Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 500 manns í Heilsuhlaupi Morgunblaðið/ÓLK.M. Um 500 manns tóku þátt í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins í klukkan 12 á hádegi. Hlaupnir voru fjórir og tíu ldlómetrar. gær. Hlaupið var frá húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra ræsti þátttakendur. Hafbeitarstöðin Vogalax hf: Rúmlega milljón laxaseiði í stærstu sleppingii hérlendis STÆRSTA slepping sem verið hefur á hafbeitarlaxi hérlendis hófst frá hafbeitarstöðinni Vogalaxi hf. á föstudag og verður rúmlega milljón gönguseiðum sleppt á næstu þremur vikum. Aætlað er að sleppa tveimur og hálfri milljón seiða á næsta ári en þar með yrði stöðin komin í fullan rekstur að sögn Sveinbjöms Oddssonar, stöðvar- stjóra. „Heimtur á fískinum voru 15% hjá Vogalaxi í fyrra, sem þykir mjög gott, en almennt gera menn sig ánægða með að 8-10% seyða skili sér,“ segir Sveinbjöm Oddsson. „Stöðin hóf starfsemi sína fyrir sex árum og til að byija með var um ársvelta fyrirtækisins orðið í kring- um 165 milljónir króna. Stærsta slepping ffá annarri stöð er líkiega 200.000 seiði frá Laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafírði." uiguuuuv/iuiuu i ivcjnjavm otl uiu sölu húsnæðisins og er það auglýst í Morgunblaðinu í dag. Að sögn Sverris Kristinssonar, sölustjóra hjá Eignamiðlunni, er húsið á þremur hæðum og samtals um 8.000 fer- metrar að flatarméli. Auk þess að vera frystihús, er eignin nú nýtt fyrir skrifstofur, lagerpláss og fleira. Húsið stendur við Mýrargötu gegnt vélsmiðjunni Héðni. Ágúst Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að að undanfömu hefði fyrirtækið þróað nýjar vinnslu- línur, sem væm ekki nærri eins plássfrekar og vinnslan hefði áður verið. Það væri því til hagræðingar, sem hann hefði ákveðið að færa sig í minna húsnæði. Það gæti tæpast talizt skynsamlegt að vera með vinnsluna í allt of stóm húsnæði. Því fylgdi talsverður kostnaður og binding fjár. Fyrirtækið stæði á traustum gmnni og hefði skilað hagnðaði tvö síðustu ár. Hann væri ekki hættur frystingu, heldur ætlaði sér að halda áfram við aðstæður, sem hæfðu betur. Ekki væri endan- lega ákveðið hvert starfsemin yrði flutt, en ýmsir möguleikar kæmu til greina. Sumarbúðir: 200.000 seiðum sleppt árlega. í fyrra var 400.000 laxaseiðum sleppt, nú er sá fjöldi meira en tvö- faldaður, en til að reksturinn borgi sig þarf enn stærri sleppingu, svo að reyna á að sleppa tveimur og hálfri milljón seiða að ári. Þá gæti Níu búðir fengu meðmæli RnrnavpmdÍRrróíi vpi'f+i hr* voríA V»o4VioA í. Ólafsvík: Vinna hafin aftur í hraðfrystihúsinu Ai„ r n. ^ Ólafsvík. VINNA hófst að nýju á föstudags- morgun við pökkun og frystingu í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, að- eins 6 virkum dögum eftir brun- ann sem þar varð. Um 40 manns hafa á þessum dögum gefið sóts- vörtum vinnusölum og tækjum aftur svip hreinlætis og hollustu. Ólafur Kristjánsson yfírverkstjóri sagði að um sinn yrðu þeir að geyma frysta fískinn daglangt í frystigámi. Síðan yrði fískinum ekið i nýja fiysti- geymslu Hraðfrystihúss Hellissands í Rifí. Ólafur sagðist ekki gera sér vonir um að klefi hússins yrði kominn í gang fyrr en í ágúst. Þar urðu mestu skemmdimar og þyrfti að einangra hann að nýju. Sú framkvæmd væri í hröðum undirbúningi. Úr klefanum þurfti að Qarlægja nær 400 tonn af fullunninni vöru. Ólafur hrósaði starfsfólki sínu fyrir dugnað og samheldni við það vonda verk að gera húsið starfhæft að nýju og sagði alla ánægða með að geta nú snúið sér að því aftur að framleiða fyrir þjóðarbúið. Helgi Barnaverndarráð íslands veitti níu sumarbúðum meðmæli um starfsleyfi á fundi síðastliðinn fimmtudag. Áður hafði ráðið veitt 16 búðum meðmæli og sex búðir höfðu starfsleyfi frá fyrra ári. Sumarbúðimar sem nú fengu meðmæli Bamavemdarráðs em: Dæli, Geirshlíð, Hafralækjarskóli, Kaldársel, Leysingjastaðir, Miðskáli, Minni-Núpur, Skatastaðir og Úlf- ljótsvatn. Sumarbúðir fá ekki starfs- leyfi, nema að fengnum meðmælum Bamavemdarráðs. Ráðið veitir með- mælin að fengnum umsögnum ýmissa aðila