Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 SPJALLAÐ VIÐ CARL MÖLLER JASSPÍANISTA VIÐTAL: HELGI ÞÓR INGASON aðhafa Hljómsveitin Fimm í fullu fjöri. Frá vinstri: Örn Armannsson, Alfreð Alfreðsson, Kjartan Norðfjörð, Guðlaugnr Auðunsson, Carl Möller og Guðjón Margeirsson. Lúdó sextett. F.v. Björn Gunnarsson, Stefán Jónsson, Baldur Arngrímsson, Þorleifur Gislason, Carl Möller, Hans Jensson og Gunnar Bernburg. m&rnsm „Ég hlustaði grimmt á Errol Gardner og Oscar Peterson." Morgunblaðið/Þorkell SKJPTIA BASUNU Einn af þekktustu jasspíanist um á íslandi er Carl Möller. Um árabil hefur hann leikið jass með íslenskum og erlendum hljómlistarmönnum og á síðustu árum hefur hann miðlað upprennandi jasspíanistum af þekkingu sinni, í Tónlistarskóla FÍH. Eins og aðrir atvinnutónlistarmenn hefur Carl nóg á sinni könnu en var samt tilbúinn að spjalla við blaðamann um feril sinn í tónlistinni. Laus tími til viðtalsins fannst síðdegis á mánudegi og í vorlegu veðri og rakri sunnangolu ók blaðamaður sem leið lá út á Álftanes þar sem Carl býr ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Magnúsdóttur og þremur heimilishundum. Eg var átta ára þegar ég byrjaði að læra á hljóð- færi enda ólst ég upp á talsverðu tónlistarheim- ili. Pabbi minn, Tage Möller, spilaði í hljómsveit í Iðnó og Þórskaffí og tónlistin var mjög nálæg mér þegar ég var lítill. Ég var sendur til Sigursveins D. Kristinssonar og hjá honum var ég einn vetur. Þar stóð til að ég lærði á blokkflautu og syngi í bamakór en ég þvertók fyrir allt slíkt því ég vildi strax byrja að læra á píanó. Blokkflautan átti reyndar eftir að koma inn í líf mitt seinna, en þama hafði ég mitt fram. Ég fór beint í píanótíma til Sigur- sveins og ég man að ég var mjög latur við að æfa mig þennan vetur. Svo fór ég til Annýjar Leifs og var hjá henni nokkra vetur. Hún var mjög góður kennari. Ég lærði einn- ig hjá Ásgeiri Beinteinssyni og Carli Billich um tíma. Sextán ára gamall byijaði ég svo í rokkhljómsveit og eftir það þýddi ekkert að tala um skóla við mig né heldur um nokkuð annað af viti! Fyrsta unglingahljóm- sveitin á íslandi Fyrsta rokkhljómsveitin sem ég lék með var jafnframt fyrsta ungl- ingahljómsveitin á íslandi. Hún hét því frumlega nafni „Fimm í fullu flöri". Margir komu við sögu í þess- ari hljómsveit. Upphaflega voru Örn Ármannsson á gítar, Einar Blandon á trommur, Guðbergur Auðunsson sem söng, Þorsteinn kjúklingabóndi á kontrabassa, ásamt mér á píanó. Síðar heltust einhveijir úr lestinni og aðrir komu í staðinn m.a. Siggi Johnny sem söng, Gunnar Pálsson á bassa, Alfreð Alfreðsson á tromm- ur, Kjartan Norðfjörð á víbrafón. Guðjón Margeirsson á bassa og Bjöm Bjömsson á trommur. Björr var aðeins 15 ára gamall og hanr kom alltaf hjólandi á böll. Flestii vomm við 17 ára gamlir og sum- arið eftir stofnun hljómsveitarinnai lékum við fyrir dansi í Silfurtungl- inu á hveiju kvöldi. Silfurtunglié var skemmtistaður á lofti gamla Austurbæjarbíós og þessir ungl- ingadansleikir fóru mjög friðsam- lega fram. Drykkjuskapur á ungl- ingunum var til dæmis alveg óþekktur. Hljómsveitin Fimm í fullu fjöri lifði frá vori fram á haust. Þá kom fram á sjónarsviðið hljómsveitin Plútó og hún ruddi okkur úr vegi. Ég held að unglingunum hafi þótt við vera orðnir of fágaðir í spila- mennskunni. Við reyndum að stæla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.