Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 Rœtt við Sigurð Pálsson og Ingólf Guðmundsson um ný foreldrahefti í kristnum frœðum frá Námsgagnstofnun Kápusíða foreldraheftanna um kristnifræði í grunnskóla. Mikilvægt að upplýsa foreldra um breytíngar í kennslustarfínu Námsgagnastof nun hefur gefið út tvö hefti sem eiga að vera foreldrum til upplýsinga um kristnifræðikennslu í grunnskólum. í heftunum er kynnt námsefni og kennsla kristinna fræða, annars vegar í 1.—3. bekk og hins vegar í 4.-6. bekk. Sigurður Pálsson guðfræðingur og forstöðumaður námsefnissviðs hjá Námsgagnastofnun tók heftin saman og Ingólfur Guðmundsson námstjóri í kristnum fræðum er um þessar mundir að kynna þau fyrir foreldrum og kennurum. Þeir greindu frá tilurð og tilgangi þessara hefta í spjalli við Morgunblaðið. tgáfa þessara kynning- . I arhefta hefur alllengi I verið á döfinni en ýms- I . J ar þær breytingar sem Vi^ orðið hafa á kennslu- háttum og starfi skólans undanfar- in ár kalla einnig á breytingar í samstarfi skóla og heimila, segir Sigurður. — Þetta var mikið rætt innan skólarannsóknadeildar þau ár sem ég starfaði þar sem nám- stjóri og mönnum var ljóst að mikil- vægt væri að geta upplýst foreldra um það sem er að gerast í skólan- um. Útgáfa foreldrahefta sem þess- ara er einn liður í þessu starfi og nú eru komin út tvö hefti um kristnifræðikennsluna. Ýmsar breytingar Hvaða breytingar hafa orðið í skólanum sem kalla á þessa kynn- ingu? — Sumar eiga sér faglegar for- sendur, menn álíta að viðkomandi greinum séu gerð betri skil með nýjum hætti. Aðrar breytingar eiga sér forsendur í aukinni þekkingu á því hvemig böm læra, það er að segja uppeidis- og kennslufræðileg- ar forsendur. Þetta á hvort tveggja við um kennslu kristinna fræða. Biblíusögumar se’m kenndar hafa verið undanfama áratugi hafa þok- að fyrir nýjum kennslubókum með fjölbreyttu efni og annars konar framsetningu varðandi trú, lífsskoðun og siðgæði. Læra bömin þá ekki biblíusögur lengur? — Jú, en núna fér miklu meira fyrir útskýringum á innihaldi þeirra og merkingu. Námsefnið gerir ráð fyrir því að bömin lesi sögumar sjálf í Nýja testamentinu ef þau hafa getu til þess. Einnig er í kennsluleiðbeiningunum bent á bækur með endursögðum biblíusög- um. Áður en bömin verða læs er lögð áhersla á endursögn kennarans eða lestur biblíusagna fyrir bömin. Þá má nefna að Gídeonfélagar út- hluta nú Nýja testamentinu til allra 10 ára bama, það er ári fyrr en gert var áður. Af þessu sjá menn að bömin læra vissulega biblíusög- umar. • Með þessum foreldraheftum gefst foreldrum gott tækifæri til að kynna sér tilgang og markmið kristnifræðikennslunnar, námsefni, kennsluaðferðir, fjölda kennslu- stunda og hvert hlutverk skólinn ætlar kennaranum í þessu starfí. Ingólfur Guðmundsson námstjóri hefur að undanfomu kynnt for- eldraheftin í skólum og víðar: — Þegar ég vissi að þessi hefti vom í undirbúningi lagði ég mikla áherslu á að Námsgagnastofnun gæfi þau út hið fyrsta og annað efni í kristnifræði bíður um sinn. Nú þegar er byijað að kynna þau í skólunum. Ég hef gert það á fund- um með skólastjórum og kennurum og þar hefur fræðslustjórinn í Reykjavík einnig átt hlut að máli. Á næstunni er einnig ráðgerður fundur með samtökum foreldrafé- laga í skólum í Reykjavík. Hug- mynd okkar er sú að skólamir komi sér upp bekkjarsettum. Þá gætu foreldrar fengið heftin lánuð og ef til vill fjallað um þau á foreldrafund- um. Þá hef ég einnig kynnt heftin nokkuð fyrir kirkjufólki, síðast á fundi með próföstum. Það er nauð- synlegt að kirkjan viti hvað skólinn gerir á hveijum tíma í kristnifræði- kennslu og mikilvægt að söfnuður- inn styðji skólann og styrki eftir því sem hægt er í starfi sínu meðal bamanna. Kirkjuþing samþykkti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.