Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Einstæðar mæður í hljómplötuverslanir á fimmtudag SIEK 1ENS LM i --%= = = = \ VHS myndbandstæki FM 560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14 daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkur stöðva- leitari, hraðupptaka, myndleit í báðar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlausfjarstýring, raka- vörn ásamt öðru. | Verð 31.900.- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gottf. íþróttaupptök- ur) o. m. fl. Verð 82.990.- SMFTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 NÚFÆRÐU. 105g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. Þessi... þessi sýning! Ásta Arnardóttir í hlutverki sínu. Leiklist Hávar Sigurjónsson Leiksmiðjan ísland frumsýnir: Þessi...þessi maður Staður: Skemma Vélsmiðjunnar Héðins við Vesturgötu Leikstjóri: Kári Halldór Hugmynd og texti: Kári Halldór og Steingrímur Másson Búningar: Hópurinn Leiksmiðjan Island er hópur 8 ungmenna sem lagt hefur stund á leiklist í vetur á eigin vegum og fyrir eigin reikning. Hópurinn réð til sín kennara á sl. hausti, kennara i leiklist, raddþjálfun, og söng svo eitt- hvað sé nefnt og hefur síðan sinnt þessu áhugamáli sínu af elju í vetur. Eins og gengur í leiklist oft á tíðum mun hug- mynd að sýningu fyrir almenn- ing hafa kviknað; Kári Halldór var ráðinn sem leikstjóri og undir stjórn hans mun þessi sýn- ing sem nefnist Þessi...þessi maður, hafa fæðst, vaxið og dafnað. Leiksmiðjan ísland á hrós skiiið fyrir að hafa starfað í vetur. því fylgja engin skilyrði heldur er ein- faldlega hróssins vert að hafa nægilegan áhuga á einhveiju til þess að hrinda því í framkvæmd og sinna því af kostgæfni frá upp- hafi. Leiksmiðjan ísland er auðvit- að hópur áhugafólks en það skyldi ekki lesast í neikvæðri merkingu; hópurinn skilur sig einnig frá okk- ar hefðbundnu áhugaleikfélögnm fyrir margt, t.d. það að félagarnir eru fáir, allir á svipuðu aldurs- skeiði og hópurinn hefur ekki þá yfirbyggingu sem hefðbundið áhugaleikfélag hefur. Allt þetta skiptir litlu máli, því sýning hóps- ins Þessi... þessi maður er nægi- leg staðfesting þess að hópurinn er frábrugðinn hefðbundnu áhuga- leikfélagi. Að sögn er þessi sýning afrakst- ur spunaæfinga - reynt hefur verið að virkja ímyndunarafl þátttak- enda og leita í eigin huga eftir efni; með því móti mætti gera ráð fyrir að hópnum tækist að bera fram eitthvað sem ungu fólki er hugstætt í dag. Þessu unga fólki á.m.k. Efnið er reyndar hvorki nýstárlegt í sjálfu sér né framúr- stefnulegt, samband manneskj- unnar við aðra, stöðug leit að ein- hvers konar félagsskap, einsemdin, maðurinn og jörðin hans í sam- hengi við alheiminn og þannig mætti líklega áfram telja. Sýningin Þessi... þessi maður stingur upp á þessum hugmyndum og vekur reyndar máls á ýmsu fleiru, það hvarflaði að mér að í heild sinni væri sýningin ekki ósvipuð hugs- anaferli manns sjálfs í góðu tómi; hugsun kviknar, fær örlítið rými til skoðunar þar til hún víkur fyrir þeirri næstu. Þetta er að minnsta kosti ein leið til að lýsa því sýning- arformi sem Leiksmiðjan Island bauð uppá í skemmu Vélsmiðjunn- ar Héðins á sunnudagskvöld. Þarna hefur hópurinn komið sér upp aðstöðu til sýningar og hefur á skemmtilegan hátt fellt sýning- una að húsnæðinu og öfugt. Kári Halldór leikstýrir Þessi...