Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 61 Kröfur Tékka um trúfrelsi: Þúsundir kaþólskra krefjast mannréttínda í fyrstu viku marsmánaðar flykktust hundruð kaþólskra Tékka að húsi Frantiseks Tomaseks kardínála og erkibiskups í Prag sem nú er 88 ára að aldri. Fólkið bar fratn háværar krðfur um trú- frelsi f landinu og- að skipaðir yrðu biskupar í þau 10 biskupsdæmi af 13 sem nú bíða forustumanns. Fólk þetta var úr hópi á að giska 8.000 manna sem höfðu sótt messu í dómkirkju hl. Vítusar. Sú messa var sungin til minningar um hina sælu Agnesi, sem var prinsessa í Bæheimi á 13. öld og afsalaði sér tign og auði er hún stofnaði klaust- ur og gistiheimili. Hún mun verða tekin í tölu heilagara síðar á þessu ári. í þessari messu las Tomasek kardínáli bréf frá Jóhannesi Páli II. páfa til hinnar „elskuðu þjóðar" Tékka og Slóvaka og var kveðju páfa tekið með dynjandi lófataki. I síðustu viku kom svo til mót- mæla kaþólskra í Bratislava. Stjórnvöld f Tékkóslóvakíu eiga nú í viðkvæmum viðræðum við full- trúa Vatfkansins um biskupamálið. Páfastóllinn neitar að fallast á til- nefningar rfkisvaldsins til biskupa- embætta og neitar einnig að fallast á nokkurn þann sem tilheyri sam- tökunum „Pacem in terris" sem eru hliðholl rfkisvaldinu. Hinsvegar neitar rfkisstjórnin að fallast á til- lögur Vatíkansins um biskupa svo málið er í sjálfheldu eins og sakir standa. Kaþólskir Tékkar hafa borið fram kröfur í 31 lið um trúfrelsi, pólitísk grundvallarréttindi fólksins og aðskilnað rfkis og kirkju og hefur Tomasek kardínáli fallist á þær. Um það bil 300.000 manns hafa skrifað undir kröfur þessar og þeir sem stóðu að „frelsis- skránni 77" styðja þær einnig. Málgagn tékkneska kommún- instaflokksins, Rude Pravo sagði í febrúar að aðskilnaður ríkis og kirkju kæmi ekki til greina, kirkjan þyrfti á fjárstuðningi rfkisins að halda til þess að geta gegnt hlut- verki sínu. Rfkið hafj samþykkt val presta og biskupa allt frá 17. öld og greitt þeim laun og við þeirri venju hafi kommúnistastjórnin tek- ið 1948, þegar hún tók við völdum í landinu. Rude Pravo sagði að sú upphæð, sem rikisvaldið greiddi til kirkjunnar, næmi nú sem svarar hálfum öðrum milljarði ísl. króna á ári og auk þess nytu prestar og klausturfólk sömu almannatrygg- inga og aðrir landsmenn. Ibúar Tékkóslóvakíu eru nú kringum 15 milljónir og eru þrír Reuter Myndin er tekin í fyrstu viku mars þegar hundruð kaþólskra Tékka flykktust að húsi Frantiseks Tomaseks kardinála og erkibiskups í Prag og hrópuðu: „Við viljuni trúfrelsi!", „Við viljum bisk- Lengi lifi kardínálinn!" upa!", „Við viljum páfann!" og fjórðu af þeim taldir vera kristnir, flestir kaþólskir. Kröfur kaþólskra En hverjar eru þessar kröfur sem kaþólskir í Tékkóslóvakfu hafa bor- ið fram? Þær eru sem hér segir: 1. Við krefjumst þess að kirkja og ríki verði aðskilin, sem leiðir til þess að ríkisvaldið biandi sér ekki lengur í skipulag og starfsemi kirkjunnar. 2. Við krefjumst þess að ríkis- valdið hindri ekki tilnefningu presta til biskupsembætta. Tilnefn- ing nýrra biskupa er mál sem snert- ir aðeins þá sem í kirkjunni eru og kemur ríkisvaldinu ekki við. 3. Við krefjumst þess að ríkis- valdið blandi sér ekki f skipun sálu- sorgara f söfnuðunum. 4. Við krefjumst þess að ríkis- valdið skipti sér ekki af skráningu guðfræðistúdenta, hvorki fjöida né hverjir skrá sig, og ekki heldur af tilnefningu prófessora. 5. Við krefjumst þess að guð- fræðideildin í Olmutz taki aftur til starfa. ¦ 6. Við krefjumst þess að djákna- þjónusta verði tekin upp, sam- kvæmt ákvörðun Páls VI páfa frá' 18. júní 1967. 7. Við krefjumst þess að allar klausturreglur karla og kvenna fái að hefja starfsemi sfna á ný og þær fái einnig að taka við nýjum bræðr- um og systrum, eins og í nágranna- löndum okkar, Þýska alþýðulýð- veldinu og Pólíandi. 