Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR i 2. JÚNÍ 1988 Tónleikar fyrir þá, sem ferðast gegnum lífið með opin eym og augu! Rætt við Áskel Másson tónskáld og slagverksleikara um tónleika Norræna kvartettsins næstkomandi sunnudag Á dagskrá Listahátíðar sunnudaginn 12. júní kl. 20.30 eru tónleikar í Bústaðakirkju. Norræni kvartettinn flytur samtímatónlist. Kvartettinn skipa tveir Islendingar, þeir Einar Jóhannesson Uarínettuleikanog Askell Másson tónskáld og slagverksleikarí, sænski slagverksleikarinn Roger Carlsson og Joseph Fung tónskáld og gítarleikarí, sem er fæddur í Hong Kong, en að hluta búsettur hér. Sumsé norrænt lið með asísku ívafi og nafnið er eiginlega líka séð úr austrí, því þeir félagar völdu það, áður en þeir runnu saman í formlegan kvartett og lögðu upp í Kínareisu í fyrra. egar orðið kvartett ber fyrir sjónir, dettur víst flestum í hug blásara- eða strengjahópur. En eins og félagamir í Norræna kvartettinum sýna og sanna, þá er óþarfi að láta hefðir og venjur reyra sig fasta. En það gefur að skilja að verkefni fyrir svona kvartettskipan verða ekki gripin upp hvar sem er. Ekki datt Mozart í hug að skrifa fyrir þessi hljóðfæri, og ekki öðrum heldur. Það eru því tónskáldin í kvartett- inum sem leggja sitt af mörkum, svo kvartettinn hafi eitthvað að fást við, en þeir hafa líka leitað eftir verkum til tónskálda utan hópsins. En einmitt vegna þess hve sam- setning kvartettsins er sérstök, liggur beint við að spyija hvemig leiðir þeirra félaga hafi legið sam- an? Það er Askell Másson, sem leiðir lesendur í allan sannleik um kvartettinn og það er líka hann, sem leiddi þá félaga saman í byij- un. „Það er lörig saga á bak við samstarfíð. Ég kynntist Roger árið 1979 á tónlistarhátíð í Svíþjóð. Þar var flutt verk eftir mig, sem heitir Bláa ljósið. Daginn fyrir tónleikana forfallaðist annar þeirra tveggja slagverksleikara, sem áttu að taka þátt í flutningn- um og Roger hljóp í skarðið. Á fyrstu æfíngunni lék hann verkið um leið og hann las nótumar í fyrsta sinn með öllum sleglaskipt- ingum og hljóðfærin allt í kringum sig! Ég tók þá eftir hvað hann hafði mikla tilfínningu fyrir hend- ingum, fraseraði svo fallega. Mjög sjaldgæft að slagverksleikarar nái svona fallegum línum. Löngu eftir æfinguna hélt hann svo áfram að spyija mig í þaula um hvemig ég vildi láta spila hitt og þetta. Þama varð upphafíð á samstarfí okkar, sem hefur verið með ágætum. Ég hef síðan samið fyrir hann meðal annars marimbu-sónötu, konsert- þátt fyrir litla trommu og hljóm- sveit og stóra slagverkssónötu, en hann hefur síðan leikið þessi verk víða. í september leikur hann einleikshlutverkið í frumflutningi á marimbu-konsert eftir mig, með Sinfóníuhljómsveitinni í Gauta- borg, undir stjóm Leifs Segerst- ams.