Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Bakkus sækir á Jóhanna hringdi: „Það hefur mikið verið fjallað um bjórinn í vetur en til lítils gagns því nú hefur verið heimilað að flytja þennan skaðvald inn í landið. En bjórmálið hefur einnig dregið athyglina frá óheillavæn- legri þróun sem orðið hefur í áfengismálum og á ég þar við hversu áfengisútsölum og vínveit- ingastöðum hefur flölgað mikið á síðustu árum. Hin stóra áfengisút- sala í Kringlunni virðist ekki hafa verið talin nægileg viðbót hér á höfuðborgarsvæðinu heldur stendur til að opna aðra áfengisút- sölu í Mjóddinni innan tíðar. Mig langar til að spyija þá sem þessum málum ráða hvort þörf sé á öllum þessum áfengisútsölum. Er ekki allt í lagi þó biðraðir myndist á annatímum í þessum verslunum?" Armbandsúr Nýlegt herraarmbandsúr af tegundinni Adec tapaðist 13. des- ember við Háaleitisbraut eða Stóragerði eða þar í kring. Skilvís fínnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23664. Er fólk bótaskylt? Anna hringdi: „Ég var að versla í Kringlunni um daginn og varð þá fyrir því að kona keyrði á mig innkaupa- kerru. Manneskjan sem gerði þetta baðst að vísu afsökunar en ók svo kerrunni burt án þess að skipta sér ferkar af mér. Ég er stokkbólgin á fæti eftir þetta og hef haft mikil óþægindi af. Er fólk ekki bótaskylt vegna meiðsla sem það veldur með þessum hætti?“ Endursýnið Bítlamyndina Haraldur hringdi: „Ég vil taka undir með Kjart- ani sem hringdi í Velvakanda fyr- ir skömmu og hvatti til þess að Ríkissjónvarpið sýndi á ný Bítla- myndina sem sýnd var fyrir nokkrum árum. Það hefðu áreið- anlega margir gaman af að sjá þessa mynd aftur." Angóralæða Svört angóralæða fór að heim- an frá sér að Víkurbakka 13. maí. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 73084. Tóbaksbaukur Tóbaksbaukur tapaðist fyrir skömmu í Vesturbænum, senni- lega í grennd við Sundlaug Vest- urbæjar. Upplýsingar í síma 24786. Fundarlaun. Bíllykill Bíllykill fannst fyrir utan veitingastaðinn Óðinsvé fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 20484. Mokkasíuskór Ljódrapplitur mokkasíuskór tapaðist við Háaleitisbraut eða við Hagkaup í Skeifunni sl. þriðjudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 41199. Afnemið lánskjaravísitöluna Til Velvakanda. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til ríkisstjómarinnar að reyna að afnema lánskjaravísitöluna. Það er nauðsynlegt fyrir yngra fólk f landinu að fá einnig lagfær- ingu á lánum við lífeyrissjóði sína, þar sem lánin vaxa það mikið ár- lega, að launahækkanir hafa þar lítið að segja til að mæta þeim hækkunum. Þessi hávaxtastefna, sem ein- göngu hjálpar þeim, sem eiga til peninga, er að fara með heimili og taugar margs fólks og láta þeir eldri og betur stæðu sem þetta sé enginn vandi og aðeins unga fólkinu að kenna. Þessi vaxtastefna, „háir vextir og verðtryggingar", hefur farið með margar fjölskyldur á þann veg að þær hafa tvístrast. Skilnaðir al- gengir og margir aðrir fylgifískar, sem ætti að hugsa um þegar verið er að gera þá ríku aðeins ríkari. Það er fallega hugsað að gera eitthvað fyrir „gamla fólkið" og það sjást í blöðunum auglýsingar um ódýrar ferðir til útlanda fyrir gamla fólkið, en hvað er gert fyrir unga og fátæka fólkið. Það fær engin sérstök tilboð af neinu tagi og ekki einu sinni fellda niður okurskatta sem á það era lagðir. Til