8. Við krefjumst þess að hinir trúuðu fái að notfæra sér réttindi sín til að stofna ný samtök leik- manna. 9. Við krefjumst þess að trú- fræðsla verði leyfð á umráðasvæði safnaðanna, utan vébanda skól- anna. 10. Við krefjumst þess að prest- um verði leyft að fara í heimsóknir í fangelsi og á sjúkrahús, ef fang- ar, sjúklingar eða aðstandendur þeirra óska þess. 11. Við krefjumst þess að leyft verði að halda kyrrðar- og þagh- artfma fyrir leikmenn. 12. Við krefjumst þess að öllum söfhuðum verði leyft að koma upp hjá sér sóknarráði með þeim leik- mönnum sem vilja styðja prestana. 13. Við krefjumst þess að okkur verði leyft að koma á sambandi við kristin félagasamtök um heim all- an. 14. Við krefjumst þess að trúuðu fólki — hvort sem um einstaklinga eða samtök trúaðra er að ræða — verði leyft að taka þátt í pílagríms- ferðum erlendis. 15. Við krefjumst þess að trúuðu fólki verði tryggðir möguleikar á að gefa út allt sem það þarfnast. Það hlýtur að vera hægt að reka trúarlega útgáfustarfsemi innan vébanda kirkjunnar. 16. Við krefjumst þess að það verði ekki lengur ólöglegt og refsi- vert að fjðlfalda trúarlegt efni og dreifa því. 17. Við krefjumst þess að okkur verði gert kleift að flytja inn frá útlöndum trúariegt lesefni í sam- ræmi við áhuga og þarfir hinna trúuðu. 18. Við krefjumst réttinda til að senda út trúarlegt efni í útvarpi og sjónvarpi, samkvæmt sam- komulagi við stjórn kirkjunnar og eftir ákvörðun biskuparáðsins. 19. Við krefjumst þess að hætt verði að trufla útsendingar Vatík- anaútvarpsins á tékknesku og slóv- akísku, með því að senda annað efni af ásettu ráði á sömu bylgju, og að útvarpa megi heilagrí messu á.tékknesku og slóvakísku frá Út- varpi frjálsrar Evrópu, án þess að það útvarp verði truflað. 20. Við krefjumst þess að guð- leysingjar fái ekki einir að halda uppi áróðri, heldur að einnig verði leyft að boða krístna trú og breiða hana út, hvort sem er fyrir atbeina presta eða leikmanna. Marxistar og guðleysingjar hafa réttindi til að kanna og gagnrýna trúarbrögð- in og kirkjuna og sömu réttindi eiga líka kristnir menn og aðrir þjóðfélagsþegnar að hafa til að kanna og gagnrýna kenningar Marx og Leníns án þess að litið sé á það sem afbrot. 21. Við krefjumst þess að okkur verði leyft að byggja kirkjur þar sem þeirra er þörf. 22. (Þessi krafa hefur fallið nið- ur hjá sænska tímaritinu „Signum" sem birti kröfulistann í 2. hefti 1988.) 23. Við krefjumst þess að kross- ar, styttur, kapellur og aðrar trúar- legar og menningarlegar minjar frá hendi forfeðra okkar verði ekki fjarlægðar umsvifalaust þaðan sem þær standa við götur, vegi, akra, þorp og borgir. 24. Við krefjumst þess að sá fulltrúi ríkisins, sem fer með kirkju- mál, verði sviptur valdi til að hafa áhrif á tilnefhingu presta, flutning þeirra svo og önnur mál sem þá varða. 25. Við krefjumst þess að prest- ar, fólk í klausturreglum og leik- menn, sem hlotið hafa dóma sem stríða gegn lögum, fái fullkomna leiðréttingu sinna mála. 26. Við krefjumst þess að hætt verði allri mismunun gagnvart trú- uðu fólki á vinnustöðum — sérstak- lega í fræðslustarfinu. 27. Við krefjumst þess að trúuð- um þjóðfélagsþegnum verði leyft, innan þeirra reglna sem gilda um málaleitanir, að taka opinbera af- stöðu til hvaða mála sem er eftir því sem samviska þeirra segir þeim að sé siðræn skylda þeirra. 28. Við krefjumst þess að yfir- völd afnemi þær ákvarðanir sem gera trúarlegar athafnir presta eða leikmanna að glæpsamlegu athæfi, þvert ofan í lög. 29. Við krefjumst þess að grein- ar 16, 20, 24, 28 og 32 í stjórnar- skrá okkar verði fuilkomnaðar eða endurnýjaðar þannig að þær verði f samræmi við kröfur okkar. 30. Við krefjumst þess að öll gildandi lög, sem beint aða óbeint snerta svið trúmálanna, verði sam- ræmd alþjóðlegum réttarvenjum og mannréttindum. 