“ Tónleikaferð um Kína fyrsta viðfangsefnið „Ég hafði áður starfað með Einari, meðal annars samið fyrir hann einleiksverk og konsert. Jos- eph kom svo inn í hópinn. Hann og Roger kynntust í gegnum mig, vildu gjaman vinna saman og ég samdi verk fyrir þá, sem þeir hafa bæði flutt hér heima og er- lendis. Þegar við ræddum sam- starf, þá kom upp sú hugmynd að slá okkur saman í kvartett. En að einhveiju urðum við að stefna, okkur langaði í tónleika- ferð og gjaman um Austurlönd. Við höfðum samband við kínverska sendiráðið og okkur til mikillar undmnar þá stóðum við uppi um ári síðar með formlegt boð um tónleikahald í Kína! Þar með var samstarfið orðið að áþreifanlegum vemleika og alvaran blasti við. Þá hófst undir- búningur af krafti og við hófumst handa við að byggja upp efnis- skrá. Það var þá eðlilegt að tón- höfundamir í hópnum, við Joseph, gerðum eitthvað. Meðal annars leituðum við líka til Þorsteins Haukssonar, sem samdi tokkötu fyrir Joseph, gítarleikarann okk- ar. Kínaferðin reyndist erfíð, en jafnframt heillandi. Við æfðum fyrst í tæpar tvær vikur í Gauta- borg og héldum tónleika í háskól- anum þar. Tónleikamir tókust vel og við héldum áleiðis til Kína daginn eftir, en það segir sig sjálft að svona hópur spilast ekki saman á svipstundu. Við Joseph emm vanir að starfa einir. Gítar- leikarar vinna yfírleict einir og ég hef lagt aðaláherslu á tónsmíðar í allmörg ár. Einar og Roger em hins vegar gríðarlega þjálfaðir í samleik, bæði í kammer- og hljómsveitartónlist, þó þeir séu auk þess einleikarar. Þetta varð því mikil reynsla fyrir okkur Jos- eph og vonandi hafa hinir tveir einnig haft eitthvað uppúr sam- starfínu við okkur. Við höfðum ætlað okkur æfingatíma á meðan á ferðinni stóð, en það sneiddist rækilega af honum, vegna þess hve við þurftum að hafa mikið fyrir ýmsum framkvæmdaratrið- um, flutning á hljóðfæmnum og öðm ámóta." Tónskáld ekki nauðsyn- lega bestu stjórnendur eða flytjendur eigin verka Nú spilarðu meðal annars eigin verk í kvartettinum. Hvemig kanntu þvf? „Það kann að virðast, að það sé gott að hafa tónskáldin við höndina og vissulega getur svo verið, en samt fínnst mér eins og betra, að einhver annar stýri æf- ingum, þegar mín verk em flutt. Ýmsir tónhöfundar hafa gert mik- ið af því að stjóma eigin verkum, en ég er alls ekki sannfærður um að þannig verði flutningurinn allt- af bestur. Það er nefnilega tvennt ólíkt að túlka tilfinningar með tónsmíðum eða hljóðfæraleik. Þar liggur gjörólík þjálfun að baki. Auk faglegrar kunnáttu þarf stjómandi að hafa virðingu hljóm- sveitarinnar, hæfíleika til að hrífa fólk með sér í vinnu og útgeislun. Einungis mjög fá tónskáld hafa þessa hæfíleika." Hvað er um efnisskrána að segja? „Við flytjum verk eftir Joseph, sem heitir Choreographic Poems. Gmnnhugmyndin að verkinu er Hamlet og í nótunum em hér og hvar setningar úr leikritinu til að gefa hljóðfæraleikumnum hug- mynd um hvemig eigi að útfæra verkið. Toccata fyrir einleiksgítar, sem Joseph spilar, er eftir Þor- stein Hauksson. Það er byggt á hugmyndum um stöðuga hreyf- ingu, perpetuum mobile, eins og tokkötur em gjaman. Paavo Heininen er eitt af þekktari fínnskum samtímatón- skáldum og Einar spilar einleiks- verk eftir hann. Það var Heinin- en, sem samdi ópemna Silkitrom- muna, eftir sömu sögu og ópera Atla Heimis. Waves er slagverks- verk eftir Danann Per Norgaard. Þetta verk var samið á sjöunda áratugnum og vakti strax mikla athygli. Fór beint inn á efnisskrár margra slagverksleikara. Þar er tæpt á hugmyndum, sem Nar- gaard hefur svo haldið áfram að vinna úr í síðari verkum. Við spilum svo þrjú verk eftir mig. Fantasía yfír kínverskt ljóð er