Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 2
' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Sykurmolarnir á bandarískum lista Hljómplata Sykurmolanna, Life’s too Good, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir skemmstu, fór inn á svokallaðan Billboard-lista yfir söluhæstu hljómplötur í Bandaríkjunum í fyrstu viku, en Billboard-listinn þykir áreiðanlegasti sölulisti sem gefinn er út þar í landi. Platan fór í 187. sæti og þykir það mjög góður árangur hljóm- sveitar, sem er að senda frá sér sína fyrstu hljómplötu. Þrír meðlimir Sykurmolanna, Einar Örn Benediktsson, Björk Guðmundsdóttir og Þór Eldon, komu frá Bandaríkjunum um helg- ina, en þangað fóru þau í viðtöl varðandi hljómsveitina og hljóm- plötuna. Slíkur var áhuginn á við- tölum að þegar mest var voru við- tölin 60 yfír daginn, sem þau skiptu með sér og voru það því 20 viðtöl á mann, en þau voru í viðtölum frá 9 um morguninn til 19. Hljómsveitin fer til tónleika- halds í Bandaríkjunum í næsta mánuði og heldur fyrstu tónleik- ana í Washington 27. júlí, en alls verða tónleikamir yfir tuttugu í helstu borgum landsins. Lögreglumaður sleg- inn aftan á hnakkann RÁÐIST var að lögreglumanni i Hafnarfirði aðfaranótt laugar- dagsins og hann sleginn aftan á hnakkann. Maðurinn var ásamt félögum sínum að hand- taka mann í Garðabæ. Lögreglan var kvödd að húsi í Garðabæ, þar sem tilkynnt var að Jóhann í neðsta sæti JÓHANN Hjartarson tapaði í gær skák sinni við sovéska stór- meistarann Ehlvest í heimsbikar- keppninni í skák í Belfort í Frakklandi. Jóhann er nú í neðsta sæti á mótinu með 1 ‘A vinning eftir 6 umferðir, en Ehlvest er efstur ásamt heims- meistaranum Garrí Kasparov með 4 V2 vinning. Jóhann vann sænska stórmeist- arann Ulf Andersson með svörtu á laugardag, en á sunnudag tapaði hann gegn Beljavskíj frá Sovétríkj- unum. ráðist hefði verið á stúlku og hún slegin. Þegar lögreglan kom á staðinn var þar fyrir maður, sem var sakaður um verknaðinn. Lög- reglan ætlaði að taka hann í vörslu sína, en hann streittist á móti og kom þungu höggi á hnakka lög- reglumanns, sem sneri í hann baki. Sá ‘ meiddist töluvert, þarf að ganga með stuðningskraga og er óvinnufær sem stendur. Maðurinn var færður í fangageymslur og mál hans er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Atli Dam varð veðurtepptur ATLI Dam lögmaður Færeyinga varð i gær veðurtepptur á Is- landi ásamt fylgdarliði sínu. Vegna þoku í Færeyjum var ekki flugfært þangað. Atli Dam og Sólvá kona hans hafa verið í fimm daga heimsókn í boði forseta íslands og lauk form- legri heimsókn hans í gær. Reynt verður að fljúga til Færeyja í dag. Sjá frétt bls. 31. » Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Daihatsu-bifreiðin er mjög mikið skemmd eftir áreksturinn á Nýbýlavegi. Ölvaður ók á tvo bíla HARÐUR árekstur varð í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn og er talið að hann megi rekja til ölvunaraksturs. Einn mað- ur var fluttur nokkuð slasaður á slysadeild. Tvær bifreiðar eru mikið skemmdar eftir, en sú þriðja minna. Areksturinn varð um kl. 19.20 og með þeim hætti að Daihatsu- bifreið var ekið vestur Nýbýla- veg. Henni var ekið framan á aðra bifreið og við áreksturinn kastaðist Daihatsu-bifreiðin inn í heimreið við hús númer 70 við götuna, þar sem hún skall á þriðju bifreiðinni. Tvær fyrr- nefndu bifreiðamar skemmdust nokkuð mikið, en sú þriðja lítið sem ekkert. Ökumaður Dai- hatsu-bifreiðarinnar, sem er grunaður um ölvun, slasaðist nokkuð og er meðal annars meiddur á fótum. Ashkenazí vel fagnað Vladímír Ashkenazí var vel fagnað af tónleikagestum í Háskólabíói á laugardag, þar sem hann spilaði verk eftir Beethoven og Schumann. Tónleikarnir voru liður í Listahátíð í Reykjavík en lista- hátíðinni lauk um helgina. Ríkismat sjávarafurða; Mikil verðmæti tapast yfir sumarmánuðina Stjórnun veiða og vinnslu í molum RÚM 40% af þorskafla skuttog- aranna berast að landi yfir sum- armánuðina, júní, júlí og ágúst. Á sama tíma er fiskvinnslan síst undir það búin að taka á móti aflanum, sem þá er viðkvæmari en á öðrum árstímum og þolir illa geymslu. Af þessum sökum hafa mikil verðmæti tapast, þeg- ar reynt hefur verið að bjarga aflanum með því að vinna hann í ódýrar og fljótunnar afurðir. