Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNI 1988 Kristín Jónsdóttir frá Jaðri - Minning Fædd 2. apríl 1892 Dáin 3. júní 1988 Jóna Kristín Jónsdóttir hét hún fullu nafni. Hún var fædd að Dynj- anda í Arnarfirði þann 2. apríl árið 1892. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Halldórsdóttur og Jóns Jónssonar. Kristín var þriðja elst af sjö systkinum sem komust upp. Þegar Kristín var ársgömul fluttust foreldrar hennar að Hús- um í Selárdal í Ketildalahreppi í Amarfirði og þrem árum síðar að Granda í sömu sveit þar sem Kristín ólst upp. Átján ára hleypti Kristín heim- draganum og hélt til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Skólinn var til húsa í Iðnó og var jafnframt mat- sala fyrir kostgangara. Þetta var góður skóli og hún átti margar góðar minningar þaðan. Næstu misseri var hún til skipt- is í námi og starfi. Hún vann fyr- ir sér sem kaupakona vestur í Amarfirði og stundaði önnur störf í Reykjavík. Hún lærði karlmanna- fatasaum hjá Guðsteini Eyjólfs- syni og einnig lærði hún kjóla- saum. Kristín aflaði sér þannig á eigin spýtur ágætrar menntunar og reynslu og var vel búin undir framtíðina. Það mun hafa verið vorið 1913 að hún ákvað að kanna nýjar slóð- ir og réð sig sem kaupakona að Tungufelli í Hrunamannahreppi til Sigríðar Ámadóttur og Jóns Áma- sonar. Þau Sigríður og Jón áttu tíu böm. Elsti sonur þeirra var jafn- gamall Kristínu en yngsta dóttirin á fyrsta ári. Sigríður átti við van- heilsu að stríða og það veitti ekki síður af að nýta hina góðu hæfi- leika og kunnáttu kaupakonunnar til að sauma á heimilisfólkið en til að vinna við heyskapinn. Uppbæir Árnessýslu voru ekki í þjóðbraut á þessum tíma. Hún þótti því nokkur heimsmaður, þessi fríða og glæsilega, unga kaupakona, vel klædd með þykkar fléttur niður í mitti. Kristín flutti með sér ferskan andblæ úr ólíku umhverfi. Tungufellsbræður renndu til hennar hýru auga eins og títt var um unga menn þar sem hún fór. Einn varð þó öðrum hlut- skarpari um hylli hennar. Guðni Jónsson í Tungufelli var þriðji elst- ur af bræðmnum og þremur árum yngri en Kristín, fæddur 1895. Kristín var lengur í Tungufelli en hún hafði upphaflega ætlað því hún var beðin að vera þar áfram um veturinn. Eftir þrjú misseri fór hún aftur vestur í Árnarfjörð og vann þar í eitt og hálft ár. Sam- göngumar voru ekki eins greiðar og nú. Unga, ástfangna parið varð að láta nokkur bréf og póstkort nægja til að halda sambandinu þennan tíma. Vorið 1916 kom Kristín aftur upp að Tungufelli og var þar um sumarið og veturinn. Þau Guðni giftu sig 17. maí 1917 og fluttu að Haga í Gnúpveijahreppi þar sem hann var ráðinn vinnumaður. I nóvember fæddist elsti sonur þeirra, Sigurjón. Sambúð þeirra Kristínar og Guðna varð löng og farsæl. Guðni =KE NWOOD= ÞAO VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN FYRSTA FLOKKS ELDHÚSTÆKI GOTT VERÐ-GÓÐ KJÖR-GÓÐ WÓNTJSTA KENWOOD CHEF KENWOOD MINI KENWOOD GOURMET KENWOOD CHEFETTE KENWOOD MINI (handþeytari) HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 bar alltaf mikla virðingu fyrir konu sjnni, leit upp til hennar og mat mannkosti hennar. Mikið jafnræði var með þeim hjónum. Kristín og Guðni fluttu aftur út í Ytri Hrepp vorið eftir, að Jötu, þar sem þau voru næsta árið. Vorið 1919 fluttu þau að Hlíð í Hrunamannahreppi. Hlíðin er í Tungufellssókn og á land að Tungufelli. Hún er nú í eyði. í Hlíð var torfbær með hlóðaeld- húsi en þiljaðri baðstofu. Þau höfðu aðeins hluta jarðarinnar og deildu baðstofunni með hinum ábúendunum, eldri hjónum. Engin upphitun var í baðstofunni og hún því köld og saggafull. Eftir fyrsta veturinn réðust þau í að kaupa sér eldavél á 300 krónur og þilja af fyrir hana yst í baðstofunni. Þótti ýmsum nóg um slíka eyðslusemi. En þau flokkuðu eldavélarkaupin síðar með allra stærstu umbótun- um í sínum búskap því bæði gaf hún yl í baðstofuna og geysilega vinnuhagræðingu fyrir húsmóður- ina, þar eð baðstofa og eldhús færðust nær hvort öðru og eld- hússtörfin urðu mun auðveldari. Lífsbaráttan var hörð og þau þurftu að byggja bú sitt frá grunni. Kristín vann við bústörfin með Guðna, hvort sem það var heyvinna, skepnuhirðingar eða bygging útihúsa. Það hefur ef til vill drýgt tekjumar lítið eitt að Kristín var vinsæl saumakona og var oft fengin á bæina til að sauma hvort