Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
Frá Bob
Hennessy
á Englandi
toém
FOLK
■ SÆNSKI knattspymumaður-
inn Mats Magnusson hefur gert
það gott hjá Benfica í Portúgal
og nú eru tvö ensk félög á höttun-
um eftir honum. Það
eru Tottenham og
Everton. Talið er
að ef Benfica fáist
til að selja Svíann
verði kaupverðið ein milljón sterl-
ingspunda.
■ DAVE Beasant, markvörður
ensku bikarmeistaranna Wimble-
don hefur ákveðið að taka tilboði
Newcastle. Eins og greint var frá
í blaðinu hafði Wimbledon sam-
þykkt að selja hann fyrir 750.000
pund, og er þetta hæsta verð sem
greitt hefur verið fyrir markvörð á
Englandi.
■ ARTHUR Albison, hinn gam-
alkunni vinstri bakvörður Manc-
hester United, hefur fengið frjálsa
sölu frá félaginu. Albiston, sem er
þrítugur að aldri, hefur ákveðið að
fara til WBA, en þar er við stjóm-
völinn Ron Atkinson, sem áður var
hjá United. Albiston lék alls 570
leiki fyrir United, þar af um 400
undir stjóm Atkinsons.
■ HOWARD Wilkinson, stjóri
Sheffield Wednesday vill kaupa
miðvallarleikmanninn Mark
Brennan, sem er 22 ára, frá Ips-
wich. Hann hefur neitað nýjum
samningi við félag sitt og vill fara.
Southampton vill einnig fá hann.
Ipswich vill fá 400.000 pund fyrir
hann.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
?fÆtlum ekki að selja
Pétur Guðmundssson"
- segja forráðamenn San Antonio Spurs. Er á lista
yfir „verndaða" leikmenn. Þjálfari liðsins rekinn
Pótur QuAmundsson í leik með San Antonio Spurs í vetur.
PÉTUR Guðmundsson er einn
af þeim átta leikmönnum sem
San Antonio mun „vernda'1
fyrir tilboðum nýju liðanna í
NBA-deildinni. Nýju liðin fá
að bjóða í leikmenn annarra
iiða, en forráðamenn San
Antonio Spurs vilja halda
Pétri og segja að hann verði
ekki seldur í sumar. Það þýð-
ir að Pétur fer örugglega ekki
til nýju liðanna Miami Heat
og Charlotte Hornetts.
Pétur Guðmundsson verður
ekki seldur. Við viljum halda
honum áfram og ætlum honum
stórt hlutverk hjá liðinu," sagði
Wayne Witt, stjómarmaður liðsins
í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Hann fer ekki til nýju liðanna
og við munum reyna að veija
hann fyrir tilboðum annarra liða.“
„Þetta eru góðar fréttir fyrir mig.
Eg kann mjög vel við mig í San
Antonio og vildi gjaman skrifa
undir nýjan samning til tveggja
eða þriggja ára,“ sagði Pétur.
Þjátfarlnn rekinn
Þjálfari San Antonio Spurs, Bob
Weiss, var rekinn í gær. Hann var
í sakleysi sínu að leika golf þegar
nýi framkvæmdastjórinn kom
með uppsagnarbréfið. Weiss lét
sér ekki bregða og kláraði hring-
inn á golfvellinum!
Arangur San Antonio hefur verið
frekar slakur. Undir stjóm Weiss
hefur liðið sigrað í 31 leik, en
tapað 51, en Weiss sagðist vera
vonsvikinn: „Þetta kom mér þó
ekki á óvart, en mér fannst ég
vera á réttri leið með liðið.“
„Ég féll ekki inn í kerfið hjá hon-
um og-þrátt fyrir að mér hafi líkað
vel við manninn em þetta góð
tíðindi fyrir mig,“ sagði Pétur.
„Ég vissi að þetta stóð til og get
ekki sagt að þetta komi mér á
óvart.“
Pétur dvelur nú á íslandi þar sem
hann sér um körfuknattleiksskóla
KKÍ, en fer aftur út í lok sumars.
KNATTSPYRNA / OLYMPIULEIKAR
ítalir í léttum riðli
Olympíulandslið ítala í knatt-
spymu hafði heppnina með
sér þegar dregið var í riðla í loka-
keppni Ólympíuleikanna í gær.
Liðið, sem lék í riðli með íslenzka
olympíulandsliðinu í undankeppn-
inni, mun leika í riðli með Irak,
Mexíkó og Zambíu.
