Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 138. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins GonaTves^* /vXvXvXv'.’X'XvXvív1vXv,.'Xv!vX,X'XvT,.\^»ja^.,'S*>64 -í>DOMtNfKANSKA f-W 1ÝDVELDID Atiantshaí (STÆKKAO SVÆOI Port-aut Prince i Kyrrahaf Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims: Stórveldin stefni að frekari afvopnun Toronto, Reuter. JL Toronto, Reuter. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims fögnuðu í gær bættum sam- skiptum Vesturlandabúa og Sovét- manna og hvöttu stjórnvöld í Was- hington og Moskvu til þess að stefna að verulegri fækkun lang- drægra kjarnorkueldflauga. „Síðan við komum saman til fund- ar síðast hefur Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum miðað mjög vel áfram í samningaviðræðum um fækkun kjarnorkuvopna og það er í fullu samræmi við öryggishagsmuni okkar allra," segir í yfírlýsingu leið- toganna sem birt var á öðrum degi fundarins. Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada, las yfirlýsinguna og fór lof- samlegum orðum um samning stór- veldanna um meðal- og skammdræg- ar kjamorkueldflaugar og hvatti þau til þess að fækka langdrægum kjarn- orkueldflaugum. „Við væntum nú þess að langdrægum kjamorkueld- flaugum verði fækkað verulega. Við óskum Reagan forseta og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga til ham- ingju með þann árangur sem þegar hefur náðst í þeim efnum." í yfirlýsingunni er brottflutningi sovéskra hermanna frá Afganistan einnig fagnað og þess er krafist að allar sovéskar hersveitir hverfi á brott þaðan. Ennfremur eru hryðju- verk fordæmd, þar á meðal gíslatök- ur, og hvatt er til þess að komið verði á aukinni samvinnu í barátt- unni gegn eiturlyfjasmygli. Sjá ennfremur fréttir á bls. 32. Grænfriðungar hlekkjuðu sig við gámana um sjöleytið í gærmorg- un að finnskum tíma. Á efri borð- anum er þess krafist að hvalveið- um verði hætt, en á þeim neðri segir: „íslendingar drápu þessa hvali.“ Á innfelldu myndinni má sjá hlekki eins mótmælendanna. Valdarán á Haiti: Manigat flýr til Dóm- iníska lýðveldisins Pnrt.aii.Prmnn Rnnfnr Port-au-Prince, Reuter. ÆÐSTI yfirmaður Haítí-hers, Henri Namphy, tók völdin á Haítí snemma i gær eftir uppreisn gegn Leslie Manigat, forseta landsins. Manigat fór með flugvél til Dóm- iníska lýðveldisins og neitaði að tjá sig um valdaránið. Namphy tilkynntj í útvarpsávarpi í gær að herinn hefði tekið völdin í sínar hendur og hann væri nú for- seti landsins. Hann sagði að hernum hefði borið skylda til að taka völdin og hann sakaði Manigat um að hafa brotið stjómarskrá landsins og hneigst til einræðis. Götur höfuðborgarinnar voru lok- aðar, komið var á útgöngubanni og flugsamgöngur lögðust niður í gær. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að friðsamlegt væri á götum Port-au-Prince og svo virtist sem herinn hefði náð borginni algerlega á sitt vald. Manigat gisti á hóteli í Santo Domingo í gær og við komuna þang- að forðaðist hann fréttamenn. Fregn- ir herma að Manigat hafi særst í bardögum í forsetahöllinni. 0 100 KM Atlan tsha f Gonáva- Karíbahaf KRGN / Morgunblaðið / AM Grænfriðungar í Helsinki mótmæla hvalveiðum íslendinga: Meðferð hvalkjöts- farmsins ákveðin í dag Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara HÓPUR meðlima Greenpeace- samtakanna réðist í gær inn á hafnarsvæði í Helsinki, höfuðborg Finnlands, og hlekkjaði sig við átta íslenska kæligáma á hafnar- bakkanum. Grænfriðungarnir, sem eru frá níu löndum, vildu með þessu vekja athygli finnskra yfir- valda á að gámamir geyma hátt í 200 tonn af íslensku hvalkjöti á leið til Japans. Samkvæmt finnsk- um lögum er bannað að flytja inn Fjöldaganga í Lettlandi: Báru spjöld þar sem krafist var sjálfstæðis Mdskvu, Reuter. ÞÁTTT AKENDUR í fjöldagöngu, sem efnt var til í