Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Ashkenazy Tónlist Egill Friðleifsson HÁSKÓLABÍÓ 18. 6.1988 Flytjandi: Vladimir Ash- kenazy, pianó. Efnisskrá: L.v. Beethoven — „Waldstein-sónatan" og „App- asionata-sónatan“. R. Schum- ann — Noveletten nr. 1 og 2, og Sónata nr. 1. Og þá er Listahátíð lokið. Ekki verður annað sagt en vel hafi til tekist að þessu sinni í öllum aðal- atriðum. Þegar skyggnst er yfir síðustu tvær vikurnar koma í hugann margir eftirminnilegir atburðir, þó á sviði tónlistarinnar beri e.t.v. hæst heimsókn um 200 pólskra listamanna með Pend- erecki í broddi fylkingar. Flutn- ingur þeirra á „Pólskri sálu- messu“ auk annarra verka verður eflaust mörgum ógleymanlegur. Það er ástæðulaust að efast um gildi eða tilgang Listahátíðar. Á Listahátíð gerast þeir listvið- burðir sem trauðla mundu annars eiga sér stað og er hvatning og aflvaki til listrænna átaka. Lista- hátið er lystaukinn í menning- arlífi þjóðarinnar, sem jafnan er beðið eftir með eftirvæntingu. Endalaust má velta fyrir sér og deila um val á mönnum og verk- um, en upp úr stendur að efnt er til veislu með mörgum gimi- legum menningarréttum, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn helsti framkvöðullinn að Listahátíð í núverandi mynd og nú fer fram í tíunda sinn, er píanósnillingurinn Vladimir Ash- kenazy. Þáttur hans í þessu máli verður seint fullþakkaður. Með því að ljá nafn sitt hátíðinni höf- um við notið þess að hingað hef- ur lagt leið sína margur snilling- urinn, sem hæpið er að hefðui- gert það ella. Og enn var Ash- kenazy mættur til leiks_ í Há- skólabíói sl. laugardag. Husið var troðfullt enda löngu uppselt og honum að vonum mjög vel tekið. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að bera lof á leik Ash- kenazys. Allt frá því hann vann Tjækovsky-keppnina á sínum tíma hefur hann verið einn af eftirsóttustu píanistum heimsins og orðstír hans sem hljómsveitar- stjóra fer vaxandi. Tækni hans, kunnátta, snerpa og kraftur við hljómborðið er viðbragðið en nú einkennir leik hans ekki síður dýpt og innsæi hins þroskaða listamanns. Því miður var hljóð- færið, sem hann lék á, í afleitu ásigkomulagi og listamanninum ekki samboðið. Það óhapp hafði viljað til rétt fyrir konsert, að strengur slitnaði og hinn nýi, sem settur var í á síðustu stundu féll niður úr öilu valdi, sem hlýtur að hafa haft traflandi áhrif á einbeitingu hans, auk þess sem ljósmyndari gerði honum lífið leitt, enda hefur hann stundum átt betri dag. Hvað um það lék hann hinar ástríðufullu sónötur Beethovens, „Waldstein" og „Appasionata", af rniklum krafti og sannfæringu. Á eftir fylgdu svo Noveletten nr. 1 og 2 og Sónatan nr. 1 í fís-moll eftir Robert Schumann, sem felur í sér svo mikla fegurð og leiftrandi augnablik. Ashkenazy lék þessi verk vafningalaust af karlmann- legum þrótti, og hreyf áheyrend- ur með sér þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði. Sem fyrr segir var Ashkenazy ákaft fagnað og stóðu viðstaddir upp að lokum í virðing- arskyni. Guar neri-str engj a- kvartettinn Lokatónleikar listahátíðar Það þarf ekki að tíunda neitt um ágæti Guameri-strengja- kvartettsins. Þar í hóp ráða allir yfir mikilli leikni á hljóðfæri, hafa tamið sér samstillingu og túlkun, sem grandvölluð er á trúmennsku við þann texta sem flytja skal. Hjá slíkum lista- mönnum getur að heyra meira en óaðfínnanlegt spilverk. Tón- túlkun þeirra hefur merkingu og tilfínningalegt inntak og hefur því meiri þýðingu fyrir hlustend- ur en vélræn tæknifágun. Efnisskrá tónleikanna var ein- staklega skemmtileg. Þar var leikið með tónfegurð Mozarts í G-dúr kvartettinum K.378, sem er sá fyrsti af „Haydn“-kvart- Líklega hefur ekki verið fram- flutt eins mikið af íslenskri tón- list á nokkurri listahátíð eins og á yfirstandandi hátíð. Á kam- mertónleikum þeim sem haldnir voru í íslensku óperanni sl. fímmtudag voru frumflutt verk eftir Hauk Tómasson og Leif Þórarinsson en þar að auki kvaddi hann sér hljóðs ungur hljómsveitarstjóri, Hákon Leifs- son, sem stundar nám í hljóm- sveitarstjórn í Bandaríkjunum. Ekki verður mikið ráðið í framtíð Hákonar sem hljómsveit- arstjóra af þessum tónleikum. Stjórn hans í íslensku verkunum var nokkuð lítið afgerandi en ljóst að hann hafði gefíð sér tíma til að „stúdera" Kammersinfón- íuna op. 9 eftir Schönberg mjög vel. Ekki ræðst Hákon á garðinn