Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.04.1988, Qupperneq 33
8861 JÍÍPIA .71 HUOACIimWJg .OIOAJaMUOHOM - MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988 33 I KK-sextett og einhverjum hefur senniíega fundist við vera orðnir of jassaðir. Eftir að Fimm í fullu ijöri leið undir lok stofnuðum við hljómsveit sem hét Diskó sextett. Nafnið var ekki tilkomið vegna þess að við spiluðum diskótónlist, enda var hún ekki til á þeim tíma. Ég fann nafn- ið í vörulista í hljóðfærabúð og stal listanum til að við gætum notað merkið í auglýsingar. Diskó sextett lifði í eitt og hálft ár og hann var að mestu skipaður sömu mönnum og þeim sem léku með Fimm í fullu fjöri. Árið 1963 varð talsverð breyting hjá mér í tónlistinni. Þá byijaði ég í hljómsveit Hauks Morthens og þar þurfti ég að læra að spila útsetning- ar. Við lékum jassaða dægurlaga- músík sem var útsett af Ólafi Gauk og Jóni Sigurðssyni. Ég þurfti að læra að spila bókstafahljóma og það var dálítið erfitt til að byija með en vandist fljótt. Síðar lá leiðin í hljómsveit Finns Eydal þar sem ég var einn vetur. Ég var einnig með Lúdó sextett um tíma og Ólafi Gauk. Svo gekk ég til liðs við Sumargleðina 1979 og var með í henni þar til hún lagðist í dvala 1986. Byijaði snemma að spá í jass Strax og ég byrjaði í hljómsveit fór ég að spá í jass. Jón bróðir minn, sem er eldri en ég, var farinn að spila jass á undan mér og hann umgekkst mikið jassáhugafólk. Ég smitaðist því fljótt af jassáhuga hjá honum og vinum hans. Ég hlustaði grimmt á Errol Gardner og Oscar Peterson og síðar á Victor Feldman sem spilaði á víbrafón og píanó. Eftirlætis saxa- fónleikarinn minn var og er Julian „Cannonball" Adderley og hann lék með bróður sínum Nat og Victor Feldman í hljómsveit sem ég hlust- aði mikið á. Það var mikið talað um að banda- ríski jassinn skiptist í tvennt. Ann- ars vegar var „West eoast jass“. Hann var leikinn á vesturströndinni og undir hann flokkuðust menn eins og Chet Baker, Shelly Manne og Gerry Mulligan. Mér þótti þessi stefna í jassi mun skipulegri og lagrænni en hin stefnan sem kallað- ist „East coast jass.“ John Coltrane var frá austurströndinni og hann hefur aldrei höfðað til mín. Annars er ég eiginlega nýbyijað- ur að hlusta á tónlist fyrir alvöru eftir langt hlé. Það kom mjög langt tímabil hjá mér þar sem ég hrein- lega þoldi ekki að hlusta á tónlist. Ég veit ekki af hveiju þetta staf- aði; ef til vill tengdust einhveijar óþægilegar minningar því að hlusta á plötur. Á þeim tíma þegar ég var að byija að spila jass voru haldnir jass- tónleikar á laugardagseftirmiðdög- um í Storkklúbbnum sem seinna varð þekktur undir nafninu Glaum- bær. Tímasetning tónleikanna var afleit því flestir sem fram komu í Storkklúbbnum á laugardegi þurftu að spila á balli um kvöldið. Jasstón- leikamir voru því fluttir yfir á mánudagskvöld og voru nú haldnir á veitingastað sem hét Tjamar- kaffí. Aðalhvatamaðurinn að þessu var Þráinn Kristjánsson þjónn og hann stóð einnig fyrir því að fá hingað ýmsa erlenda tónlistarmenn eins og Art Farmer og fleiri. Marg- ir komu fram í Tjarnarkaffi sem síðar urðu þekktir jassleikarar. Þama léku til dæmis Öm Ármanns- son, einn fremsti jassgítaristi lands- ins fyrr og síðar, og Guðmundur Steingrímsson trommari. Einnig Gunnar Ormslev saxafónleikari, Jón Páll gítarleikari, Rúnar Georgsson saxafónleikari, Alfreð Alfreðsson trommari, Pétur Östlund trommari, Viðar Alfreðsson trompetleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Arni Scheving víbrafónleikari. Á þessum tíma var hvergi hægt að læra að spila jass. Besti skólinn var að hafa klassíska undirstöðu, hlusta mikið á jass og vona að neist- inn kviknaði. Þetta gildir enn í dag. Hjá'sumum kviknar neistinn tiltölu- lega fljótt en aðrir sjá aldrei ljós. Skipti á básúnu og skellinöðru Langaði þig aldrei að læra á önnur hljóðfæri en pianó? Jú, ég hafði mikinn áhuga á bás- únuleik. Þegar ég var tólf ára fékk ég dýra Conn-básúnu og hóf nám hjá Birni R. Einarssyni. Þetta nám mitt varð nú aldrei lengra en tveir tímar því ég nennti ekkert að æfa mig. Ég skipti því á básúnunni minni og skellinöðru sem bróðir minn átti. Björn R. sagði mér síðar að mesta framförin í mínu básúnu- námi hefði verið þegar hægri hand- leggurinn á mér lengdist svo að ég náði niður á C! Ég var á sama aldri þegar ég fékk áhuga á harmonikkuleik. Ég varð mér úti um harmonikku og hélt mikla harmonikkutónleika í þurrkherberginu á Skúlagötu 52 við mikinn fögnuð yngri íbúa