Morgunblaðið - 17.04.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1988
37
Dr. Thomas West í ræðustól. Dr. Thomas West, yfirlæknir St.
Christopher’s Hospice í London.
eða líkamlega. Til allrar hamingju
eru aðeins um 30% krabbameins-
sjúklinga með verki, sem erfítt er
að lina og það eru þeir, sem þurfa
virkilega á okkar ummönnun að
halda. Síðan rekum við einnig
Hospice-heimahjúkrun, svipað
þeirri sem Krabbameinsfélagið hér
á íslandi er með. Þeir sjúklingar,
sem njóta þeirrar hjúkrunar eru
heimsóttir nokkrum sinnum í viku
af lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Auk þess geta þeir hringt hvenær
sem er sólarhringsins og við send-
um samstundis einhvern til þeirra.
Ef ótti, einmannaleiki eða annar
sársauki gerir skyndilega vart við
sig — þá erum við skammt und-
an,“ bætti hann við. „Það skiptir
svo miklu máli að fólk viti að það
er ekki eitt. Reyndin er hinsvegar
sú að sjúklingar hringja örsjaldan
að nóttu til, nema þá kannski til
að sannfæra sjálfa sig um að það
sé einhver til taks, ef skyndilega
þyrfti á að halda."
Nú hlýtur þetta að vera ótrúlega
krefjandi starf — er ekki hætt við
að starfsfólkið endist stutt, verði
andlega örmagna. „Það er alltaf
ákveðin hætta á að hjúkrunarfólkið
taki of mikið af reynslu og þjáning-
um sjúklinganna á sínar eigin herð-
ar,“ samþykkti dr. West. „Þess
vegna höldum við starfsmannafund
í hverri viku, þar sem við skipt-
umst á skoðunum og deilum
reynslu okkar, vonum og vonbrigð-
um með samstarfsfólki okkar. Við
reynum líka að fylgjast hvert með
öðru og taka í taumana, um leið
og við verðum vör við að einhver
er að axla meiri ábyrgð en hann
ræður við. Þetta er eitt af fáum
störfum, sem nauðsynlegt er að
vinna í hópvinnu. Þetta er einfald-
lega allt of erfítt og sársaukafullt
starf til að hægt sé að sinna því
einn og óstuddur," sagði hann. „Ef
rétt er hinsvegar að málum staðið
getur hjúkrunarfólkið enst í þessu
árum, ef ekki áratugum, saman.
Þessu til sönnunar get ég nefnt að
það eru 15 ár sfðan ég tók þá
ákvörðun að nota seinni hluta starf-
sævi minnar í að hlynna að dauð-
vona fólki. Þá hafði ég verið starf-
andi læknir í Afríku í 12 ár, þar
sem ég kynntist dauðanum í sinni
ömurlegustu mynd. Nú er ég búinn
að starfa á St. Christopher’s
Hospice í 15 ár — og fínnst ég
geta haldið áfram í önnur 15.“
Fyrirgefðu — þúsund þakk-
ir — farðu í friði
„Veistu hvað það er sem gefur
okkur, starfsfólkinu á St. Christop-
her’s, mest?“ spurði dr. West allt
í einu upp úr eins manns hljóði,
en áður en mér tókst að svara,
hélt hann áfram; „Það fylgir því
ólýsanleg gleði að sjá sundraðar
fjölskyldur sameinast á ný — fólk
sem er til vill hefur ekki talast við
í fleiri ár, en stendur svo saman í
sorginni. í flestum fjölskyldum fyr-
irfínnast einhver bil sem þarf að
brúa, gömul mál, sem gera þarf
upp. Sumum sjúklingum tekst að
nota tímann vel, sættast við sig og
sína — og það er alveg stórkostlegt
að verða vitni að þess háttar upp-
gjöri. Það kemur í veg fyrir alls
konar sálarstríð og flækjur sem svo
oft fylgja söknuði og sorg. Félagsr-
áðgjafar okkar reyna líka eftir
fremsta megni að fá ættmennin til
að opna sig, biðjast fyrirgefningar
og tjá tilfínningar sínar. Það er
nauðsynlegt til að komast hjá sam-
viskubit og sektarkennd síðar,“
sagði hann. „Það kostar kjark að
segja: „Fyrirgefðu — þúsund þakk-
ir — og farðu í friði“ — en það
hugrekki margborgar sig, þegar til
lengri tíma er litið. Stolt, ef stolt
skyldi kalla, á ekki að fá að standa
í veginum fyrir sættum á slíkum
stundum — bætti hann við og lagði
áherslu á hvert orð. „Eftir andlát
sjúklingsins reynum við, sem störf-
um á Hospice-heimilum, að ráða
af viðbrögðum og hegðun ættingj-
anna, hvort þeir þurfí á frekari
aðstoð að halda. Við gerum þeim
ljóst að líði þeim illa, þá erum við
boðin og búin til að hlusta og reyna
að létta undir með þeim, eftir því
sem okkur frekast er unnt. Sumar
fjölskyldur þiggja þetta með þökk-
um, koma kannski nokkrum sinn-
um til okkar og tala um dauðann
almennt. Það er umræðuefni, sem
menn fítja ekki upp á við hvern sem
er. Sorg sína bera menn heldur
ekki á torg — það er enn ein ein-
kennilega óskráða reglan, sem
haldin er í heiðri I hinum vestræna
heimi" sagði dr. Thomas West.