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnu Fréttabréfi Ríkis- mats sjávarafurða. í fréttabréfinu segir, að á sama tíma og skuttogaramir skila mest- um þorskafla á land fari þeir starfs- menn fiskvinnslunnar í sumarfrí, sem mesta reynslu og þjálfun hafa að baki. Til afleysinga er oftast óvant fólk. Þess vegna verði stjóm- un vinnslustöðvanna erfið. Það eyk- ur enn á vandann, að á þessum árstíma er fiskurinn viðkvæmastur og þolir ekki bið í vinnslunni. Hertar aðgerðir f lugmanna Flugleiða: Leiguvélar fengnar til áætlunarflugs Flugleiðir tóku í gær flugvélar á leigu til þess að geta sinnt áætl- unarflugi innanlands. Þar á meðal voru Boeing 737 þota og Twin Otter vél frá Arnarflugi. Astæðan var hertar aðgerðir flugmanna í kjölfar samþykkta bæjarstjórna Isafjarðar og Akureyrar þess efn- is að athuga skuli hvort svipta beri Flugleiðir einkaleyfi á áætl- unarflugi til þessara staða vegna þeirra tafa sem hafa orðið af völdum flugmanna. „Það að Flugleiðir hafa sínar skyldur við viðskiptavini er orsök þess að þeir eru látnir ganga fyrir, það er allt gert til þess,“ sagði Bogi Ágústsson blaðafulltrúi Flugleiða í gær. Amarflugsþotan flaug fyrir Flugleiðir til Akureyrar í gærkvöldi. Alls voru það 6 - 7 ferðir, miðað við Fokker vélar Flugleiða, sem leiguvél- ar önnuðu í gær. Þar sem þær vélar eru minni en Fokker vélamar, þurftu þær að fara nokkru fleiri ferðir. Að sögn Boga Ágústssonar gekk mjög illa að fínna áhafnir á vélar félagsins í gær og varð því að grípa til þessa ráðs. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gripu flugmenn til hertra aðgerða vegna fyrmefndra sam- þykkta bæjarstjómanna og fóru eftir ströngustu skilgreiningum kjara- samninga, sem þýðir að þeir hliðruðu hvergi til frá áður útgefnum vinnuá- ætlunum. Aðgerðir þeirra komu í veg fyrir að hægt væri að fljúga á nokkra staði í gær. Samgönguráðherra sagði ekkert óumbreytanlegt er hann var inntur álits á einkaleyfíssviptingu. Um orð ráðherra sagðist Bogi ekkert vilja segja. Vildi ráðherra koma skilaboð- um til Flugleiða, æskti félagið þess að fá þau beint en ekki með milli- göngu fjölmiðla. PILTURINN, sem stakk 17 ára Keflvíking í bakið á útiskemmtun í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt 18. júní, var á sunnudag úrskurð- aður í vörslu barnaverndar- nefndar þar til hann verður 16 ára. Jafnframt var piltinum, sem verður 16 ára í næstu viku, gert að gangast undir geðrannsókn. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Félagar árásarmannsins voru ekki alls kostar ánægðir með fram- ferði vinar síns og hugðust veita Þá segir í fréttabréfínu, að fisk- vinnslan þurfi aldrei fremur á vel þjálfuðum og hæfum stjórnendum að halda, en yfir sumarmánuðina. Vandinn er, að þá fara reyndustu verkstjórnendurnir yfirleitt í frí. „Þetta sýnir að víða er pottur brot- inn varðandi stjómun í sjávarútveg- inum,“ segir orðrétt og því er hafn- að að þarna sé um óviðráðanlegt náttúmlögmál að ræða, heldur þurfi einungis að bregðast við aðstæðum og stjórna í samræmi við þær. Greininni lýkur svo: „Þetta . . . leið- ir til alvarlegra vandamála varðandi gæðin og stundum til ófara sem kalla má gæðaslys. Spurningin er ekki hvort, heldur hversu stór gæðaslysin verða nú í sumar. Stjórnendur veiða og vinnslu bera þar mikla ábyrgð." honum ærlega ráðningu. Fór einn þeirra í því skyni inn í lögreglustöð- ina í Keflavík aðfaranótt sunnu- dagsins, þar sem árásarmaðurinn var í haldi, en var gripinn áður en hann kom áformum sínum í fram- kvæmd. Pilturinn, sem fyrir árásinni varð, fékk hnífinn í annað lungað og féll það saman. Var hann í lífshættu um tíma og var fluttur í gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Hann er nú á batavegi. - BB Hnífsstunga í Keflavík: Pilturinn í vörslu bamaverndamefndar Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.