreppum til Parísar í hádegismat. Gjafir gleðja mig ekki minna nú en þegar ég var yngri..." Nabila býr í Hollywood þar sem hún hyggst freista gæfunnar við kvikmyndaleik. Hún gekk í leiklist- arskóla í borginni í þijú misseri og lék nýlega gestahlutverk í Dynasty þáttunum. I tímaritsviðtali kveðst hún ekki vilja að faðir hennar kosti gerð myndar sem hún fer með aðal- hlutverk í. „Ég vil miklu heldur verða mér úti um hlutverk upp á eigin spýtur,“ segir hún. Charlie Chaplin lét byggja húsið sem Nabila festi kaup á í Holly- wood. Hún er þriðji eigandi þess, en George Hamilton góðkunningi Elizabetar Taylor bjó þar um hríð. Umhverfis hvítkalkað glæsihúsið er stór og ræktarlegur garður með sundlaug. Nabila fær sér sund- sprett í lauginni á morgnana og iðkar leikfími í sal þar sem æfínga- tækin munu skreytt eðalsteinum og upphafsstöfum hennar. Innbú húss- ins valdi hún sjálf í samráði við franskan heitmann sinn, Yann Gamblin. Sá er liósmvndari við vikuritið Paris Match. Að sögn Nabilu hyggj- ast þau ganga í hjónaband innan skamms, og vonast hún til að Yann segi starfí sínu lausu og flytji inn til hennar í Hollywood. Telur Na- bila það góðs viti að varðhundurinn Hogan urrar ekki á Yann, eins og fyrri kærasta. Vopnasalinn Adnan Khashoggi átti Nabilu með breskri eiginkonu sinni, Sandra Daly. Sandra tók isl- amstrú fyrir giftinguna og hlaut nafnið Soraya. Hún skildi við Adnan fyrir nokkrum árum og fyllir nú flokk svokallaðs þotufólks. Hún lætur sig ekki muna um að hoppa upp í flugvél og sækja frumsýningu eða veislu í annarri heimsálfu. Na- bilu líkar lífsstfll móður sinnar illa ncr hafp h«ar mcnrScnir Ktil camcl/’infi — Ég var búinn að gleyma því að það er 1. í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.