minningu fómar- lamba ofsókna Stalins í Lettlandi og fór fram í Riga í síðustu viku, báru spjöld þar sem sjálfstæðis Lettlands var krafist, að sögn dagblaðs í Lettlandi. I nýjasta tölublaði dagblaðsins Sovetskaja Molodyozh, sem gefið er út af ungliðahreyfingu í Lett- landi, segir að á kröfuspjöldum sem fólk bar við minningarathöfnina hafi staðið „Frelsið Lettland", „Við krefjumst sjálfstæðis Lettlands" og „KGB hefur komið í stað SS-sveita nasista". „Slíkar kröfur hefðu ekki sést við fjöldasamkomur fyrir tveimur árum og ef þær hefðu sést hefði ekki verið greint frá því í dagblöðum," segir í grein blaðsins. „Stefna Míkhaíls Gorbatsjovs hefur gert það að verkum að fólk þorir að bera fram slikar kröfur," full- yrðir greinarhöfundur í Sovetskaja Molodyozh. Þátttakendur í flöldagöngunni lögðu blómsveig á minnismerki um þá 30.000 Letta sem fluttir voru nauðugir til Síbiríu á árunum 1941 og 1949 fyrir tilstilli Stalíns. Leyfi fyrir fjöldagöngu til að minnast hörmunganna var í fyrsta sinn auðfengið. Hingað til hefur ekki fengist leyfi til að halda slíkar sam- komur sem þá hafa verið haldnar í óþökk yfirvalda. Morgunblaðsins og Reuter. hvalafurðir, og krefjast grænfrið- ungar þess að farmurinn verði gerður upptækur. Skiptar skoðan- ir eru þó um það hvort ólöglegt sé að geyma kjötið í Finnlandi meðan það bíður flutnings á áfangastað. Þetta er í fyrsta skipti sem græn- friðungar láta til skarar skríða í Finn- landi, enda voru finnsk yfirvöld mjög hikandi í afstöðu sinni til aðgerða þeirra. Nokkrir lögregluþjónar og eftirlitsmenn hafnaryfirvalda voru viðstaddir til þess að greiða fyrir umferð á hafnarbakkanum en af- staða þeirra til grænfriðunganna var afar vinsamleg. Hafnaryfirvöld sögð- ust myndu tryggja það að gámamir yrðu kyrrir á hafnarsvæðinu, hvort sem menn væri hlekkjaðir við þá eða ekki. Finnsk yfírvöld eru ekki sammála um það hvernig fara skuli með mál- ið. Samkvæmt tollalögum er bannað að flytja vörur um Finnland til ann- arra landa ef um er að ræða vam- ing, sem Finnar banna innflutning á. Hægt er að veita undanþágu frá þessu, en enginn hefur sótt um slíkt í þessu tilviki svo vitað sé. Land- búnaðarráðuneytið, sem veitir inn- flutningsleyfi fyrir matvæli, hefur gefíð í skyn að ekki eigi að leyfa flutning á kjötinu austur um Finn- land. Pertti Salolainen, utanríkis- verslunarráðherra, er þeirrar skoð- unar að farmurinn sé ólöglegur varn- ingur í Finnlandi og að tollurinn eigi að stöðva flutningana. Hann vill hins vegar ekki gefa neinar skipanir þar að lútandi, þar sem tollurinn heyrir ekki undir hans valdsvið. Hvalir eru taldir heyra undir nátt- úruvemdaryfírvöld og þess vegna verður endanleg afstaða tekin í um- hverfismálaráðuneytinu sem virðist vera eina ráðuneytið sem efast um möguleika Finna til þess að stöðva flutningana. Umhverfismálaráðu- neytið mun fjalla um málið í dag, þriðjudag. Yfirmaður finnsku tollstjómarinn- ar, Lauri Ervola, sagði að ekki væri ólöglegt að flytja kjötið í gegn um Finnland. „Að flytja það inn í landið er ólöglegt, en að flytja það annað með viðkomu hér brýtur ekki í bága við lög.“ Gámamir voru fluttir til Finnlands með Dettifossi í lok síðustu viku. Ætlunin var að skipa þeim um borð í jámbrautarlest í Helsinki, sem fara mun um Sovétríkin til Japans. Finnsk stéttarsambönd hafa lýst því yfír að meðlimir þeirra muni ekki taka þátt í fermingu gámanna, þar sem um ólöglegan varning sé að ræða. Ef stéttarsamböndin skipta ekki um skoðun virðist ekki vera um aðra kosti að ræða en að flytja gámana til baka til Islands eða eyðileggja birgðirnar. Grænfriðungar vilja koma í veg fyrir að kjötið verði flutt til íslands, en Matti Wuori, lögfræð- ingur þeirra í Finnlandi, segir að fínnsk lög séu nokkuð óskýr hvað þetta varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.