sem var karlmannaföt eða kvenfatnað. Þau bjuggu í Hlíð í sjö ár og þar fæddust þeim fjögur böm. Jón 1920, Davíð Brynjólfur 1922, Guð- bergur 1924 og Jóhanna 1925. En þau áttu eftir að færa sig enn nær Tungufelli því fyrsta júní 1925, daginn sem Jóhanna varð ársgömul, fluttu þau að Jaðri með börnin sín fimm og bústofninn. Jörðina tóku þau á leigu til að byrja með en keyptu hana síðar. Jaðar er í sama túni og Tungu- fell, aðeins nokkur hundruð metrar eru á milli bæjanna. Bóndinn sem fyrir var á Jaðri, Snorri Sigurðsson, var orðinn ekkjumaður. Hann var fæddur á Jaðri og hafði búið þar allan sinn búskap. Fýrstu árin eftir að Kristín og Guðni komu að Jaðri hélt Snorri heimili með fósturdóttur sinni, en var síðar í heimili hjá Kristínu og Guðna þar til hann lést níutíu og fjögurra ára árið 1959. Jaðarinn var stærri og betri jörð en Hlíðin þótt bæjarhúsin væru ekki í góðu ástandi. í rigningum hriplak baðstofan og þægindi inn- an bæjar voru ekki meiri en í Hlíð. í janúar 1931 fæddust tvíbur- amir Guðmundur og Guðrún. Börnin voru nú orðin sjö. í Há- holti í Eystri Hrepp bjuggu Filipp- us, bróðir Guðna, og Valgerður Matthíasdóttur, kona hans. Með þeim Guðna og Filippusi, sem var aðeins ári yngri en Guðni, voru alla tíð miklir kærleikar. Þau Filippus og Valgerður voru barn- laus. Þeim Guðna og Kristínu var mikill vandi á höndum þegar Filippus og Valgerður báðu þau að leyfa sér að taka nýfædda drenginn í fóstur. Guðmundur var tuttugu vikna þegar hann fór að Háholti og þar ólst hann upp við mikið ástríki. Vorið 1931 var hafist handa við að byggja nýjan bæ á Jaðri enda var gamli torfbærinn orðinn óhæf- ur til íbúðar. Nýja íbúðarhúsið var úr timbri. Þar var rennandi vatn og miðstöðvarhitun. En nú var kreppa og afurðir bænda í lágu verði. Þau Kristín og Guðni áttu fullt í fangi með að sjá heimilinu farborða og standa í skilum næstu árin. Það var einungis fyrir sér- staka spameytni og nýtni að þeim tókst að láta enda ná saman. Kristín var ákaflega handlagin og nýtin. Hún prjónaði og saumaði föt á ijölskylduna, oft hverja flíkina upp úr annarri, bætti og stykkjaði. „Það er engin skömm að því að vera í viðgerðum fötum, ef þau em hrein og heil,“ sagði hún oft. Hreinlæti og snyrti- mennska einkenndi heimili Kristínar og Guðna. Eftir nokkur ár fór hagurinn að batna. Kreppunni lauk. Efna- hagur landsmanna reis úr rústum. Þau áttu nú jörðina og skulda- byrði íþyngdi ekki lengur. Upp- bygging búsins var hröð á fimmta áratugnum. Efnin uxu og brátt var komið rafmagn til þæginda við öll heimilisstörf. Börnin vom uppkomin og höfðu aflað sér starfsmenntunar. Tveir synirnir, Davíð og Guðbergur, vom búfræð- ingar og bjuggu félagsbúi með foreldmm sínum. En það vom áfram börn á heimilinum. Kristín og Guðni ólu upp tvær dætur Jó- hönnu, Lilju og Björgu. Þau voru þeim alla tíð fremur foreldrar en afi og amma. Nú fóm að skapast tækifæri til ferðalaga stöku sinnum. Kristín hafði sérstakt yndi af að ferðast. Hún naut þess að sjá nýja staði, hitta fólk og víkka sjóndeildar- hringinn. Það var henni ógleyman- leg upplifun þegar hún fór í sína fyrstu flugferð. Það hefur verið í kringum 1950 að hún fór að heim- sækja ættingja sína í Arnarfirði. Farkosturinn var Oatalina-flug- bátur og aðstæður hafa áreiðan- lega verið í fmmstæðara lagi á nútíma vísu. Eftir árangurslausa tilraun til lendingar varð að snúa við til Reykjavíkur og reyna aftur næsta dag. Hún var jafnvel enn ánægðari yfir því að fá þannig lengri og fjölbreyttari flugferð en gert hafði verið ráð fyrir. Kristín var mjög dugleg að ferð- ast á hestum og lét vatnsföll og önnur óþægindi ekki aftra sér. Hún var mikill dýravinur og fram- an af vann hún mikið við skepn- urnar með bónda sínum. Reið- hestana sína þótti henni afar vænt um og þó öðmm fremur hryssuna Brönu sem hún lét heyja framan við baðstofugluggann sinn á Jaðri. Þótt minni Kristínar brygðist síðustu árin mundi hún lengi hryssuna Brönu. Vorið 1964 brugðu þau Kristín og Guðni búi og fluttust til Reykjavíkur til dóttur sinnar, Guð- rúnar, og eiginmanns hennar, Ingimars Karlssonar. Hjá þeim bjuggu þau bæði til ársins 1982 að heilsu Kristínar var svo hrakað að hún fékk vist á hjúkmnar- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins I Hafnarstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.