Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
25
og tíma. Ég fór t.d. vestur á Fá-
skrúðsfjörð og var þar sem vetrar-
stúlka í húsi þar sem Arngrímur
bróðir minn var aðstoðarlæknir.
Frændi minn sem var búsettur í
Vattamesi við Reyðarfjörð falaði
mig svo sumarið eftir sem kaupa-
konu og ég fór þangað. Heim fór
ég um haustið 1933 og var svo á
Húsavík í vetrarvist 1934 og þar
gat ég fengið að læra á orgel með
húsverkunum. Mig langaði þó til
að læra meira. Svo leið veturinn
1934 til 35 og um sumarið var
ég heima hjá mér fram á haust
en þá fór ég suður í vist og tók
jafnframt tíma á píanó hjá Áma
bróður mínum. Ég reyndi þá að
vinna húsverkin þannig að ég
fengi dálítinn frían part af degin-
um til að geta æft mig. Þá þurfti
ég að hlaupa í annað hús þar sem
Arni bróðir hafði herbergi og æfa
mig þar.
Menn drukku þar svart
kaffi og höfðu með
rúgbrauð og magarín
Þetta var á kreppuárunum og
maður þurfti að halda óskaplega
fast um sitt til þess að missa ekki
allt út úr höndunum á sér, sem
maður vann sér inn. Föt fékk
maður sér aðeins rétt eins og
nauðsyn krafði og það var ekki
mikið hægt um að fara á skemmt-
anir. Ég gekk þó í stúku seinni
veturinn sem ég var fyrir sunnan.
Sumarið á milli þessara tveggja
vetra var ég í kaupavinnu vestur
í Breiðafirði, í Reykhólasveit, og
ég hef ekki gleymt Breiðafirðinum
síðan. Mér finnst sárt til þess að
vita að þessar fallegu sveitir séu
orðnar eins fámennar og raun ber
vitni. Þegar ég var að ráða mig í
kaupavinnuna í Reykhólasveit þá
spurði ég út í ýmislegt varðandi
heimilið og stundi loks upp: „Það
er víst ekki hljóðfæri á bænum t.d
orgel.“ Jú, það kom uppúr dúrnum
að það var og þá hugsaði ég mig
ekki tvisvar um. Ég fékk að spila
þar á kvöldin þegar ekki voru
gestir og stundum kom það fyrir
þegar einhveijir komu sem langaði
til að heyra í hljóðfæri að ég var
sótt í eitthvað sem ég var að gera
og beðin að skreppa nú inn í stof-
una og grípa í hljóðfæri fyrir gest-
ina.
Um tíma var ég í Flatey á
Breiðafirði hjá Arngrími bróður
sem þá var læknir þar. Ég þekkti
ákaflega fáa af þeim rösklega þrjú
hundruð íbúum sem þar voru þá.
Mér er minnisstætt hve lítið var
um mjólk í Flatey. Á Klaustur-
hólum voru þó kýr en mjólkin var
helst ekki látin nema handa sjúkl-
ingum og ungbömum. Menn
drukku þar mikið af svörtu kaffi
og höfðu með rúgbrauð og mag-
arín. Læknisíbúðin var í tveggja
hæða húsi niður við sjóinn. Eg
átti gott miðað við marga þama
sem bjuggu við óskaplega fátækt
eins og fleiri á kreppuárunum.
Fólk nú til dags getur ekki gert
sér í hugarlund hvemig þetta var.
Það var sums staðar þannig þar
sem maður kom að það var rétt
að maður þorði almennilega að
borða, maður var svo hræddur um
að maður kynni að éta annan af.
Það var orgel heima hjá Amgrími
og þeim og á það mátti ég spila
þegar ég vildi. Mér finnst, að þó
píanónám mitt þessa tvo vetur sem
ég var í Reykjavík hafi verið slitr-
óttara en æskilegt hefði nú verið,
þá hafi þar fengið þá undirstöðu
sem ég bý að enn þann dag í dag.
Það hafa verið talsverðir
sprettir í spilamennskunni
hjá mér
Ég sneri heim vorið 1937 og
þar hef ég verið mest megnis eft-
ir það og unnið hjá bróður mínum.
í Kelduhverfínu var á þeim tíma
farið að æfa söng og ég lenti inn
í því. Ýmsir áhugamenn tóku sig
saman og fengu söngkennara að.
Það var m.a. stjóm menningarsjóð
kaupfélagsins sem gekkst fyrir
þessu. Það var Jón Sigfússon á
Halldórsstöðum í Reykjadal sem
var fenginn til þess að ferðast á
milli sveitanna þarna og æfa kóra.
