Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
27
Khomeini
helsjúkur af
lifrarkrabba
New York. Reuter.
AYATOLLAH Khomeini, andleg-
ur leiðtogi írana, þjáist af lifrar-
krabbameini og á aðeins tvo til
þijá mánuði eftir ólifaða, að því
er bandaríska sjónvarpsstöðin
CBS sagði á fimmtudag.
Sjónvarpsstöðin, sem kvaðst hafa
þetta eftir leyniþjónustuheimildum,
en greindi ekki nánar frá því, hverj-
ar þær væru, sagði í kvöldfrétta-
tíma sínum, að krabbameinið hefði
breiðst út frá blöðruhálskirtli til lifr-
arinnar.
Khomeini er nú 88 ára að aldri.
Ali Akbar Hashemi Rafsanjani hef-
ur verið skipaður yfirmaður hers-
ins, en því embætti gegndi Kho-
meini áður. Að sögn CBS telja
bandarískir leyniþjónustumenn þó,
að Ayatollah Hussein Ali Montazeri
muni taka við leiðtogaembættinu
af Khomeini, en hin raunverulegu
völd verði í höndum Rafsanjanis.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
Kraftmikill snúbíll
með ótrúlegt rými
• Framhjóladrifinn
að sjálfsögðu.
• Eyðslugrannur með
afbrigðum.
• 3ja ára ábyrgð.
Betri smábíll finnst
varla. Greiðslukjör við
allra hœfi. — 25% útb.
eftirstöðvar á 2 1/2 ári.
• 1000 cc 4ra strokka
vél.
• Beinskiptur 4ra -
5 gíra.
„Landið sem allir þrá
að sjá“
Fá lönd eru jafn hrífandi og
Indland. Hin mörg þúsund ára
gamla menning er litrík og
framandi í augum vesturlanda-
búa og óvíða gefur að sjá aðrar
eins andstæður. Menning og
minjar sem eiga sér engar
hliðstæður. Fólkið, dýralífið,
ævagamlar borgir, einstæð
listaverk og menningarfjár-
sjóðir sem láta engan mann
ósnortinn.
Flogið er með AIR INDLA frá
London til Delhi, höfuðborgar
Indlands. Þaðan liggur leið til
Kathmandu, Nepal og Pok-
hara. Því næst sigling á Ganges-
fljótinu og heimsóknir í hinar
frægu hallir og musteri, til
dæmis í Kajuraho, Agra,
Amber, Jaipur og Fathepur
Sikri, Udaipur og Ellora.
(Mark Twain)
Ferðinni lýkur svo í Bombey,
viðskiptahöfuðborg Indlands.
Gisting í hæsta gæðaflokki.
Aukavika í Góa,
eða Suður-Indlandi.
Indíafarar Sögu geta fram-
lengt dvölina við sólgylltar
strendur Góa, einum þekktasta
baðstaðnum við Indlandshaf,
Hafðu samband strax í dag í
síma 91624040, eða líttu við á
skrifstofunni.
Indland: Brottför 5. nóv-
ember. Fararstjóri Sigurður A.
Magnússon, 22 dagar.
FERÐASKRIFSTOFAN
essemm/siA2i 31