31. Við krefjumst líka að stofnuð verði nefnd forustumanna ríkis- valdsins og kaþólsku kirkjunnar — einnig skipuð leikmönnum sem Tomasek kardínáli tilnefni — og fulltrúum kaþólsku kirkjunnar í Slóvakíu og fjalli- hún um kröfur okkar. Heimildir: The Tablet, 12.3.'88 Signum, 2. h. 1988. Hálfkæft hróp Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson LAUGARÁSBÍÓ: Hrópað a frelsi. „Cry Freedom" Leikstjóri Richard Attenboro- ugh. Handrit John Briley, e. bók- unum Biko og Asking For Tro- uble. Kvikmyndatökusrjóri Ronnie Tayior. Tónlist George Fenton og Jonas Gwangwa. Aðalleikendur Kevin Kline, Penelope Wilton, Denzel Washington, John Hargreaves, Alec McGowen, Kevin McNally, Zakes Mokae, Ian Ric- hardson, Josette Simon. Bresk- bandarísk. Universal 1987. Hrópað á frelsi kemur dálftið á óvart. í þeirri miklu, nauðsynlegu umræðu um jafnréttisbaráttu frum- byggja Suður-Afríku og hina for- smáðu „apartheid"-stefnu hvítra stjórnvalda, kemur þessi viðamikla stórmynd þar sem einn kunnasti mál- svari þeldökkra,.frelsishetjan og þjóð- sagan Stephen Biko er EKKI f aðal- hlutveríci — þó til þess hafi leikurinn verið gerður. Öllu frekar huggulegur boðskapur í vandaðri og snöfurmann- lega gerðri spennumynd um ritstjó- rann Donald Woods, og hvernig máls- vörn hans og vinátta við Biko varð til þess að hann mátti flýja land ásamt fjölskyldu sinni. Hér hefur greinilega sitthváð farið útaf sporinu og hefði hlutur hinnar suðurafríkönsku þjóð- hetju mátt vera miklu meiri. En hér er fylgt kynnum ritstjórans Woods (Kline) af Biko (Washington) og stefnu hans, sem ögraði reiddri svipu hinna hvftu stjórnvalda og að- skilnaðarstefnu peirra. Lauslega er drepið á skoðanir hans, þar sem hann má dúsa í einangrun, baráttuaðferð- um, handtöku og að lokum, morði í suðurafríkönsku fangelsi. Jafnframt eykst þrýstingurinn á Woods og mál- flutning hans í The Daily Dispateh og fer svo að lokum að yfirvöld meina honum að fara úr landi og bannfæra líkt og Biko. Verður Woods að dulbú- ast til að flýja land til að koma gagn- rýni sinni og reynslu (sem myndin byggir á) á framfæri. Myndin Hrópað á frelsi er talsverð afturför hjá Attenborough frá hinni sterku og athuglisverðu Gandhi (og er það mjög almennt álit erlendis, þrátt fyrir hið gagnstæða í fréttatíma f einum fjölmiðlanna). Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta söguhetj- una falla frá í vart miðri mynd, því vafalaust koma flestir að sjá hana til að forvitnast um frelsisbaráttu goð- sagnarinnar Biko. En, horft fram hjá þessu, situr eftir fáguð spennumynd þar sem vissulega er gefín fróðleg innsýn í fasistaríki og meðöl þess. Kvikmyndatakan er falleg og fín og sömuleiðis notkun á tónlist innfæddra (sem Paul Simon hóf svo eftirminni- lega til vegs og virðingar á síðasta ári með Graceland). Leikstjórn Atten- boroughs er hinsvegar fagmannleg en hversdagsleg uns kemur að lokaat- Fjölskylda Woods á landamærum Lesotho og Suður-Afríku. riðinu. Þá fær hann að glfma við fjöld- asenur, þær eru sem fyrr hans sterka hlið. Washington bregður upp heil- steyptri, aðlaðandi mynd af goðsögn- inni, en enn og aftur verð ég að taka fram að henni er ekki gerð nægileg skil. Kline skilar hlutverki 'sínu af kunnáttusemi. Þau McGowen, Ástral- inn Hargreaves og ekki síst Wilton og Mokae, þétta myndina með góðum leik. En hvað svo sem stærð þáttar Biko lfður, þá tel ég víst að Hrópað á frelsi vekji mikla athygli og umtal á högum litaðra f Suður-Afríku. Þessu sólríka gósenlandi sem státar af eindæma náttúrufegurð, dýra- og gróðurríki, hvar eðalsteinar koma stærstir úr jörð á meðan liinir upprunalegu íbúar þess sitja afskiptir við borð. Þá er tilgang- inum náð, en það munar bara svo grátlega litlu að Hrópað á frelsi hafi orðið sú vakning á samvisku um- heimsins sem til stóð. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.