fyrir klarínett og handtromm- ur, ort útaf kvæði eftir kínverska skáldið Lí Pó, sem var uppi á 8. öld. Kvæðið er til í íslenskri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar og heitir Árstíðimar. Ég spila líka örstutt einleiksverk fyrir íjórar handtrommur, Impromptu, sem ég samdi á tónlistarhátíðinni, þar sem við Roger kynntumst. Á þess- ari hátíð var meðal annars sér staklega óskað eftir verki, sem hefði verið samið á staðnum." Skemmtitónlist úr Kína- ferð „Divertimento fyrir kvartettinn er samið út frá hefðbundnum hugmyndum um divertimento, skemmtitónlist, eins hún tíðkað- ist. Þama em fímm þættir, són- ata, mars, noctume eða nætur- ljóð, tríó og rondó. Ég samdi þetta verk fyrir Kínaferðina og freistaði þess að semja verk, sem væri nánast hægt að spila undir borð- um. Verkið átti umfram allt að vera aðgengilegt, en þó metnaðar- fullt. I þáttunum einbeiti ég mér að mismunandi hljóðfærum. í tríóinu spila ég ekki með, en klarínettið er áberandi. í næturljóðinu ein- beiti ég mér að gítamum, þar er gitarsóló. í marsinum er slagverk- ið í aðalhlutverki. Öll stefín í verk- inu, nema eitt, em úr öðmm verk- um eftir mig. Fer þá að líkt og höfundar fyrri tíma. Öll verkin á efnisskránni heyrast hér í fyrsta sinn." Tónlist á áltrommur og önn- ur sjaldséð og -heyrð hljóð- færi Þú lærðir á klarínett sem krakki og hefur löngum haldið þig við slagverk. Setja þessi hljóð- færi einhvem sérstakan svip á tónsmíðar þínar? „Ég hef kannski samið meira fyrir klarínett en ella, vegna þess að ég þekki það vel og hef einnig samið meira fyrir slagverk, en margir aðrir. En ég held að sá, sem heyrir píanó- eða víólukon- sertinn minn, gæti ekki gmnað að ég væri fremur slagverksleik- ari en eitthvað annað. Ég hef samið fyrir margs konar hljóð- færasamsetningar, hljómsveitar- verk, verk fyrir strengjasveitir, kammersveit og einleiksverk, auk verka fyrir söngraddir. Þegar ég skrifa fyrir einhveija ákveðna hljóðfærasamsetningu, til dæmis konsert fyrir einleiks- hljóðfæri og hljómsveit byija ég á að kynna mér hljóðfærið eins vel og mér er framast unnt. Á meðan ég er að skrifa verkið get ég venjulega ekki ímyndað mér stórkostlegra hljóðfæri en einmitt það, sem ég er að skrifa fyrir. Verð gagntekinn af því og eigin- leikum þess .. Þú spilar á slagverk með kvart- ettinum en semur Iíka. Engin tog- streyta þar á milli? „Núorðið spila ég bara á hand- trommur og geri það mest fyrir sjálfan mig. Held mér varla við í tækninni, æfí mig ekki lengur í tíu tíma á dag og það kemur líklega smátt og smátt niður á leiknum. Tónsmíðamar eru aðal- viðfangsefni rnitt." En þegar Áskell handlék ál- trommumar, sem hann spilar á með kvartettinum, var ekki að heyra að neitt vantaði á þjálfunina og handnæmið. Ekki er hægt að ímynda sér það nema að heyra það, hvað hægt er að fá út úr skinnpetti strengdu á álbúk... Og tækifærið til að kynnast því og öðru nýstárlegu bíður okkar á sunnudagskvöldið. Tónleikar fyrir þá, sem ferðast gegnum lífíð með opin eyra og augu. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Norræni kvartettinn á æfingu. Frá vinstri: Einar Jóhannesson, Áskell Másson, Roger Carlsson og Joseph Fung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.