Hann fékk þá sem kunnu eitthvað
fyrir sér á hljóðfæri til að hjálpa
sér við þetta og þannig byijaði
þetta starf. Við sem höfðum hljóð-
færi lærðum raddirnar heima og
svo kom fólk saman þar sem hljóð-
færi var og æfði. Þetta var dálítið
spennandi og svo fengum við ný
lög. Ég tók svo við orgelleik í
Garðskirkju á nýársdag árið 1942
og ég hef spilað þar síðan. Kirkju-
kórinn var stofnaður árið 1945.
Tíu ámm eftir að ég tók við kirkj-
unni heima lenti ég í að taka við
Skinnastaðakirkju í Öxarfirði. Það
hafa þannig verið talsverðir sprett-
ir í spilamennskunni hjá mér. Svo
flæktist ég af og til í burtu og fór
m.a. nokkur ár vestur í Húna-
vatnssýslu í Reykjaskóla og söng
með nemendum og eins í Kvenna-
skólanum á Blönduósi. Ég hafði
gaman af þessu og kynntist mörgu
úrvalsfólki bæði kennurum og
nemendum. Organistanámskeiðin
hér í Skálholti hef ég sótt flest
öll. Ekki þó það allra fyrsta. Mér
finnst stórkostlegt gagn að
þessu.“
Þegar hér var komið sögu í við-
talinu var Björg mjög farin að
ókyrrast. Þegar ég spyr hana í
lokin hvort hún hafi aldrei gifst
eða trúlofast þá svarar hún því
fremur stuttaralega neitandi,
stendur um leið upp og sléttar úr
pilsinu sínu cg lagar hálsklútinn
sem hún hefur bundið þannig að
hnúturinn vísar út á hlið. Hún
segir að nú vilji hún ekki láta sig
vanta lengur á kóræfingu og að
svo mæltu kveðjumst við og
skundum hvor sinn veg.
Meðan ég er að bíða eftir að
verða sótt rangla ég um ganga
hótelsins í Skálholti. Ég heyri org-
elspil og geng á hljóð og kem þar
að sem maður einn situr og spilar
lagið um hina ljúfu Önnu og annar
hlustar með andakt á. Ég þoka
mér inn í herbergið og að hljóð-
færinu til að hlusta og fyrr en
varir erum við öll þijú farin að
„bera okkur að því að gaula," eins
og Björg orðaði það, lagið um litlu
fluguna hans Sigfúsar Halldórs-
sonar. Þegar maðurinn við orgelið
snýr sér að alvarlegri nótum segi
ég við hinn manninn og mikið
hljóti nú að vera gaman að geta
spilað svona af fingrum fram.
Hann samsinnir því og segir:
„Þeim manni þarf aldrei að leiðast
sem kemst í hljóðfæri, að ekki sé
talað um hvers virði það er að
geta spilað þegar eitthvað er fólki
mótdrægt í lífínu." Sá sem þannig
talar heitir Andrés Pálsson og er
bóndi í Laugardal. Nú hættir mað-
urinn við orgelið að spila, stendur
upp og teygir úr sér. Hann segist
heita Guðmundur Gottskálkson og
vera úr Hveragerði, hafa áður
verið organisti í kirkjunni þar og
grípa enn í að spila þar af og til.
„Annars er ég nú slátrari að at-
vinnu, það er talsverð tilbreyting
að grípa í orgelið frá þeirri vinnu,"
segir hann og hlær. í sama bili
er hringt í mat og það stendur á
endum að í næstu andrá rennur
bíllinn sem ég á von á í hlað.
Þegar ég fer eru Björg, Andrés
og Guðmundur sest við borð til
að meðtaka hið efnislega fóður til
þess að geta af fullum krafti til-
einkað sér hið andlega fóður sem
Björg gat um að væri svo ríkulega
á borð borið á organista námskeið-
inu í Skálholti. Þannig má segja
að haldist í hendur efnið og andinn
eins og verðugt er á þessum forna
biskupsstóli okkar íslendinga.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
TEPPI og MOTTUR
í Heimilisvepslun
Húsasmiðjunnar er
úrval af teppum og
mottum á góðu verði.
Gólfteppi frá kr. 375, m2
Gólfmottur frá kr. 1.670, m2
Strámottur frá kr. 361, m2
Einnig mikið úrval af
fallega mynstrudum
gólftlúkum, að
ógleymdu hinu vinsæla
gervigrasi.
SKÚTUVOGI 16 SÍMI 6877 00
Heimilisverslun
Húsasmiðjuimar
þar sem þú ert eins
og heima hjá þér.