Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
MENNT ER MÁTTUR
Byrjendanámskeið
á PC tölvur
Kjörið tækifæri
fyrir þá, sem vilja
kynnast hinum
frábæru kostum PC-
tölvanna, hvort heldur
sem er, í leik eða starfi.
Leiðbeinandi
DAGSKRÁ
* Grundvallaratriði við notkun PC-tölva.
* Stýrikerfið MS-DOS.
* Ritvinnslukerfið WordPerfect.
* Töflureiknirinn Multiplan.
* Umræður og fyrirspurnir.
Logi Ragnarsson
tölvunarfræðingur.
Tími: 14., 16.,
21. og 23. júní
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
kl. 20-23
Upplýsingar og innritun í
símum 687590 og 686790
VR og BSRB styðja sína félaga
til þátttöku í námskeiðinu
ÆVINTYRALEGA
GÓÐAR
Falla eins og buxur
að kroppnum
Þynnri bleiur en
taka meiri bleytu.
ÆMISPRÓFAÐAR
POTTÞÉTTAR
ÚR EINU í ANNAÐ
Ilmvötn
Þið hafið áreiðanlega tekið eft-
ir því þegir þið kaupið ilmvatn að
tappinn á glasinu er vandlega lok-
aður og innsiglaður. Enda geym-
ist ilmvatnið von úr viti meðan
þið ekki rjúfið innsiglið. En eftir
að glasið hefur verið opnað
minnkar geymsluþolið verulega
og er reiknað með að ilmurinn
haldi ekki fullum styrk lengur en
rúmt hálft ár. Það borgar sig því
ekki að spara ilmvatnið um of
eftir að glasið hefur verið opnað.
Það var nú það!
Þegar bóndinn kom fram í eld-
hús einn morguninn til að fá sér
kaffisopa rak hann augun í vegg-
spjald með áletruninni:
—Hættu að kvarta yfir mistök-
um konu þinnar. Mundu að ef til
vill eru það þessir smá-misbrestir
sem komu í veg fyrir að hún eign-
aðist betri eiginmann.
Svo máttu sofa vært
Aður en þú gengur til náða
þarft þú að búa húðina undir
svefninn. Mundu því að:
—Hreinsa alla förðun vandlega
af andlitinu.
—Hreinsa burt allan augna-
háralit.
—Smuija þig með léttu næring-
arkremi ef húðin er þurr - og
ekki gleyma hálsinum. Svo getur
þú lagt þig með góðri samvizku,
og sofið vært.
Berir fætur
Þótt aðstaðan hér sé ekki sú
sama og á suðrænum sólarströnd-
um getum við engu að síður
stundum veitt okkur þann munað
að ganga berfætt á grasinu í garð-
inum eða jafnvel úti í náttúrunni.
Sum okkar eiga þess einnig kost
að skreppa niður í fjöru og fá sér
heilsugöngu í sandinum, berfætt.
Þeir sem eru svo vel í sveit settir
ættu fyrir alla muni að notfæra
sér aðstöðuna. Við höfum heyrt
um fólk sem hefur átt við ýmsa
líkamskvilla að stríða, en fengið
bata eftir að hafa leitað til sér-
fræðinga í fótanuddi og fengið
svæðanudd. En svipað svæðanudd
fáum við einmitt þegar við
göngum berfætt. Þá er gott að
ganga á sorfnu sjávargijóti, eða
hafa lítinn bolta og renna fótunum
eftir honum. Það er í raun bezta
svæðanuddið. Og munið það að
með því að hugsa vel um fæturna
eruð þið að auka líkamlega vellí-
ðan.
I