Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 43 Islenskri þjóð hefur verið talið til gildis að hún hef ur varast vígaferli og lítt sinnt vopnaskaki. Magnús Jónsson prúði, sýslu- maður á Bæ á Rauðasandi, hafði aðra skoðun á vopna- burði fslendinga. 12. október 1581 var að hans frumkvæði kveðinn upp sá dómur í Tungu í Patreksfirði: „að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga vopn og verjur eftir fjárupp- hæð". Vopnabrot var stór ósiður í Vopnadómnum svonefnda kemur fram að íslendingar voru þá vopnlausir að kalla, höfðu afvopnast eða verið afvopnaðir fyrir fáum árum (e.t.v. fimm árum). f dómsorði segja þeir þrettán menn sem voru kvaddir í dóminn að þeir hafi verið til- nefndir til að: „. . . að skoða og rannsaka og síðan fullnaðar- dóms atkvæði á að leggja um þá klögun og ákæru, sem hann þar samstundis fyrir oss fram bar sökum fátæks almúga og almennilegrar nytsemi í hans umdæmi, sem var í fyrstu um þann stóra ósið og almennilega fordjörfun, já og líka vel má heita foröktun og afdráttur Danmerkur og Noregs krúnu og vors hogbornasta, stór- mektugasta kóngs fyrirlitning sem hér til af nokkrum óforsótt- um vorum sýslumönnum og fó- vetum nú fyrir fáum (e.t.v. fimm) árum sem ei að eins með skyldu hafa af skipað, já og með heipt og valdi fyrir mörgum dugandis mönnum vopn og verjur brjóta látið, heldur og öll afdæma látið svo gjörsamlega, að menn hafa varla fúndist svo um allt landið, eitt lagvopn hafi átt eða þorað að hafa, svo opinberlega að hafi haft, að hafi mátt reyna fyrir sér Magnús prúði og fjölskylda við krossinn. Minningartafla frá Bæ á Rauðasandi. þriggja atgeira frá 16. öld í Grísatungufjöllum í Þingeyjar- sýslu í því sambandi. Atgeirar þessir fundust árið 1965. I Vopnadómi var svo mælt fyrir að allir skattbændur skyldu „kaupa og eiga eina luntabyssu og þrjár merkur púðurs, þar með einn arngeir (atgeir) og annað lagvopn gilt og gott". Einhleyp- ingar skyldueiga„lagvopn og stikhníf". Sá sem var svo vel stöndugur að hann ætti a.m.k. 20 hundruð skyldi kaupa „byssu, boga og langspjót fyrir hvern sinn vígfæran mann og aðrar verjur sem hann ætlar gagnlegar eftir dýrleika og hann verður til skyldaður eftir dómi eða kóngs skipan". Ekki að tilefnislausu Sú fordæming og vantrú á afvopnun íslendinga sem birtist í Vopnadóminum var ekki alveg tilefnislaus. í Eyrarannál stend- un „Anno 1578 . . . Komu ránsmenn útlenskir á Vest- fjörðu . . . Þeir tóku Eggert Hannesson til fanga og var hann leystur með miklu gjaldi og gerðu silfri af dóttur sinni Ragn- heiði í nær hálftunnu ..." Magnús prúði var einmitt kvæntur Ragnheiði, dóttur Egg- erts lögmanns, Hannessonar. Jóni Þorkelssyni þjóðskjala- verði farast svo orð í Sö gu Afvopnun 0g vígbúnaður — Magnús prúði taldi vopnleysi vondan kost Magnúsar prúða, 1895: „Þessi ránskapur og fangelsan Eggerts er ljósast dæmi upp á það, hvern- ig manndómur og karlmennska voru farin á íslandi á seinni hluta 16. aldar . . ." Einnigsegir Jón: „íslendingar gátu ekkert gert annað en horft á og mokað fé sínu í þennan trantaralýð." Ránið á Bæ og skýrsla Eg- gerts Hannessonar um það, urðu líklega til þess að Friðrik annar Danakonungur, brá á það ráð árið 1580, að senda i hverja sýslu átta spjót og sex byssur. Annars þurfti ekki yfirgang útlendinga svo Vestfirðingar brygðu brandi. Jón Eggertsson, mágur Magnúsar prúða, fann upp á því við drykkju í Síðumúla 1570 að leggja korða sínum und- ir borðið til Jóns Grímssonar og hlaut hann bana af. Jón Eggerts- son flúði til Hamborgar og sett- ist þar að. Magnúsi prúða er svo lýst í Skarðsárannál sem Björn lög- maður Jónsson skrifaði á fjórða áratug 17. aldar: „Einn hans höfðingsskapur var sá, er menn sáu alt.íö, er hann reið til á al- þing, að hans selskapur var auð- kenndur frá annarra fylgd í því, að þeir höfðu nær allir sitt lag- vopn, og setti hver einn upp sitt vopn, er heim á Þingvöll riðu fyrst, og voru það um 40 menn vel svo, er slík lagvopn höfðu. Þetta var svo hvert sumar meðan bóndinn Magnús sat uppi . . * Vopnadómurinn var ekki lagð- ur fyrir Alþingi og komst því ekki nema að nokkru leyti í fram- kvæmd. Vopnaeign og vopnburði landsmanna fór því hrakandi. Birni frá Skarðsá þótti það mið- ur. „Þetta má halda bæði skyn- samlega, nauðsynlega og rögg- samlega dæmt, og hefði verið þarflegt uppi að halda, og er undur slíkur dómur hefur ekki framkvæmd fengið um landið, svo menn væru ekki þeir aukvis- ar ætta sinna, að ekkert geri annað en gala og flýja, þó einn lekabátur að landi kæmi, eða að vera teknir og hentir heima hver á sínum stað, sem búfé í haga, hverju vorir foreldrar eður forf- eður í fyrri öldum mundu aldrei trúað hafa, svoddan óöld yrði." f Skarðsárannál er ennfremur svo sagt frá Magnúsi prúða: „Magnús var mjög vitur maður og ágætt skáldmenni, sem hans kveðlingar vitni um bera." Magnús orti m.a.: Hjálpi hver, sem hjálpa kann og hjartaprýði þar til ber, líf og góss leggi út hann, svo laga og réttar njótum vér. 75. grein stjórnarskrár lýð- veldisins í slands er líklega í anda Magnúsar Jónssonar prúða: „Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt i vörn landsins, eftir því sem ná- kvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum." Enn hafa nánari lög ekki ver- ið sett. Magnús með sonum sínum. vötn og ísa eður einn glepsandi hund frá sér reka, móti allra landa, allra þjóða öllum plagsið, venju og lögmáli um alla veröld- ina". Af ofangreindu má ráða að „óforsettir sýslumenn og fóget- ar" hafi brotið vopn landsmanna þá fyrir fáum eða fimm árum. Páll Eggert Ólason, skrifstofu- stjóri og fræðimaður á handrita- deild Landsbókasafhsins, taldi ekki ósennilegt að Danakonungi hafi þðtt nóg um óróa og víga- ferli landsmanna í kringum og MorRunblaðia/Sverrir eftir siðaskiptin og því lagt það fyrir embættismenn sína að þeir skyldu draga til sín vopnabirgðir landsmanna og jafnvel fyrir- muna mönnum vopnaburð. Björn Teitsson sagnfræðingur telur í íslandssöguköflum, 1551- 1630 hugsanlegt að einhverjir þessara „dugandis manna" hafi fremur falið vopn sín en að láta brjóta þau og bendir á fund Vígaferli á 16. öld. v j v »* "^-rs v —r Atgeir frá 16. öld. _}***•'-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.