Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
FORSETAKOSNINGAR í B AND ARÍK JUNUM
Undirbúningur fyrir
flokksþingin að hefjast
- Dukakis öruggur með útnefningu
Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍTIL spenna rikti i forkosningum demókrata í Kalifomíu á þriðjudag-
inn þar sem fullvist var talið að Michael Dukakis myndi tryggja sér
útnefningu flokks síns, með því að vinna nógu marga fulltrúa á flokks-
þingið i júii. Sú varð líka raunin. Áður var talið að niðurstaðan í Kali-
fomiu gœti ráðið úrslitum um hver yrði frambjóðandi flokksins i for-
setakosningunum i nóvember. Kalifomía er fjðlmennasta ríki Banda-
ríkjanna og geta þvi atkvæði þaðan riðið baggamuninn verði kosning-
arnar i haust mjög jafnar.
Kalifomía hefur verið talin höf-
uðvígi repúblikana og enginn demó-
krataframbjóðandi hefur náð meiri-
hluta atkvæða þar siðan 1962.
Líklegt er því að báðir forsetafram-
bjóðendur leggi mikið upp úr því að
ná vinsældum í Kalifomíu.
Jesse Jackson lagði mikið fé í
kosningabaráttu sfna i Kalifomíu,
eða þrisvar sinnum meira en Dukak-
is gerði. Árangurinn varð þó ekki
eftir þvi. Hann telur sig þó koma
sterklega til greina sem varaforseta-
efhi Dukakis á grundvelli þeirra at-
kvæða sem hann færir flokknum.
Nokkrir sérfræðingar telja að Jack-
son geti orðið dragbítur á fylgi
flokksins verði hann varaforsetaefni.
Viðburðarík flokksþing
Flokksþing demókrata verður i
borginni Atlanta 18. - 21. júlí. Full-
trúar á þinginu verða 4161. Öllu
færri fulltrúar, eða 2271 sækja
flokksþing repúblikana sem haldið
verður í New Orleans dagana 15. -
18. ágúst.
Skipulag bandarískra stjómmála-
flokka er ólíkt því sem tíðkast í öðr-
um lýðræðisríkjum. Umrædd flokks-
þing em þau einu sem haldin eru.
Þeirra hlutverk er að velja forseta-
frambjóðanda og varaforsetaefni auk
þess sem þau þurfa að samþykkja
stefnuskrá flokksins en hana mun
forsetaframbjóðandinn hafa að Ieið-
arljósi. Lítill munur er á flokkunum
tveimur og minni en sjá má á ýmsum
einstaklingum sem þó telja sig til
sama flokks. Sem dæmi má nefna
að Reagan Bandaríkjaforseti taldi sig
lengi til demókrataflokksins. Ekkert
tiltökumál þykir heldur að skipta um
flokk. Forsetaframbjóðendumir deila
nú um hvor þeirra sé meiri íhalds-
maður. Dukakis nýtur þess að Jack-
son var mun fijálslyndari í skoðunum
en hann en Bush ætlar sér að sýna
fram á að Dukakis sé alls ekki eins
íhaldsamur og hann þykist vera,
heldur mjög öjálslyndur. En þótt
svona lítill stefnumunur sé á flokkun-
um þá er baráttan þeirra á milli hörð
og mikill viðbúnaður í kring um
flokksþingin. Fánalitir Banda-
ríkjanna, rautt, blátt og hvítt,
skreyta samkundumar og hvor
flokkur um sig hefur sitt tákn. Demó-
kratamir hafa asna og repúblikanar
fíl.
Dagskrá þinganna
Á fyrsta degi koma þingfulltrúar
saman í einum sal og fylkja sér und-
ir merki síns ríkis. Margir klæðast
fánalitunum. Áhorfendur sitja á sér-
stökum pöllum og sjónvarpsstöðv-
amar hafa mikinri viðbúnað. Þá
stígur ræðumaður í pontu en hans
hlutverk er að hvelja flokksmenn til
dáða og fordæma athafnir andstöðu-
flokksins. Áhersla er lögð á að efla
samheldni og baráttuhug flokks-
manna fram að kosningum.
Kjörbréfanefnd tekur til starfa á
öðrum degi þingsins. Hún gengur
úr skugga um að fulltrúar séu rétt
kjömir og sker úr öllum deilumálum.
Oft hafa orðið harðar deilur um
hvemig atkvæði ríkja hafa fallið.
Þegar Igorbréfanefnd hefur lokið
störfum snúa þingfulltrúar sér að því
að semja stefnuskrá flokksins. Vinna
við hana hefur þó í raun hafíst nokkr-
um mánuðum fyrir þingið. Átök eru
oft um ákveðin mál og orðalag
stefnuskrárinnar. Samþykki meiri-
hluta þingfulltrúa þarf til að stefnu-
skráin öðlist gildi.
