Morgunblaðið - 12.06.1988, Blaðsíða 39
S9Pr ívtt'tt er ÍTTTOArTTTVTMTT?> GIGA.TavnTOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
«P.
39
Norrænt þing um æðakölkun:
Erfðaþáttur mikilvæg
ur hjá íslendingnm
NORRÆNU rannsóknarþingi
um æðakölkun er lokið. Að sögn
Gunnars Sigurðssonar, sem er
einn af forsvarsmönnum þings-
ins, voru á seinni deginum m.a.
flutt erindi um magn blóðfitu
og áhrif erfða í því sambandi.
Prófessor G. Utermann frá Aust-
urríki sagði frá rannsóknum sínum
á erfðaþáttum sem ásamt umhverf-
isþáttum ákvarða magn blóðfitu.
Kom fram að erfðaþættir virðast
gegna mikilvægara hlutverki í ís-
lendingum en öðrum þjóðum sem
hann hefur athugað.
þeim sem tóku lyfið en hjá saman-
burðarhópi.
Gunnar Sigurðsson og Þorsteinn
Þorsteinsson læknar skýrðu frá
reynslu sinni af lyfinu Lovastatin
sem notað er gegn of mikilli blóð-
fitu. Lyfið verkar vel á sjúklinga
og lofar því góðu.
í skipulagsnefnd þingsins voru:
Gunnar Sigurðsson, Guðmundur
Þorgeirsson, Gizur Gottskálksson,
Jón Högnason og Uggi Agnarson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá rannsóknarþinginu; þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum og einnig voru fyrirlesarar frá
nokkrum öðrum löndum.
Einnig vakti athygli erindi M.
H. Frick frá Finnlandi um forvam-
ir gegn kransæðastíflu með lyfinu
Gemfibrozil. Rannsóknir hans sýna
að það hefur þau áhrif að minnka
heildarkólesteról, auka HDL-
kólesteról og minnka LDL-kólest-
eról í blóðinu. Þetta þýðir hagstæð-
ara hlutfall milli kólesterólþátta í
blóði og eftir 5 ára notkun lyfsins
var tíðni hjartaáfalla 67% lægri hjá
Forsíða 19. júní.
Ritið 19. júní
komið út
ÁRSRIT Kvennréttindafélags ís-
lands, 19. júní, er komið út. Að
þessu sinni er megináherslan
lögð á dagvistarmál.
Meðal efnis er grein, sem fjallar
um spuminguna hvar bömin eigi
að vera þegar báðir foreldramir
starfa utan heimilisins. Bent er á
lausnir í því sambandi. Þá er fjallað
um þróun dagvistarmála í
Reykjavík til 1987, lýst kjömm
dagmæðra og leikföng stúlkna og
drengja borin saman. Rætt er við
stjómmálamenn um það, hvetjir
beri ábyrgð á börnunum og er víða
leitað fanga varðandi þá spumingu.
Í blaðinu er einnig viðtal við Jó-
hönnu Sigurðardóttur, sem er ráð-
herra jafnréttismála. Meðal annars
efnis má nefna umfjöllun um aukinn
áhuga karla á fegurðarsamkeppni,
tískufatnaði, snyrtivörum og fleim
af því tagi.
Ritstjóri 19.júní er Jónína Margr-
ét Guðnadóttir. Myndir tók Rut
Hallgrímsdóttir en útlit annaðist
Þórhildur Jónsdóttir. Blaðinu verð-
ur dreift um allt land, en fæst auk
þess í áskrift hjá skrifstofu KRFÍ
að Túngötu_14.
(Ur fréttatilkynningu)
CITROÉN
SPORT
Nú um helgina, 11. og 12. júní,sýn-
um við Citroén gæði og glæsileika í sýning-
arsal okkar að Lágmúla 5.
Þar gefur að líta m.a. spennandi sportútgáfu
af Citroén AX og hinn óviðjafnanlega,
16 ventla, Citroén BX GTI.
Nú er Citroén á afar hagstæðu
verði og greiðsluskilmálarnir eru við
allra hæfi.
Komdu og kynntu þér bíl með karakter;
CITROEN!
Opið frá kl. 13.00 — 17.00 laugar-
dag og sunnudag.
Globusa
Lágmúla 5, sími 681555
YDDA F3d2.2S/SlA