Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 49 Styttan af Lárusi J. Rist í Lauga- skarði. voru reist á túninu við sundlaugina. Ekki voru veðurguðimir hliðhollir þessu landsmóti og stórrigningin á laugardeginum er áreiðanlega mörg- um minnisstæð og þá sérstaklega íþróttafólkinu sem stóðst þama óvenjulega raun. Sunnudagurinn 3. júlí rann upp bjartari en undanfamir dagar. Þá fór sundmótið fram. Ung stúlka úr Hveragerði, Gréta Jóhannesdóttir, hlaut flest stig kvenna en Sigurður Jónsson Þingeyingur varð hlutskarp- astur í karlasundunum. Sigurður kenndi um tíma sund hjá Lámsi og æfði sig jafnframt í lauginni. Hjörtur kennari bjó með Margréti konu sinni í sundlaugarhúsinu frá 1949—1955 og dóttir þeirra Ester fæddist þar 1952. Seinna fluttu þau í eigið íbúðarhús. Það vom bæði kostir og ókostir að búa svona nærri sundlauginni. Þægilegt var að fylgj- ast með sundlífinu úr stofuglugga- num en oft gat verið ónæði vegna fólks sem kom á lokunartíma og fannst þá sjálfsagt að nota laugina. Laugarsvæðið var ógirt á þessum tíma og sóttu dmkknir menn nokkuð í sund á næturþeli og stöku sinnum þurfti að bjarga þeim frá dmkknun. Sundmót Skarphéðins vom haldin árlega í Laugaskarði meðan laugin þar var eina stóra sundlaugin á Suð- urlandi. Aðalkeppnin var þá milli ungmennafélaganna í Ölfusi og Laugardal. Hjörtur fór fljótlega að æfa unglinga í sundi með tilliti til keppni og náðu margir þeirra góðum árangri og urðu framarlega á lands- mótum. í ágústmánuði 1959 var afhjúpað- ur minnisvarði um Láms J. Rist í Laugaskarði í tilefni áttræðisafmælis hans. Þetta var bijóstmynd gerð af listamanninum Ríkarði Jónssyni. Það var hátíðarblær yfir staðnum þennan dag og hundrað böm og unglingar steyptu sér til sunds í laugina. Jó- hannes úr Kötlum flutti frumsamið kvæði undir fomum hætti. Gunnar Benediktsson rithöfundur las kvæði Matthíasar Jochumssonar í tilefni af Eyjaijarðarsundinu 1907. Stefán Guðmundsson hreppstjóri sagði í ræðu sinni: „Bijóstmynd þessi á ekki aðeins að vera óbrotgjam minnis- varði um fmmheijann, heldur einnig bending til æskufólks á óleyst verk- efni og síðast en ekki síst á hann að minna á hve vilji, vit og atorka einstaklingsins fær miklu til leiðar komið ef vasklega er unnið að góðum málefnum." Að lokum þakkaði Láms fyrir sig hátt og snjallt. (Frétt úr Alþýðublaðinu 25. ág. 1959.) 1955 var byijað að grafa fyrir byggingu nýrra búningsklefa við sundlaugina en þeir gömlu sem upp- haflega vom byggðir úr timbri vom famir að láta á sjá. Á haustdögum 1963 var brotið blað í sögu laugarinnar en þá var eldri byggingin í Laugaskarði rifin niður og nýtt veglegt steinhús reis af gmnni. Fyrir framan húsið var byggð lítil setlaug og síðar var ann- arri stærri bætt við. Þegar gagnfræðastig var stofnað haustið 1965 var efri hæð sundlaug- arhússins leigð undir starfsemi Gagnfræðaskólans í Hveragerði. Skólinn var starfræktur í Lauga- skarði til ársins 1973. Engum, sem vitni varð að, mun úr minni líða afrek það sem unnið var aðfaranótt 23. jan. 1973 þegar þúsundir manna vom fluttar frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar eftir gosið mikla. Eyjabúar dreifðust um nærliggjandi byggðarlög og all- margir settust að í Hveragerði. í Laugaskarði var stofnaður skóli fyrir börn úr Vestmannaeyjum og vom þau um 70 þegar flest vom, undir handleiðslu kennara sinna. Þetta vom tápmiklir krakkar sem vom fljótir að samlagast jafnöldmm sínum í Hveragerði. Sundlífið blómstraði. Sunddeild hafði verið stofnuð 1970 á vegum Ungmennafélagsins og vom reglu- lega æfingar í lauginni. Unglingam- ir náðu góðum árangri í sundi og fóm í keppnisferðir bæði innan lands og utan. í júnímánuði 1977 var heilsurækt tekin í notkun í Laugaskarði. Öll vinna var að mestu unnin í sjálf- boðavinnu. Sundlaugargestir kunnu vel að meta þessa nýju aðstöðu sem var æfíngaherbergi, setustofa, hvíldaraðstaða, sauna, ljósböð, nudd o.fl. Hvergerðingar pöntuðu sér fasta tíma og konur úr Þorlákshöfn komu vikulega í heilsuræktina. Þrátt fyrir bætta búnings- og bað- aðstöðu í sundlaugarhúsinu var sundlaugin farin að láta á sjá. Vorið 1984 var laugin endurbætt og nýr botn steyptur í hana. Þetta gerði öll þrif á henni mun auðveldari. Sjúkraþjálfunarstöð undir stjóm Önnu K. Ottesen sjúkraþjálfara var opnuð á efri hæð sundlaugarhússins haustið 1985. Vatnsnudd kom í stærri setlaug og stórt náttúmlegt gufubað var tekið í notkun sumarið 1987. Allt þetta varð til þess að fleiri en áður sóttu sér heilsubót upp í Laugaskarð. Hjörtur Jóhannsson gegndi starfí forstöðumanns laugarinnar frá 1946 til dauðadags 1985. Þá veitti sonur hans Þorsteinn sundlauginni for- stöðu í 2 ár. Núverandi forstöðumað- ur er Sigurður Þorsteinsson. Höfundur hefur st&rfað viðsund- laugina í Laugaskarði ífjölda ára. AUMA - Auglýs & markaðsmál hl. Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel Kópal Dýrótex er hefðbundin plastmálning sem hefur dugað sérlega vel við okkar aðstæður. • Ver sig vel gegn óhreinindum. • Hleypir raka vel í gegnum sig. • Sérlega létt og auðveld í notkun. • Sé grunnað með Vatnsvara næst mun betri vatnsheldni. Vandaðu valið og veldu útimálningu við hæfi. málningr Langar þig í föt frá Armani? Hann starfar í Mílanó. Við hefjum áœtlunarflugið þangað 24. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.