hverfís- ins. Ég lærði samt aldrei að spila á nikku. Síðast en ekki síst fékk ég inn- göngu í Lúðrasveit verkalýðsins og átti að spila á tenórhom þar. Lúðra- sveitin lánaði mér homið en ég varð að æfa mig heima við lítinn fögnuð heimilismanna. Einhvem tíma þegar ég kom heim var pabbi búinn að skila hominu og það vom endalokin á ferli mínum hjá Lúðra- sveit verkalýðsins. Ég var svo orðinn fertugur þegar ég lærði á blokkflautu í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Við vomm 10 saman í blokkflaututíma í senn og það vom ekki alltaf falleg hljóð sem við gáf- um frá okkur. Eg var stundum að hugsa um að gangandi vegfarendur sem leið áttu hjá og litu inn um gluggann til okkar hlytu að álíta okkur eitthvað skrítin. Á skólabekk á ný Ég settist á skólabekk á ný árið 1979 í Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Ég var búinn að vera á leiðinni í þenn- an skóla í mörg ár en hafði aldrei komið því í verk. Mér þótti ekkert spennandi að fara í skóla eftir öll þessi ár en ég varð að horfa til framtíðarinnar og vissi að ég væri miklu betur settur með einhveija menntun. Það átti að skila umsókninni í póstkassa við skólann fyrir klukkan 17 einhvern tiltekinn dag. Ég kom með umsóknina rétt fyrir klukkan 17 og vonaði eiginlega að þessi póstkassi væri aldrei tæmdur. Kass- inn var nú samt tæmdur og ég var sendur í inntökupróf. Utkoman úr því var þannig að Jón Norðdal skólastjóri hringdi í mig og sagðist ekkert skilja í prófúrlausninni minni. Almenn þekking væri nánast engin en það sem viðkæmi tónlist væri í lagi. „Hefurðu alltaf verið svona vitlaus?" sagði hann við mig í símann. Ég hóf nám við Tónlistarskólann og það var virkilega erfitt fyrir mig. Flestir nemendumir voru ungt fólk, nýútskrifað úr menntaskólum og í fínu formi til að læra en ég hafði ekki litið í námsbók í mörg ár. Allir tóku mér ákaflega vel, jafnt Jón Norðdal og kennaramir sem nemendurnir, og ég lauk námi á réttum tíma. í dag starfa ég sem tónmennta- kennari við Fellaskóla. Þar kenni ég sex til ellefu ára bömum og það er æði misjafnt hvemig sú kennsla gengur. Sumir dagar eru frábærir en aðrir dagar ægilegir. Svo kenni ég á orgel og hljómborð við Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar auk þess sem ég kenni á píanó við Jassdeild Tón- listarskóla FÍH. Almennur áhugi á jassi Það er mikill og almennur áhugi á jassi meðal ungs fólks í dag og ásóknin í Jassdeild Tónlistarskóla FÍH er mikil. Það eru reyndar fleiri en jassáhugamenn sem fara í jass- deildina, því þeir sem áhuga hafa á poppi velja hana fremur en þá klassísku. Við eigum helling af mjög efni- legum jassleikumm og í jassdeild- inni er mannskapur til að fylla tvær eða fleiri stórsveitir og flestir nem- endanna geta lesið næstum allar nótur. Ég held að það sé nóg um tækifæri fyrir þetta fólk til að koma fram opinberlega ef það hefur áhuga á. Til dæmis em reglulega haldin jasskvöld í Heita pottinum í Fischersundi. I dag ríkja líka allt önnur viðhorf meðal tónlistarmanna og til þeirra heldur en var er ég var að koma fram í fyrsta sinn. Þá rann vinnan alltof oft saman við skemmtun en í dag em mun skarpari skil þar á milli. Til dæmis þótti ekkert tiltöku- mál að heilu hljómsveitimar léku undir áhrifum áfengis og það þótti jafnvel tilheyra. Þetta heyrir sög- unni til og í dag bera menn miklu meiri virðingu fyrir starfinu. Hljómsveit Ólafs Gauks. F.v. Ólafur Gaukur, Páll Valgeirsson, Carl Möller, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Andrés Ingólfsson og Svanhildur Jakobsdóttir. Hljómsveitin Diskó sextett á sviðinu í Iðnó. Frá vinstri: Kjartan Norðfjörð, Harald G. Haralds, Björn Björnsson, Guðjón Margeirs- son, Bertram Möller og Carl Möller. ALHLIÐA SNYRTIÞJÓNUSTA Bjóðum upp á andlitsböð, litan- ir, húðhreinsun, vaxmeðferð, handsnyrtingu og make-up. NNFÖRÐUNARNÁMSKEIÐIN Vegna mikilla vinsælda mun ég bæta við nokkrum námskeiðum í maí. Hring- ið strax í síma 19660. Krlstín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarfræðlngur. Snyrtistofan NN FOTAAÐGERÐIR Nú bjóðum við einttig upp á fóta- aðgerðir. Ath. Tímarfyllast fljótt, pantið tímanlega ísíma 19660. AuðurRós Ingvadóttir, fótaaðgerða fræðingur. Snyrtistofan NN Kristin Friðriksdóttir, GERVl- NEGLUR Nýjung sem skemmir ekki þínar eigin neglur, styrking og við- gerðir. Tryggið ykkur tíma í síma förðunarfræð ingur. 19660. Snyrtistofan NN Laugavegi 27 - Sími 19660 miðasala í HÓTEL ÍS- landi í DAG í síma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.