Forsetaframbjóðandinn er ekki
valinn fyrr en á þriðja degi þingsins.
Hann verður að njóta stuðnings
meirihluta þingfulltrúa. Við kjör hans
DEMÓKRATAR REPÚBLIKANAR
/ /Duk- (akis ÉjH jjlgk Sm ha ^ÓháðiT/
— Aörir
Frambjófiandi Fulltrúar
Dukakis 2.139
Jackson 1.065
Gore 304
ÉlöHitl 142
Aörir 7
óháöir 351
Til útnefningar þarf: 2.081 Þegar eru kjðrnir: 4.009 Eftir á aö kjósa: 152
Demókratareigaeftiraövelja149 landsf undarf ulitrúa f þeim prófkjör- um og f lokksþingum, sem eftir eru.
Landsfundur demókrata verfiur haldinn
dagana 18.-21. júll I Atlanta I Georglu.
er viðhaft nafnakall. Flutt er lofræða
um forsetaffambjóðandann án þess
að nafn hans sé nefnt fyrr en í lok
hennar. Þegar það er gert bijótast
út mikil fagnaðarlæti sem þó era
fyrst og fremst sviðsett vegna sjón-
varpsmyndavélanna en milljónir
manna fylgjast með útnefningunni í
sjónvarpi. Þegar látunum linnir
greiðir hvert ríki fyrir sig atkvæði.
Atkvæði þess geta fallið öll á einn
frambjóðanda en þeim má líka skipta
á milli þeirra. Það er svo ekki fyrr
en endanlega er ljóst hver hlaut
meirihluta atkvæða að forsetafram-
bjóðandi flokksins stígur fram í
sviðsljósið.
Á síðasta degi þingsins er varafor-
Frambjóöandi Fulltrúar
Bush 1.717
Roborlson 47
Aðrir 36
Óháöir 249
Til útnefningar þarf: 1.139
Þegar eru kjörnir: 2.049
Éftir á a6 kjósa: 228
Repúblikanareigaeftiraóvelja222
landsf undarfulltrúa f þeim prófkjör-
um og flokksþingum, sem eftireru.
Landsfundur repúblikana verfiur haldinn
15.-18. ágúsl I New Orleans I Louislana.
MorgunblaCsö / AM
setaefnið valið. Vanda þarf val hans
þar sem hann gegnir mikilsverðu
hlutverki í kosningabaráttunni. Hann
sameinar kjósendur frá öllum fylkj-
um og ber smyrsl á þau sár sem
mynduðust í forkosningunum. Vara-
forseti gæti þurft að taka við emb-
ætti forseta, eins og Lyndon Johnson
og Gerald Ford gerðu á sínum tíma.
Val hans er í raun í höndum forseta-
frambjóðandans og kjör hans á
flokksþinginu er því eingöngu forms-
atriði.
Flokksþingunum lýkur með ræðu
forsetaframbjóðanda og þeir sem
biðu lægri hlut stiga fram og votta
með því frambjóðandanum hollustu
sína.
Forseti E1 Salvador liggur fyrir dauðanum:
Allt verður gert til
að viðhalda lýðræði
- segir Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta
Washington, Reuter.
MARLIN Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði í gær
að Bandaríkjastjórn hygðist
gera allt sem hún gæti til að
viðhalda stöðugleika og lýðræði
í E1 Salvador eftir að læknar
höfðu komist að þeirri niður-
stöðu að forseti landsins, Jose
Napoleon Duarte, ætti skammt
eftir ólifað vegna krabbameins.
Benjamin Interiano, einkalækn-
ir Duartes, sagði að skurðlæknar
hefðu numið brott krabbameins-
æxli úr maga forsetans í gær en
ógerlegt væri að ná æxli úr lifr-
inni. „Æxlið í liffinni heldur áfram
að vaxa og það verður hans bana-
mein,“ sagði læknirinn. „Það er
erfítt að spá, en að mínu áliti lifír
hann ekki lengur en nokkra mán-
uði.“
Eftir að Duarte var kjörinn for-
seti árið 1984 hefur ríkt nokkur
stöðugleiki í E1 Salvador en harka
hefur færst í stríðið gegn vinstri-
sinnuðum skæruliðum og fylgi
hægrisinnaðra öfgamanna hefur
aukist svo mikið að líkur eru á
að þeir beri sigur úr býtum í næstu
forsetakosningum. Marlin Fitz-
water, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, sagði að Bandaríkjastjóm
myndi reyna sitt besta til að for-
setaskipti gengju vel fyrir sig.
