Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 33 * • l LISTAHÁTÍÐ Dagnr ljóðs- ins helgaður þýðingnni DAGUR ljóðsins er framlag Rit- höfundasambands íslands til Listahátíðar 1988. Að þessu sinni er dagurinn helgaður ljóðaþýð- ingum á íslensku og verða fluttar þýðingar eftir tólf núlifandi þýð- endur á Kjarvalsstöðum í dag. Að sögn Sigurðar Pálssonar, frá- farandi formanns Rithöfundasam- bandsins, er Dagur ljóðsins hugsað- ur sem kynning á ljóðlist, frekar en að verið sé að efna til einhvers við- burðar, sem ekki verði endurtekinn. Þetta er í þriðja sinn, sem rithöfun- dasambandið gengst fyrir slíkum degi, en aldrei áður hefur dagskráin byggst á þýðingum. Sigurður sagði þýðingar hafa skipað veglegan sess í islenskri ljóðagerð a.m.k. síðustu tvær aldimar og flest helstu skáld okkar hefðu fengist við að þýða, mismikið þó. Þannig hafi skáldin gert hvort tveggja að kynna erlend stórskáld á íslandi og láta reyna á möguleika og mátt íslenskrar tungu til að koma þeim til skila. Þeir þýðendur sem flytja sjálfir þýðingar sínar á Kjarvalsstöðum em Ámi Ibsen, Einar Bragi, Helgi Hálf- danarson, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Sigfus Daðason, Þorgeir Þor- geirsson og Þórarinn Eldjám. Auk þess les Erlingur Gíslason, leikari, þýðingar Þorsteins Þorsteinssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur og Amar Jónsson, leikari, les þýðingar Geirs Kristjánssonar og Daníels Á. Daníelssonar, læknis á Dalvík, sem þýtt hefur ljóð eftir mörg stórskáld m.a. sonnettur Shakespeares. Sagði Sigurður að nánast öll menningarsvæði ættu sinn fulltrúa á Degi ljóðsins að þessu sinni og mætti segja að þetta væri alþjóðleg ljóðlistarhátíð á íslensku. Sten Nilsson. Bókaútgáfan Orð lífsins: Ný bók um knstilegt efni Bókaútgáfan Orð lífsins hefur sent frá sér bók eftir sænskan höfund, Sten Nilsson, sem nefnist Leysið lýð minn. I fréttatilkynningu frá útgefend- um segir að bókin fjalli um „mann- inn í heild sinni, heilan til anda, sálar og líkama." Hun er 115 síður. Þýðandi er Guðni Þorvaldsson. Um höfiindinn, Sten Nilsson, segir að hann hafi lengi verið for- stöðumaður í meþódistakirkjum og verið kristniboði á Indlandi en sé nú kennari við Biblíuskóla í Uppsöl- um í Svíþjóð. Bókaútgáfan Orð lífsins var stofnuð haustið 1987 af Ásmundi Magnússyni lækni og konu hans Jódísi Konráðsdóttur hjúkmnar- fræðingi. Þegar hafa verið gefin út nokkur hefti m.a. eftir sænska predikarann Ulf Ekman og em þau til sölu á almennum samkomum hjá Orði lífsins í Kópavogi. Vinsamlegast athugið að nýtt símanúmer Dýraspítalans í Víðidal er; 674020 Vitjanabeiðnir kl. 08.00-10.00. Almenn móttaka gæludýra á virkum dögum kl. 15.00-18.00, laugardaga kl. 10.00-12.00. Geymið auglýsinguna Hafnarfjörður. Garðabær og nágrenni Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur forseta hafa aðstöðu á Reykjavíkurvegi 60, sími 651907. Kjörskrá liggur frammi ásamt upplýsingum um kjör- staði erlendis. Skrifstofan verður opin daglega kl. 16-20, laugardaga og sunnudaga kl. 14-16. Stuðningsmenn Símanúmer 65-19-07 Kaffi á könnunni SUMARÁTAK Æfingar 4 x pr. viku, hlaupið úti 2 x pr. viku, fitumæl- ing, viktun og góðar ráðleggingar í upphafi námskeiðs. Þetta nám- skeið hefur verið mjög vinsælt og árangur góður: aukið þrek, meiri styrkur, lægra fituhlutfall og megrun um 1-6 kg eftir aðeins 4 vikur. LÍKAMSRÆKT Áhersla lögð á æfingar fyrir maga, rass og læri. Teygjur og slökun, engin hopp. Fjörug tónlist undir. ÁTAKÍMEGRUN Góðaræfingarfyrirmaga, rass, læri og upphand- leggi. Teygjur og slökun. Viktun, gott aðhald og mikill árangur. ERÓBIK Fjörug þolþjálfun fyrir hjarta og lungu. Styrkjandi æfingar, teygjurogslökun. FYRIR BARNSHAFANDI KONUR Ýmsar sérstaklega valdar æfing- ar, öruggar, uppbyggjandi og styrkjandi fyrir barnshafandi konur. Einnig teygjur, öndunar- og slökunáræfingar. FYRIR KONUR MEÐ BARN Á BRJÓSTI Byggt upp alhliða líkams- þrek eftir barnsburð. Létt þolleikfimi og styrkjandi æfingar og teygjur fyrir viðkvæma líkamshluta. Sérstök áhersla á bak, maga og hendur. MORGUN- HÁDEGIS OG DAGTÍMAR Fyrir hressar konur sem vilja nota daginn til að rækta líkamann. Áthugið: barnagæsla á staðnum. Eingöngu lærðir íþróttakennarar leiðbeina. VERÐ: 3 VIKUR AÐEINS KR. 1.950 SUMARÁTAK 4 x PR. VIKU KR. 3.800 Við tökum tillit til sumarleyfa við greiðslu SKRÁÐU ÞIG STRAX í SÍMA 65 2212 NÁMSKEIÐIN HEFJAST 13. JÚNÍ. Stundaskrá fyrir námskeið júní - ágúst 1988 Mánudagar og fimmtudagar Kl. 10.00 Morgunleikfimi Kl. 12.00 Hádegisleikfimi (50 mín.) Kl. 13.30 Líkamsrækt Mánudagar og miðvikudagar Kl. 17.10 Líkamsrækt Kl. 17.15 Sumarátak (4 x pr. viku) Kl. 18.10 Átak í megrun Kl. 18.30 Eróbik 3 Kl. 19.10 Líkamsrækt 3 Kl. 20.00 Sumarátak (4 x pr. viku) Kl. 20.10 Fyrir barnshafandi konur Kl. 21.10 Fyrir konur með barn á brjósti Þriðjudagar og fimmtudagar Kl. 17.15 Sumarátak (4 x pr. viku) Kl. 18.30 Líkamsrækt Kl. 19.10 Átak í megrun 3 Kl. 19.30 Sumarátak (4 x pr. viku) Kl. 20.10 Líkamsrækt3 Kl. 20.45 Eróbik Kl. 21.10 Átak í megrun 2 Laugardagar - opnir tímar Kl. 10.30 Líkamsrækt 1 Kl. 11.30 Líkamsrækt 3 HRESS BÆJARHRAUNI 4 /VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN / 9MI 65 2212 Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.