Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988 4 ■> -4 i í I í »NANASTI VOPNABROÐIRINN" DAUÐI UNPIAOS Lin Piao talar ... á kjörstað með formanninum ’iao og Mao: Samsæri gegn formanninum. Kínverski kommúnistaf lokkurinn virðist hafa komið í veg fyrir tilraun til að gefa út ævisögu Lins Piaos (Lins Biaos) marskálks, staðgengils Mao Tse- tungs, sem staðhæft er að hafi gerzt landráðamaður og reynt að flýja til Sovétríkjanna, en farizt í flugslysi í Mongólíu í september 1971. Hann var sakaður um að hafa reynt að ráða Mao af dögum og hrifsa til sín völdin. Dularfullt mál hans var talið mesta hneyksli „menningarbyltingarinnar “. Tveir bræður, sem starfa við blað kínverska hers- ins, munu nýlega hafa farið þess á leit við fyrrv. samstarfsmann Lins Piaos að hann skrifaði ævisögu hans og bókaforlag hersins gæfi hana út. Sá sem þeir sneru sér til var Li Zuopeng, fv. yfirmaður stjómmáladeildar sjóhersins, sem var leiddur fyrir rétt um leið og fleiri yfirmenn heraflans og svoköll- uð „fjórmenningaklíka" 1980, dæmdur fyrir að hafa verið í vit- orði með Lin Piao, en látinn laus í fyrra. Kínverska öryggisþjónustan, sem greindi frá þessu, sagði að hér væri á ferðinni „skuggalegt sam- særi“ um að rétta við álit Lins Pia- os. Ummæli hennar sýna að enn er ekki talið óhætt að íjalla opin- skátt um mál marskálksins,’ sem var 65 ára þegar hann hvarf og gegndi embætti landvarnaráðherra, auk þess sem hann var sérstakur skjólstæðingur og staðgengill Maos formanns. Lin Piao var einn hæfasti herfor- ingi kínverskra kommúnista. Ferill hans hófst fyrir daga „göngunnar miklu" 1934 og hann leiddi heri kommúnista til sigurs í borgara- stríðinu 1946-1949. Á næstu árum fylgdi hann dæmigerðri hentistefnu og vitnaði óspart í „hugsanir" Ma- os. Hann studdi „hinn mikla stýri- mann“ í baráttu hans gegn klíku stuðningsmanna Rússa undir for- ystu Pengs Teh-huai marskálks, fékk sæti í stjómmálaráðinu (fram- kvæmdastjórn flokksins) 1958 og varð landvarnaráðherra ári síðar í stað Pengs. Arftaki Maos Skömmu síðar fann Lin Piao upp litla „rauða kverið" með hugsunum Maos og gróf undan áhrifum Lius Shao-chis, sem var sviptur embætti forseta 1965, Dengs Xiaoping og fleiri „hægrimanna“. í „menningar- byltingunni" ýtti Lin undir sefa- sjúka „Mao-dýrkun“ og færði sér umrótið í nyt. Undir forystu hans tryggði herinn „rauðu varðliðunum" sigur í viðureign þeirra við „endur- skoðunarsinna" og hann var til- nefndur „nánasti vopnabróðir og arftaki" Maos 1969. Smám saman náði þó bandalag hófsamra manna í hernum og stjórnkerfinu undirtökunum og „vinstriöfgamönnum" var vikið úr fylkisstjórnum. Þessar hreinsanir náðu hámarki sumarið 1971. í júní hvarf Lin Piao og sást ekki opin- berlega eftir það. Vitað var að hann þjáðist af ólæknandi berklasjúk- dómi, blóðskorti og svefnleysi. Al- varleg valdabaráti.a virtist í uppsigl- ingu. í júlí kom Henry Kissinger, öryggisráðunautur Richards Nix- ons, í leyniheimsókn til Peking og ákveðið var að forsetinn færi þang- að síðar. Dagana 12. til 16. september hættu allir fulltrúar í stjórnmála- ráðinu að sjást opinberlega. Jap- önsk sendinefnd sá að óvenjumikið var um að vera við aðalstöðvar flokksins í Peking. Um leið hurfu allir helztu yfirmenn heraflans. Flugbann var fyrirskipað og eftir- litsflugi hætt á Taiwan-sundi. Deildir hersins virtust vera í við- bragðsstöðu. Þótt hermenn sæjust á ferli í Peking hermdu fréttir að heimfararleyfi hermanna hefðu ver- ið afturkölluð. Mesta athygli vakti að tilkynnt var að hefðbundinni skrúðgöngu á þjóðhátíðardaginn 1. október yrði aflýst „af sparnaðar- ástæðum". . Seinna kom í Ijós að allt átti þetta rætur að rekja til máls Lins Piaos, en mjög óljósar fréttir bárust um það. Chou En-lai forsætisráð- herra staðfesti ekki fyrr en níu mánuðum síðar að Lin væri látinn og hefði reynt að myrða Mao og taka völdin. Málið skýrðist nokkuð í réttarhöldunum gegn „íjórmenp- ingaklíkunni" 1980-1981 ognokkru síðar í grein í flugmálariti, en mörg- um spurningum er ósvarað. Morðsamsæri Sagt var að Lin Piao hefði ákveð- ið „í einhverju fáti“ að flýja til Kantons til að koma á fót nýrri miðstjóm. Kona hans, Ye Qun, og sonur þeirra, Lin Liguo, hvottu hann til samsærisins. Lin yngri starfaði í aðalstöðvum flughersins, sem var undir stjórn Wu Fa-hsien (Wu Faxian), skjólstæðings föður hans. Wu var einn helzti forkólfur menningar-byltingarinnar og hafði notað öryggissveitir flughersins til að koma í veg fyrir að landherinn bryti andspyrnu rauðu varðliðanna á bak aftur. ... með rauðum varðliðum og formanninum (1966)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.