um að öryggisástand búðanna uppfylli gerðar kröfur. Menntamálaráðuneytið veitir síðan starfsleyfí, að fengnum meðmælum Bamavemdarráðs. Brögð hafa verið að því, að eld- vamir væm í ólestri í sumarbúðum. Hjá Bamavemdarráði fengust þær upplýsingar í gær, að flestir rekstr- amðilar þeirra sumarbúða sem ekki vora í lagi, hefðu tekið mark á ábendingum og bætt bmnavamir hjá sér, eða væm að vinna að endur- bótum. Nokkmm umsóknum hefur þó verið hafnað, þar sem öryggis- ástand viðkomandi búða hefur verið í ólestri. Næsti fundur Bamavemdarráðs um meðmæli til sumarbúða verður haldinn 22. júní. Þá verða síðustu umsóknimar teknar fyrir. Þær sum- arbúðir, sem þá hafa ekki fengið meðmæli ráðsins, mega ekki starfa og hefur Bamavemdarráð tilkynnt, að beitt verði lögregluvaldi til að loka leyfíslausum búðum. OECD um efnahagsaðgerðir stjórnarinnar: Hagvöxtur mun mirnika ört Aðgerðunum ekki um að kenna, segir Ólafur ísleifsson í SKÝRSLU OECD (Efnahags- og þróunarstofnunarinnar) um efna- hagsástand í heiminum, sem birt er hálfsárslega, segir að efna- hagsvandi íslendinga sé mikill. Að sögn Rcuters-fréttastofunnar spáir stofnunin þvi að efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem felist í aðhaldssamri efnahags- og peningastefnu og hömlum á kjarasamninga, muni skila sér í ört minnkandi hagvexti til árs- Ioka. Ólafur ísleifsson, efnahagsráð- gjafí ríkisstjómarinnar, sagðist reyndar ekki hafa séð skýrslu OECD, en sér kæmi á óvart ef það væri rétt eftir haft að OECD teldi að þessar aðgerðir væm taldar rót minnkandi hagvaxtar. Það hefði ver- ið fyrirsjáanlegt strax síðasta haust að hagvöxtur myndi fara minnkandi og gert hefði verið ráð fyrir því í öllum opinbemm spám. Uppgangs- tíma síðustu þriggja eða fjögurra ára, með hagvexti langt umfram meðaltal í Evrópu, væri lokið og sjáv- arafli og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum fæm nú versnandi. „Þessar efnahagsaðgerðir em áfangi í því að bregðast við þessum breyttu ytri skilyrðum og laga efna- hagslífið að þeim,“ sagði Ólafur. „Það em ekki ný tíðindi fyrir okkur að hagvöxtur verði minni í ár en á síðustu ámm .“ Skúlagatan gerð að einstefnuaksturgötu í gær. Motxunbiaaið/Júiius Einstefna á Skúlagötu frá Sætúni þar austan við. Á SKÚLAGÖTU í Reykjavík var breytt í einstefnuakstursgötu á hádegi í gær. Á götunni verður emstefna til austurs á tveimur akreinum frá Kalkofnsvegi að Skúlatorgi. Þessi breyting er til frambúðar og tekur gildi nú vegna framkvæmda við götuna. Skúlagata verður íbúðargata og umferðarþunginn mun fær- ast yfir á Sætún, þegar fram- kvæmdum lýkur við göturnar. Undanfama daga hefur breyt- ing þessi verið undirbúin með tengingum á milli Sætúns og Skú- lagötu auk þess sem gatnamót vestan Klappar hafa verið lag- færð. Einstefna á Skúlagötu mun byrja þar sem Sætún kemur inn á hana vestan við Klöpp. Hægt verður að aka inn á Skúlagötuna Sætúni verður áfram einstefna í vestur á tveimur akreinum eins og verið hefur, á leiðinni frá Skúl- atorgi að Kalkofnsvegi. Ómar Smári Ármannsson aðal- varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík sagði í gær, að þessar breytingar væra til mik- illa bóta fyrir umferðina. Óhöpp og slys hafa verið algeng á Skúla- götunni á þessari leið, ekki síst aftanákeyrslur þegar ökumenn hafa ætlað að taka vinstri beygjur upp á hliðargötur. Hann sagði að enn um sinn yrði Skúlagatan þó að þjóna hlutverki aðalumferðar- æðar, eða þar til Sætún getur tekið við þeirri miklu umferð, sem nú liggur í austurátt frá mið- bænum. Hús Hrað- frystistöðvar- innar í Reykja víkertilsölu HÚSNÆÐI Hraðfrystistöðvarinn- ar í Reykjavík við Mýrargötu er nú til sölu. Það er um 8.000 fer- metrar að stærð og hýsir fisk- vinnslu, frystigeymslur, lager og skrifstofur. Agúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar, segir að með auk- inni hagræðingu í rekstri sé ekki lengur þörf á svona stóru hús- næði. Frysting fyrirtækisins verði þvi flutt í minna húsnæði á næst- unni. Engar uppsagnir starfsfólks vegna þessa eru fyrirhugaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.