Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 16

Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 16
16 töfií ÍKUÍ, .9 HITOACTlTTMVr^ GfOA.TfCVfTTTYSTOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 GOODYEAR GRAND PRIX S ÖRYGGI HEIM í RIGNINGU Leiðin heim. Þú ert þaulkunnugur. Hérekur þú næstum daglega. Sömu leið. Foráttu slagveður. Afleitt skyggni. Þú ert við öllu búinn. Votur og háll vegur. Goodyear Grand Prix S örugg rásfesta á akbrautinni jafnvel ( skýfalli. Öryggi. Alla leið heim. Goodyear Grand Prix S. A GOODYEAR KEMST ÉG HEIM Grand Prix S er með breiöum sóla. Einstakt munstur, sem leiðir burt vatn og gefur betra grip á votum vegi. ÉG KEMST HEIM Á |$1 GOOD&YEAR 0 HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Gott er á vor- in í Danmörku - segir Brynjólfur Bjarnason fyrr- um ráðherra sem nýlega fagnaði níræðisafmæli og 70 ára stúdentsaf mæli við Hróarskeldu ^ Jónshúsi, Kaupmannahðfn. Á FÖGRUM vordegi hélt Brynj- olfur Bjarnason rithöfundur og fv. alþingismaður og ráðherra niræðisafmæli sitt hátíðlegt á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar í Komerup þjá Hróars- keldu. Minnist hinn aldni stjórn- máiaforingi raunar fleiri stóraf- mæla um þessar mundir og átti fréttaritari afmæiisspjall við hann af því tilefni. Brynjólfur Bjamason er fæddur 26. maí 1898 á Hæli í Gnúpverja- hreppi, en þar var Guðný móðir hans alin upp hjá móðursystur sinni, er faðir hennar, Guðni Magnússon, drukknaði áður en hún fæddist. Faðir Brynjólfs var Bjami Stefáns- son, Ámesingur, og bjuggu þau hjónin á þremur bæjum í Flóa: Neistastöðum, Ölvesholti og Eyði- Sandvík. Guðný var Rangæingur, af ætt „Staðarbræðra og Skarðs- systra", sem Óskar Einarsson segir frá í Niðjatali, kennd við Breiðabóls- stað í Fljótshlíð og Skarð á Landi. Var Brynjólfur skírður eftir afa- bróður sínum, sem var skipstimbur- maður í Ameríku. Séra Torfi Jóns- son á Breiðabólsstað var faðir Stað- arbræðra og er séra Magnús í Ey- vindarhólum, sonur hans, langafi Brynjólfs ráðherra. Margs minnist Brynjólfur frá skóla- og stúdentsárunum, þótt fátt eitt verði nefnt hér. Það var löng gönguleið milli Ölvesholts og Reykjavíkurskóla. Fyrir kom, að gist var á Kolviðarhóli, en oftar gengið alla leið í einum áfanga, stundum í hópi góðra félaga og létt- ust var gangan í rifahjami. Hellis- heiði var vel vörðuð á þeirri tíð, en Bretar rifu vörðumar á hemámsár- unum. Feginsamlega rifjar sjötugur stúdentinn upp atvikið, þegar kom- ið var með tvo til reiðar á móti þreyttum skólapilti í kafaldsbyl. „Mér var ávallt síðar svo hlýtt til gamla kunningja okkar." Nú er Brynjólfur Bjamason einn eftir af hópnum, sem brautskráðist fyrir 70 árum og saknar hann síðasta félagans, sem er nýlátinn, en það var Dýrleif Ámadóttir frá Skútustöðum. Tvær stúlkur voru í bekknum, sem var mjög óvenjulegt. Hin var Guðrún Ottósdóttir Tulinius frá Akureyri. Utanbæjarstúdent- amir voru oftast eldri en Reykvík- ingamir og aldursforseti beklqar- ins, Brynleifur Tobíasson, varð 28 ára stúdentsvorið, en Brynjólfur átti þá tvítugsafmæli. Fimm stúdentar frá 1918 urðu alþingismenn, en það voru Pálmi Hannesson rektor, Stefán Jóh. Stef- ánsson ráðherra, Stefán Stefánsson í Fagraskógi og séra Sveinbjöm Högnason auk Brynjólfs, sem sat á Alþingi í 19 ár, 1937 til 1956, og var menntamálaráðherra 1944 til 1947. Margir úr stúdentshópnum héldu til náms í Hafnarháskóla. Brynjólf- ur, sem lagði stund á líffræði, og séra Sveinbjöm voru svo heppnir að vera dregnir úr hópi þeirra, er ákveðið var um Garðsstyrk og dvöl á Regensen. Vom þeir síðustu ís- lendingamir, sem nutu hins gamal- gróna 4ra ára styrks, en Brynjólfur þó hálfu ári betur, er honum seink- aði í námi vegna veikinda. „Það var forsjónin með í spilinu, því að ég hefði ekki getað kostað mig öll ár- in,“ segir Brynjólfur. Oft var glatt á hjalla á Garði og geysilega gest- kvæmt á herbergjum þeirra Svein- bjöms, en hin urðu að leigja sér úti í bæ. Brynjólfur varð cand. phil. 1919, þótt gestakomur og fjörugar rökræður drægju nokkuð úr lestri. Evrópa var öll í upplausn, spennan mikil og sífellt verið að diskútera byltingar og átök. Daglegir gestir Brynjólfs voru Pálmi Hannesson, Einar Ól. Sveinsson og Jón Thor- oddsen, sem var á undan sinni samtíð og orti öðruvísi en þá var gert. SÍNE: Kynningarrít um nám erlendis SAMBAND íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE) hefur gefið út bókina „Nám erlendis“ þeim til aðstoðar, sem hyggja á nám utan íslands. Um þessar mundir stunda hátt á þriðja þúsund íslenskra námsmanna nám erlendis og leita fjölmargir þeirra til skrifstofu SÍNE á ári hveiju. í bókinni em upplýsingar um umsóknarmáta, umsóknar- fresti, inntökuskilyrði, skólagjöld og ýmsar félagslegar aðstæður í þeim löndum, sem íslenskir náms- menn hafa einkum sótt til. Bókin er 96 blaðsíður og er prent- uð hjá Borgarprenti. Hún er til sölu hjá Bóksölu stúdenta, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bóka- verslun Snæbjamar og hjá Máli og Menningu. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.