Velvakanda. Þegar ég las greinina í Morgun- blaðinu hinn 26. maí eftir náms- mennina íslensku á Kúpu þá hugs- aði ég til prestsins sem sagði eftir að hann hafði hlustað á fréttamann hjá útvarpinu lýsa rauðubyltingunni í Kína og dáðst að henni: „Guði sé lof að enn er til fólk á íslandi sem trúir“. Fyrst var haft eftir Castro að þjóðin væri slík gersemi að und- ram sætti. En ekki alls fyrir löngu þá tók hann kaffítímann af verka- mönnum í refsingarskyni fyrir vinnusvik. Ekki er skortur á lífsnauðsynjum en þó era margir sem stunda svartamarkað og betri matur er seldur rándýrt. Námsmennirnir skoðuðu fangels- in og þau vora svo fín að allir fan- gamir áttu að vera himinlifandi að búa þar. Hvernig stendur á því að Castro þarf fangelsi fyrir andófs- menn þegar lífíð á Kúbu virðist vera eins og í Paradís? Saga þeirra af Walladeres er ekki sönn. Hann barðist með Castro og var í fyrstu stjóm hans en þegar Castro gerðist „Stalín" á Kúbu og allt vald varð Lagfærið þessi mái — og iátið það virka aftur fyrir sig, því marg- ir era að brotna niður undan vaxta- byrðinni. Hafíð í huga að unga fólkið með böm á heimilum hefur mörg út- gjöld, sem aðrir sleppa við, og fæð- iskostnaður er mjög mikill hjá þeim, einmitt á þessum áram, en matar- lystin minnkar jú með aldrinum hjá mörgum. Einn skuldugur hans þá mótmælti Walladeres. Og þeir sem lesið hafa frásögn hans af fangelsisvistinni era ekki eins hrifnir og námsmennirnir. Morðsveitir Castros í Angóla eiga ekki aðeins í stríði við her Suður- Afríku heldur einnig Unitahreyfing- una í Angóla sem er frelsissveit fólksins, alveg eins og Afganir sem era að betjast á móti leppstjóm Rússa þar í landi. Það er nokkur sannleikur í brandaranum sem gengur í Rússlandi og hljóðar svo: „Veistu hvaða ríki í heimi er víðlendast?" Svar: „Það er Kúba, því stjómin er í Moskvu, herinn í Angóla og fókið í Bandaríkjunum". Þegar ég las þessa grein þá nærri heyrði ég í gömlu stalínistunum er þeir vora að lýsa sælunni í Rússl- andi þegar ofsóknir Stalínis vora mestar og hungrið og harðréttið var sem mest. Fróðleikur greinarinnar getur ekki birst núna á síðum Þjóð- viljans, ekki frekar en áróðurinn um Stalín fyrir mörgum áram. Heilaþvottur námsmannanna er svo alger að engin húsmóðir mundi láta sparidúkana sína í þann lút. Húsmóðir Andi minn: ljós mitt og eldur Til Velvakanda. R.B. skrifar: rfyrir nokkra birtist hér í blaðinu í minningargrein latnesk vísa eftir Hadríanus keisara er lýsir hrömun og elli síðustu æviára hans. Leyfi ég mér að endurtaka vísuna latn- esku ásamt lauslegri þýðingu sem birtist í bókinni Rómaveldi II. bindi en þýðinguna gerði Jónas Kristjáns- son ritstjóri. Animula vagula, blandula, hospes comesque corporis, quae numc abibis in loca, pallidula, rigida, nudula, nec ut soles dabis iocos? Andi minn: ljós mitt og eldur ástvinur holdsins og gestur, hvert skal nú halda til vistar, hvítbleikur, nakinn og kaldur, saknandi yndis og ástar? Alger heilaþvottur i, þá höfum við ft það að leiðarljósi í ðeins ljúffenga rétti ium fyrir lágt verð. nnum við nu í hádegmu á næstu mdna dagseðils, sem ) rétti daglega, jafnframt ín, sem hefurað assBi-. ggo isBSrSr-ir 790 i/erð k? Bjami Ágústsson og starfsfólk hótelsins býður ykkur velkomin. Hjá okkur er, og hefur verið, opið allan daginn, alla daga, allt árið um kring. < ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.