Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
Aldursforseti Islendinga í Kaup-
mannahöfn hefur búið þar í 80 ár
í byrjun marsmártaðar sl. var
sagt frá því í fréttagrein frá einum
fréttaritara Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn, að aldursforseti
Islendinga í borginni væri 98 ára
gömul kona, frú Sigríður Sigur-
jónsdóttir Jensen.
Blaðamaður á Morgunblaðinu
taldi það geta verið forvitnilegt
að heyra eitthvað nánar um hina
öldruðu konu og hafði spurnir af
því að aldraður Reykvíkingur, sem
er borinn og bamfæddur á Frakk-
astíg 5, Þorbergur Guðlaugsson
veggfóðrameistari til heimilis þar,
hefði verið í Kaupmannahöfn fyrir
nokkru. Hefði hann og kona hans,
Ólöf Guðmundsdóttir, heimsótt
þennan aldursforseta íslendinga í
Kaupmannahöfn. I samtali við
Þorþerg um heimsóknina, bytjaði
hann á því að gera grein fyrir
skyldleika hans og Sigríðar Sigur-
jónsdóttur Jensen. Hún var fædd
vestur á Framnesvegi í Pálshúsi,
en það er nú horfið. Hún ólst upp
hjá móður sinni, sem hét Pálína
Pálmadóttir. Faðir hennar var Sig-
urjón Arnbjörnsson sjómaður í
Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Hún
var hálfsystir móður Þorbergs,
sem hét Agústa Árnadóttir. Faðir
hans var Guðlaúgur Þorbergsson
veggfóðrari. Árið 1908 lagði
Sigríður land undir fót og fór til
Danmerkur. Áður en hún giftist
eignaðist hún son. Er það Hjörtur
Hafsteinn Hjartarson fyrrum lög-
reglumaður í Reykjavíkurlögregl-
unni. Hann er kominn undir áttr-
ætt. í Kaupmannahöfn giftist
Sigríður dönskum manni Andreas
Jensen að nafni, sem var vélstjóri
á björgunarskipinu Geir. Eftir að
hann fór í land varð hann húsvörð-
ur í stórum skóla í Gladsaxe —
útborg í Kaupmannahöfn. Þar
starfaði hann uns hann Iétst árið
1962. — Þeim varð einnar dóttur
auðið. Er það Ellen Sigrid Mar-
garete, fædd árið 1912, gift og
búsett eigi langt frá þar sem
Sigríður móðir hennar býr í fjölbýl-
ishúsi.
Frú Sigríður Sigmjónsdóttir
Jensen á heimili sínu.
Sagði Þorbergur að það hefði
verið þeim hjónum til hinnar mestu
gleði að heimsækja Sigríði, sem
þrátt fyrir sinn mjög háa aldur
ber hann ótrúlega vel. Sjálf hafði
hún annast allan undirbúning að
heimsókn þeirra til hennar, jafnvel
sjálf bakað meðlæti með kaffinu.
Hún var viðræðugóð, spurði margs
að heiman um menn og málefni.
Af sjálfri sér sagði hún komu-
mönnum frá Reykjavík að hún
færi á hveijum degi ein út áð
ganga og færi hún þá í heimsókn
til dóttur sinnar. Lét hún vel af
högum sínum. Hún bað fyrir
kveðjur heim, einkum til Vilhelms
Kristinssonar fyrrum starfsmanns
hjá Reykjavíkurhöfn og konu hans
Sigríðar B. Þórðardóttur, en þau
búa settur á Hringbraut 76.
Eins og sagt var í upphafi er
Sigríður elst allra núlifandi íslend-
inga í Kaupmannahöfn. Hún er
fædd 5. desember árið 1889 og
verður því 99 ára, ef henni endist
líf og heilsa í byijun jólaföstu.
Réttaðferð
við vandasamt
verk
Semkis til viðgerða á steinsteypu
Semkís viðgerðarefni fyrir fagmenn. Tilbúin til notkunar úti
og inni. Vantar aðeins vatnið. Rétt efni í hvert verk:
Semkís V 100. Fljótharðnandi án trefja. í almennar við-
gerðir: Sprungur. Rifur. Holur. Steypuhreiður og flestar
aðrar steypuskemmdir.
UMBÚÐIR: 1.5 kg, 6 kg og 15 kg fötur. 25 kg pokar.
Semkís V 200. Fljótharðnandi með trefjum. í viðgerðir á
álagsflötum, t. d. köntum. Til uppfyllingar í stærri rifur og
holur.
UMBÚÐIR: 1.5 kg, 6 kg og 15 kg fötur. 25 kg pokar.
Semkís V 300. Hægharðnandi með trefjum. Sérlega góð
viðloðun. í viðgerðir á stórum flötum og þar sem álag er
mikið.
UMBÚÐIR: 25 kg pokar.
HEILDSÖLUDREIFING:
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS
SÆVARHÖFÐA 11,112 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-83400
MÁNABRAUT 5, 300 AKRANES. SÍMI: 93-11555
Norræni
kvartett-
inn í Bú-
staðakirkju
NORRÆNI kvartettinn flytur
samtímatónlist í Bústaðakirkju í
kvöld. Á efnisskránni eru m.a.
ný verk eftir Áskel Másson, Jos-
eph Fung, Þorstein Hauksson,
Paavo Heininen og Per Nörga-
ard.
Norræni kvartettinn var stofnað-
ur árið 1986, af íjórum tónlistar-
mönnum sem allir starfa á Norður-
löndum. Þeir eru Einar Jóhannes-
son, klarinettlyikari, Joseph Fung,
gítarleikari, Áskell Másson, sem
leikur á slagverk og Roger Carls-
son, sem einnig leikur á slagverk.
Þessir tónlistarmenn höfðu unnið
saman áður, en ákváðu að gefa
kvartettinum nafn og skipuleggja
tónleika til að kynna norræna sam-
tímatónlist, gjarnan þar sem hún
hefði ekki heyrst áður. Á sl. ári var
hópnum boðið í opinbera tónleika-
ferð til Kína og urðu þar með fyrst-
ir til að leika eingöngu evrópska
samtímatónlist þar í landi.
Hluti verkanna, sem Norræni
kvartettinn leikur í kvöld voru sam-
in sérstaklega fyrir þá og heyrast
nú í fyrsta sinn á íslandi. Þau eru
eftir Áskel Másson, Joseph Fung,
Þorstein Hauksson, Paavo Heininen
og Per Nörgaard.
Hörpuskjól
- varanlegt skjól.
1
Skulagötu 42, Pósthólf 5056
125 Reykjavlk, Slmi (91)11547
HARPA lífinu lit!