Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
Minning:
*
Oskar B. Jónsson
mælitækjasmiður
11. mars 1909
Dáinn 25. aprfl 1988
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
mér þegar náinn vinur er allt i einu
horfínn sjónum.
Fimmtudaginn 5. maí fór fram í
Fossvogskapellu útfðr Óskars Bem-
harðs Jónssonar fyrrverandi mæli-
tækjasmiðs, en hann andaðist á
öldrunardeild Landspítalans í Há-
túni 10, Reykjavík, 79 ára að aldri.
Óskar hafði legið þar rúmfastur um
eins og hálfs árs skeið.
Óskar fæddist á Innra-Hólmi í
Akraneshreppi 11. mars 1909, son-
ur hjónanna Sigurlaugar Jónsdóttur
og Jóns Jónssonar bónda þar og
athafnamanns, kunnastur fyrir
dugnað sinn í Reykjavík þó búsettur
væri á Innra-Hólmi. Óskar var
næstyngstur fímm bama þeirra
hjóna en hin vom Siguijón, Guðríð-
ur, Marinó og Sigurlaug, einnig
hálfbróðir, Jón Sævar, sem búsettur
er í Bandaríkjunum, yngstur þeirra
systkina.
Óskar ólst upp á Lindargötunni
hjá foreldrum sínum. Það mótaði
líf hans mjög að föðurafí hans hafði
árið 1887 ritað merka bók um með-
ferð góðmálma, kennslubók þess
efíiis. Óskar kynntist að sjálfsögðu
afa sínum og hugðarefnum hans
vel og heillaðist af þeim. Byrjaði
hann snemma að smíða úr máímum
þessum undir leiðsögn hans. Seinna
meir, er honum óx svo fískur um
hrygg að hann var fær um og
mátti læra iðn, sneri hann sér að
úrsmíði og lærði hand hjá Magnúsi
Benjamínssyni. Óskar var góður
úrsmiður, voru honum flestir hlutir
auðunnir. Hann hafði það embætti
á námsárum sínum, að gæta klukk-
unnar í Dómkirkjunni og víst er að
engum aukvisum var falið slíkt
starf.
Að námi loknu starfaði hann sem
úrsmiður á Akranesi um nokkurra
ára skeið. Kynntist hann konu sinni,
Svövu Laufeyju Kristinsdóttur frá
Holtum í Mýrarhreppi, A-Skafta-
fellssýslu, sem var hans mikla gæfa
í lífínu. Lifír hún mann sinn.
Þau hófu búskap sinn hér í
Reykjavík 1931 og varð þeim
tveggja bama auðið, auk þess sem
þau ólu upp eina dótturdóttur sína.
Bömin eru Þorsteinn, sem er deild-
arstjóri hjá Landsímanum, og
Sigríður Anna, sem vinnur sem yfír-
meinatæknir í Bandaríkjunum.
Þegar þau Óskar og Laufey hófu
búskap var heimskreppan mikla í
algleymingi og lítið um atvinnu.
Kom sér í fyrstu vel að Óskar var
hagur í höndum og hafði lært fleira
en bara úrsmíðina, hann hafði einn-
ig numið leturgröft og silfursmíði.
En er kreppan þrengdi að hag
manna um adlt land varð hann að
leita annað að atvinnu og lá leið
hans á hafið eins og hjá fleiri heimil-
isfeðrum á þessum tíma. Þar vann
hann lengst af sem vélstjóri, sigldi
hann öll stríðsárin, síðast á togaran-
um Þórólfi, eða þar til hann fór í
land og gerðist einn af stofnendum
bifreiðastöðvarinnar Hreyfíls. Hann
hóf þar akstur á eigin bifreið. Þeg-
ar gjaldmælar komu til sögunnar í
leigubifreiðir þurfti að sjálfsögðu
tæknimenntaðan mann til að sjá
um ísetningu þeirra og viðhald.
Óskar var ráðinn til þeirra verka
°g byijaði hann á að fara til Svíþjóð-
ar til Halda-verksmiðjanna þar sem
hann lærði þessa iðn og fékk meist-
araréttindi sem mælitækjasmiður.