Ástralía:
Bam kafnaði er móðirin
sofnaði við brjóstagjöf
Adelaide, Ástraliu. Reuter.
TVEGGJA daga gamalt barn
dó_á spítala í bænum Adelaide
I Ástralíu eftir að hafa orðið
undir móður sinni, sem sofn-
aði, meðan hún var að gefa
barninu bijóst, að því er fram
kom i úrskurði dánardóm-
stjóra á þriðjudag.
Dánardómstjórinn, Les Gor-
don, sagði, að móðirin hefði ver-
ið á sterkri lyfjagjöf, sem olli
því, að hún var í hálfgerðu móki.
„Hún gerði sér enga grein fyrir,
hvað gerðist," sagði hann.
Bamið var fært móðurinni,
þar sem hún lá í ríimi sínu, eftir
miðnætti 9. október í haust og
fannst kafnað 90 mínútum síðar.
Gordon gagmýndi spítalann fyr-
ir, að ekki skyldi betur fylgst
með öryggi móður og bams.
Hann útilokaði ekki að Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti heim-
sækti Duarte þótt hann segði að
slíkt hefði ekki verið ákveðið.
Reuter
Kínverskir lögreglumenn gengu fylktu liði um Tiananmen-torg í
hjarta Peking-borgar og röðuðu sér umhverfis torgið til að koma i
veg fyrir mótmæli sem námsmenn höfðu fyrirhugað.
Kína:
Hundruð lögreglumanna
hindra mótmæli námsmanna
Peking, Hong Kong, Reuter.
HUNDRUÐ lögreglumanna lokuðu Tiananmen-torgi í Peking í gær
til að koma í veg fyrir að námsmenn gætu hópast saman til að
krefjast lýðræðis og málfrelsis. Ferðamenn sögðu í gær að kinver-
skir lögreglumenn hefðu beitt táragasi til að bæla niður mótmæli
nokkurra tibetskra munka í höfuðborg Tíbets, Lhasa, fyrr í þessum
mánuði.
Námsmenn við Peking-háskóla
höfðu fyrrirhugað að efna til óleyfí-
legrar kröfugöngu að Tiananmen-
torgi í miðbæ Peking. Lögreglu-
menn stilltu sér hins vegar upp
umhverfís torgið þannig að enginn
komst inn á það. Fáni kínverska
kommúnistaflokksins blakti yfír
mannlausu torginu, þar sem yfír-
leitt má sjá þúsundir Kínvetja á
gangi á daginn.
Tugum lögreglubíla var lagt í
grenndinni og lögreglumenn fylgd-
ust með gangandi vegfarendum í
nágrenninu. Um tuttugu náms-
menn settust þögulir niður á gang-
stétt nálægt torginu meðan aðrir
söfnuðust í hópa og ræddu stefnu
kínversku stjómarinnar. Lögreglu-
menn komu til þeirra og dreifðu
þeini, og haft er eftir Vestur-
landabúa að lögreglan hafí numið
einn námsmannanna á brott.
„Viðbúnaður lögreglunnar var
of mikill fyrir okkur," sagði einn
námsmannanna. „Við höfum ekk-
ert málfrelsi. Kommúnistaflokkur-
inn stjómar öllum blöðunum,"
sagði annar námsmaður við um
tuttugu vegfarendur, sem kinkuðu
kolli til samþykkis.
Námsmennimir sögðu að þeir
hefðu stutt umbætumar sem Deng
Xiaoping hóf árið 1978, en þær
miðuðu að því að gera pólitíska
umræðu opnari og innleiða vest-
rænar aðferðir til að blása nýju lífí
í efnahag Kínveija. Margir náms-
mannanna hafa hins vegar orðið
fyrir vonbrigðum, telja að breyt-
ingamar gangi of hægt og að of
mikil spilling sé meðal mennta-
manna.
Vestrænir ferðamenn sem voru
í höfuðborg Tíbets, Lhasa, sögðu
í gær að hundruð manna hefðu
safnast saman við Barkhor-torgið
í Lhasa 1. júní þegar sjö eða átta
tíbetskir munkar hefðu efnt til
mótmæla þar. Munkamar hefðu
hrópað á tíbetsku: „Tíbet fyrir
Tíbeta" og „Við viljum trúfrelsi og
halda okkar menningu." „Öryggis-
sveitir komu til að handtaka munk-
ana og beittu táragasi," sagði ann-
ar ferðamaðurinn. „Fólkið sem
safnast hafði saman þama fór að
taka upp gijót og var til alls iíklegt.
Lögreglunni tókst þó að nema
munkana á brott áður en til frek-
ari átaka kom,“ sagði hann meðal
annars.