Riðlamir verða þannig:
A-riðill: Kína, Túnis, Svíþjóð og
V-Þýzkaland.
B-riðill: Irak, Italía, Mexíkó og
Zambía.
C-riðill: Argentína, Bandaríkin,
Sovétríkin og S-Kórea.
D-riðill: Ástralía, Brasih'a, Júgó-
slavía og Nigería.
Tvö lið komast áfram í hveijum
riðli. í átta liða úrslitum leika
síðan saman:
Sigurvegari í A-riðli - lið I öðm
sætí I B-riðli
Sigurvegari í B-riðli - lið I öðm
sæti í A-riðli
Sigurvegari í C-riðli - lið í öðm
sæti í D-riðli
Sigurvegari I D-riðli - lið í öðm
sæti í C-riðli
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Meistararnir fengu
skell á heimavelli
Detroit sigraði Los Angeles
105:93 í íyrsta leik liðanna
ÍSLANDSMÓTIÐ
I I
KR-VOLLUR KL, 20,00
Gunnar
Valgeirsson
skrifar
Woodex
A VIÐINN
Tölvupappír
ílM FORMPRENT
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
BAR STEAK HOUSE
DETROIT Pistons kom heldur
betur á óvart á þriðjudagskvöld
er liðið yfirspilaði Los Angeles
Lakers á heimavelli Lakers í
úrslitum NBA-deildarinnar.
Leikmenn Detroit voru betri á
öllum sviðum og Lakers átti sér
ekki viðreisnar von gegn frísku
og baráttuglöðu liði Pistons,
sem sigraði auðveldlega,
105:97.
Lakers hafði ekki tapað byijun-
arleik í úrslitakeppninni síðan
1981 eða 20 leikjum í röð. Þetta
létu leikmenn Detroit lítil áhrif hafa
á sig og náðu strax
8:0 forystu. Los
Angeles jafnaði leik-
inn þó fljótlega og
staðan eftir fyrsta
leikhluta var 22:21 fyrir Detroit. í
öðmm leikhluta gerði Detroit eigin-
lega út um leikinn. Liðið náði 17
stiga forystu í hálfleik eftir að hafa
unnið aðra lotu 35:19. í seinni hálf-
leik höfðu svo leikmenn Pistons
leikinn í sínum höndum, höfðu
80:68 forystu eftir þrjá leikhluta
og unnu eins og fyrr segir með 105
stigum gegn 93.
Frábasrvöm Detrott
Leikmenn Lakers áttu ekkert svar
við stórleik Detroit sem lék frábæra
vöm, rétt eins og liðið gerði gegn
Boston í úrslitum Austurdeildarinn-
ar. Þá kom enn í ljós að Detroit
hefur besta varamannabekkinn í
deildinni. Varamenn Lakers skor-
uðu einungis 4 stig í leiknum, en
varafnenn Detroit skoraðu 32.
Þannig tók Michael Cooper hjá
Lakers sjö skot, en ekkert þeirra
rataði í körfuna. Detroit tókst að
stöðva hraðaupphlaup Los Angeles
þannig að liðinu tókst aldrei vel upp
Adrlan Dantley hjá Detroit var
besti maður leiksins.
í sókninni. Lið Lakers hitti aðeins
úr 34% af skotum sínum gegn 64%
hjá Detroit.
Það var Adrian Dantley hjá Detroit
sem var besti maður vallarins. A.C.
Green réði ekkert við hann og Dant-
ley gat skorað að vild. Hann skor-
aði 34 stig. Isiah Thomas skoraði
19 stig og Vinnie „örbylgjuofn"
Johnson var með 16 stig fyrir
Detroit. Annars léku allir leikmenn
liðsins vel að þessu sinni. Hjá Los
Angeles stóð ekki steinn yfir steini.
Aðeins „Magic“ Johnson (28 stig)
og Byron Scott (25 stig) léku vel.
Abdul-Jabbar hitti mjög illa í leikn-
um, svo illa að þjálfari Lakers, Pat
Riley, tók hann útaf á þriðju mínútu
síðari hálfleiks og notaði hann ekki
meira það sem eftir var af leiknum!
Allir helm
Svo miklir vom yfirburðir Detroit
að þegar sjö mínútur vom eftir
hafði liðið náð 17 stiga forystu.
Þetta likaði hinum kröfuhörðu
stuðningsmönnum Los Angeles illa
og flykktust út úr Foram-höllinni.