Starfaði hann með eigið verkstæði
fyrir alla gjaldmæla í bifreiðir í 26
ár. Óskar var einn af þeim mönnum
sem ávallt var hægt að leita til með
vandamál sín á þeim tækjum og
áhöldum sem biluðu. Skipti þar
engu hvort „landinn" eða „kaninn“
bað um aðstoð, honum voru allir
vegir færir. Er í nauðirnar rak
smíðaði hann bara hlutinn.
Sá er þessar línur ritar hitti
Óskar oft, áttum við þá saman
ánægjulegar stundir. Hafði Oskar
frá mörgu skemmtilegu að segja
af viðburðaríkri ævi. Óskar hafði
gamanyrði oftast á takteinum og
hafði sérlega skemmtilega frásagn-
argáfu. Þá er óhætt að fullyrða að
Laufey lagði sitt af mörkum í sam-
skiptum þeirra, sem gerði líf þeirra
hamingjusamt alla tíð, þó stundum
blési ekki byrlega með heimilið og
langar fjarvistir hans að heiman
vegna starfans.
Eg vil að lokum þakka Óskari
og þá um leið Laufeyju fyrir alla
þá góðsemd og hlýju sem þau hafa
sýnt börnum mínum og allri minni
fjölskyldu, það var gott að vita af
siíkum góðmennum sem ávallt
höfðu opið hús og hjarta til að gefa
sér tíma og næði til að hugsa um
þennan hóp, allt án þess að ætláSt
til neins í móti.
Eg votta Laufeyju og bömum
hennar mína dýpstu samúð. Megi
góður Guð blessa minningu Óskars.
Arnar Axelsson
Morgunblaðið/JúlíUB
Skrifað undir mjölsamning
Samningar um tilraunasendingu á fiskimjöli til Kína voru undirritaðir
í Reykjavík á sunnudag af fulltrúum alþýðulýðveldinsins og fyrirtæk-
inu R. Hannessyni fyrir milligöngu fyrirtækisins XCO. Á myndinni eru
talið frá vinstri: Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO,
Richard Hannesson, forstjóri, Yang Fenglin, formaður kínversku sendi-
nefndarinnar, An Lu Xia, Zang Hong-Bin, Zang Jinyun og Ásmundur
Richardsson, framkvæmdastjóri.
t
Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og útför
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
Börn, tengdabörn og barnabörn. l
t
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug, við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR KRISTÍNAR SVEINBJARNARDÓTTUR,
Sólheimum, Grenlvík.
Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri fyrir frábæra umönnun.
Jón Arnþórsson, Gisela Rabe-Stephan,
Kristinn Arnþórsson, Joan Katrín Lónharðsdóttir,
Sigrföur Arnþórsdóttir, Jón Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og
útför sonar okkar, bróður, dóttursonar og frænda,
ERLINGS BJÖRNSSONAR,
Greniteig 39,
Keflavfk.
Gúö blessi ykkur öll.
Sjöfn Erlingsdóttir, Björn Jakobsson,
Helgi Björnsson, Grétar Jakob Björnsson,
Birna Margrót Björnsdóttir, Einar Haukur Björnsson,
Helga Eyþórsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
FRIÐLEIFS EGILS GUÐMUNDSSONAR,
Ölduslóð 5,
Hafnarflrðl.
Guðrún Ingvarsdóttir,
Egill Rúnar Friöleifsson, Sigríður Björnsdóttir,
Erla Friðleifsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson,
Ingvar Birgir Friðleifsson, Þórdís Árnadóttir,
Guðmundur Ómar Friðleifsson, Sigrún Jakobsdóttlr,
Þóra Lovísa Friðleifsdóttir, Hallur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
TOYOTA
BÍLASALAN
Skeifunni 15. Endursala notaöra bíla.
T0Y0TA
Nýbýlavegi 8. Þjónusta og sala nýrra bíla.
T0Y0TA
verkstæöi og umboðssölur um allt land.
MfD STÖNDUM Á ÞVf
FASTAR EN FÓTUNUM
. AÐT0Y0TAER
AREIÐANLEGT MERKI