Þegar hann kvaddi mig, læknir-
inn, sem fyrir 15 árum ákvað að
reyna umfram allt að líkna þeim
sem þjást sagði hann: „Sorgin er
alltaf erfíð viðureignar og þegar
hún bankar upp á hjá vinum eða
vandamönnum verðum við hálf-
ráðvillt. Hvemig eigum við að
bregðast við? Hvað eigum við að
segja við aðstandendur þess látna?
Mitt svar er þetta: Segðu ekkert —
það er ekkert að segja. Faðmaðu
syrgjendurna að þér og vertu til
taks, ef þeir skyldu þurfa á þér að
halda. Reynslan hefur kennt mér
að syrgjendur þurfa á vinum að
halda 4—6 vikum eftir að jarðsett
hefur verið. Jól og páskar eru einn-
ig viðkvæmur tími svo og þegar
ár er liðið frá andlátinu. Viljirðu
reynast vinur í raun — læturðu i
þér heyra þá,“ sagði hann og
kvaddi mig með hlýlegu handa-
bandi.
Texti: Inger Anna Aikman
Ljósmyndir: Bjami Eiríksson
I
Ótroðnar slóðir
i StiIAsíu ■
* IKR 125.780,- 15 vikur.
London - Kathmandu
Kashmir og
Ladakh
* IKR 41.120,-3 vikur.
Frá Srinagar
Fjöll og fljót
* IKR 35.300,- 3 vikur.
Fjallgöngur og
gúmmíbátaferð
Tíbet
- leiðin til Lhasa
* IKR 48.080,- 2 vikur.
Frá Kathmandu
Nepal, Ganges
og Rajastanll
' IKR 33.800,- 24 dagar.
Kathmandu - Bombay
Góaog
Suðurindland
* IKR 33.450,- 24 dagar.
Bombay - Madras
Matur og gisting er
innifalið í verði.
* M.v. gengi 20. feb. '88.
FERÐA
SKRIFSTOFA
STUDENTA
Hringbraut. síml 16850
- fyrir allt ungt fólkl
CHANEL
PARIS
GuðmundurBarker,
ráðgjafi hjá
CHANEL, kynnirCHANEL
snyrtivörur í verzluninni á
mánudag, þriðjudag og
miðvikudag, frá kl. 1-6.
Kynning á frönskum hefðum við | ARINBYGGINGAR
H|jö| 1 í iSp
/ mmmmmmmmmmmmkéáammámmmmmmbmmmmUéMMUIéMmmmmmM Nú loksins hér á landi ELDFASTAR FLÍSAR IRINBÖK OG HUNDAR TILBÚNIR ARNAR
Opið laugardag og sunnudag til kl. 17.00.
i©BÚÐIN ÁRMÚLA 17
V Amar & to s,mi 84685
Úrvals borðsilfur, glæsileg gjöf.
Upplýsirigar í síma 671903.
Mánudag 18.04. kl. 18-23.