þessi maður og ferst hon- um það að flestu leyti vel úr hendi. Heildaryfirbragð sýningarinnar er sterkt og skilur eftir sig ákveðna tilfinningu að henni lokinni; sýn- ingin nær manni á sitt vald og nokkra stund þarf til að átta sig að henni lokinni. Það er hagkvæm og falleg lausn að notast við lif- andi Ijós eingöngu, það á ekki svo lítinn þátt í yfirbragði sýningarinn- ar; vatn, eldur og viður eru sjáan- legir þættir sýningarumhverfis(- auk steinsteypu að sjálfsögðu) og vekja upp spurningar sem hver áhorfandi getur svarað fyrir sig. Kári Halldór hefði hins vegar að ósekju mátt hnitmiða sýninguna betur og ekkert myndi það gera til að stytta hana um svo sem eins og ríflega fjórðung a.m.k. Lengd sýningarinnar teygir hana á sam- skeytunum til hins ítrasta og und- irstrikar lauslegt samhengið, svo á köflum hvarflar að manni sam- hengisleysi. Hugmyndin með framklappið í lokin er snjöll og skemmtilega útfærð. Leikendurnir átta eru þunga- miðja sýningarinnar. Eggert Ket- ilsson leikur einhvers konar húsr- áðanda þessa staðar sem hefur á sér táknrænt yfirbragð í samhengi verksins. Eggert er nægilega dul- arfullur til að ljá verkinu þann dulúðga tón sem yfir því er. Hinir leikendurnir sjö eru aðkomufólk; skýrt afmarkaðar persónur, full- orðin ekkja, yfirstéttarkonan, guðsmanneskjan, bisnissnáunginn, utangarðsmanneskjan og fl. Þetta býður heim hugmynd um útfærslu á þemanu Hótel Jörð; skiptir kannski ekki öllu máli. Framvinda verksins beinist síðan að samskipt- um þessa fólks á þessum dulúðga stað; sumt af því er skemmtilegt, sumt af því er forvitnilegt, sumt er háfleygt og sumu hefði mátt sleppa. Langar þagnir og rölt um svæðið dreifa heldur athygli áhorf- enda en að þetta undirstriki and- rúmsloftið. Textinn er knappur í samsetningu og víða hnyttinn, en heldur finnst mér þreytandi að skera svona bæði framan og aftan af setningunum; þetta heitir kannski að skilja hismið frá kjarn- anum í textaskrifum en hljómar frekar óeðlilega. Ásta Arnardóttir kom Konu með blóm vel til skila; þessi persóna varð lifandi og fortíð hennar ljós fyrir manni. Á hinn bóginn voru karlpersónurnar óljós- ari þrátt fyrir frísklegan flutning þeirra þremenninganna Óttars Rúnars Svavarssonar, Steingríms Mássonar og Þóris Bergssonar. Þarna vantaði einhvern bakgrunn, einhveijar upplýsingar svo hægt væri að staðsetja þessa kalla í tíma og rúmi. Björg Vihjálmsdóttir sem Kona í Pels var kröftug í þessu hlutverki og hin eina sem lék á strengi kynferðisins - kom því til skila að hún væri kvenkyns. Dóra Geirharðsdóttir og Steinunn Knútsdóttir glíma við sama vanda og piltarnir, persónur þeirra eru daufar af hendi höfunda (hópsins sjálfs og leikstjóra). Sýningin þessi...þessi maður er sannarlega athyglisvert fram- tak. Þarna er boðið upp á forvitni- legan valkost í leiklistarframboði höfuðborgarinnar. Þetta er sýning sem hvetur til umhugsunar um þá endalausu möguleika sem leiklist býður uppá. Takmörkin liggja við endimörk ímyndunarafls þátttak- enda. Það eru einu landamærin í leikhúsinu. H0RGARD < o FLUGUVESTI \ I t’fr : 1 '' Fást í nœstu sportvöruverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.