ettnum. Því næst var stokkið yfír 138 ár og leikinn fyrsti kvartettinn eftir Janácek, sem er byggður á sögu Tolstojs, „Kre- utzer-sónötunni“. Um þetta efni hafði Janácek samið píanótríó, sem er glatað, en tónskáldið mun hafa notað efni þess að nokkra í kvartettinn. Þetta er í raun sama efni og Beethoven notar sem bakgrann í samnefnda fíðlu- sónötu, enda má heyra bergmál af aukastefínu úr fyrsta þætti Beethovens-sónötunnar í þriðja þætti kvartettsins. Þriðja verkið á tónleikunum var svo ópus 130 eftir Beethoven, leikinn eins og meistarinn hafði upphaflega hugsað sér verkið, með stóra fúgu sem lokakafla, sem síðar þar sem hann er lægstur með því verki og því nokkur með- mæli með honum sem efnilegum stjómanda, hversu vel hann komst frá því verki. Tónverk Hauks Tómassonar heitir Hvörf og er samið fyrir klarinett og kammersveit. Tón- ferli verksins er nokkuð kyrr- stætt þó einnig bregði þar fyrir tematískri vinnu. Kyrrstaða verksins kemur fram í eins konar „orgelpunkti" sem oftlega bregð- ur fyrir og verður sérlega áber- andi undir lok verksins í lágradda hljóðfæranum, svo að stundum minnti hljómanin á samflaut skipa á gamlárskvöld. Guðni Franzson flutti verkið án þess að honum tækist að lífga það með þeim hætti er hann var gefin sérstaklega út sem ópus 133. Flutningur Guameri-kvart- ettsins var glæsilegur og sérs- taklega tilþrifamikill í Janácek- kvartettinum og Stóra fúgunni eftir Beethoven. „Cavatínan" í Beethoven-kvartettinum var andstæða átakanna, blíðleg og tregaþrangin eins og t.d. í sex takta millispilinu, sem var af- burða vel leikið, en þar setur Beethoven yfírskriftina „Be- klemmt" (þjakað eða dapurt). Þessi tónlína er í raun ekka- þranginn grátur er svipar til síðustu tónanna í sorgarmarsin- um í þriðju sinfóníu meistarans. Það er því í anda hans að hrista af sér sorgarslenið og þruma af krafti eins og gerist að heyra í upphafí fúgunnar, þannig varð gráturinn aldrei væl hjá Beetho- ven, heldur aðeins þungur tregi þess, er í annan stað þorir að ganga á hólm við örlög sín og vogar þar öllu. hefur oft sýnt að kann allra manna best. Verk Leifs Þórar- inssonar heitir Styr — nottumo capriccioso og er fyrir píanó og kammersveit. Margt var þar skemmtilegt að heyra, einkum í fyrri hluta verksins, bæði snjallar tónhugmyndir og sterkar and- stæður en píanókadensuna og síðasta hluta verksins vantaði þá reisn sem spáð var fyrir í upphafi verksins. Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék verkið á sannfærandi máta. Þrátt fyrir nokkra deyfð sem lá yfir flutningi íslensku ver- kanna var margt vel gert í Kam- mersinfóníu Schönbergs, enda var hljómsveitin skipuð úrvals tónlistarmönnum, bæði ungum hljóðfæraleikuram, sem era að hefja sinn feril sem sjálfstæðir listamenn og eldri og reyndari mönnum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Tónlist á listahótíó JónÁsgeirsson Lokatónleikar' listahátfðarinn- ar 1988 hófust á Exultate Jubil- ate eftir Mozart er Debra Vand- erlinde söng, en rödd hennar er af þeirri gerð sem nefnd er „kol- oratúr-sópran". Nokkuð hefur farið lítið fyrir slíkum söng- konum hin síðari árin, einkum vegna þess að sú tónlist sem best á við slíkan söng, þ.e. tón- list sem tengist hinni síðró- mantísku hnignun, var í upphafí tuttugustu aldarinnar úthrópuð sem listræn úrkynjun. Nú hefur tuttugasta öldin jafnað sig eink- um vegna þess að „móderne“-list hefur ekki að öliu leyti tekið við, þó hún hafi hins vegar markað djúp spor í listasöguna. Þessi vöntun í „móderne“-listinni kem- ur einkar vel fram í ástríðufullri þörf manna eftir mjög gamalli listsköpun, listsköpun sem ekki tekur þátt í átökum manna um stefnur og viðhorf, er auk þess nær ókunn fólki og því áhuga- vert hlustunarefni. Hvað varðar söng er áhugi aftur vaknaður á „Counter- tenor“-söng og nú er það „kolor- atúr“-söngur sem heyrist hér á listahátíð. Debra Vanderlinde er leikin söngkona og söng Exult- ate Mozarts ágætlega og sömu- ieiðis aríu Ófelíu úr óperanni Hamlet eftir Ambroise Thomas. Þessi aría er í raun það eina sem heyrist orðið af þessari ópera, sem Thomas samdi fyrir sænska söngkonu er á þeim tíma hafði gert allt vitlaust í París. Þess vegna mun Thomas hafa sett inn í aríuna sænska þjóðlagið sem við íslendingar þekkjum sem „Engan granar álfakóngsins mæðu“. Arían er erfið í söng og söngkonan gerði henni góð skil, þó nokkuð mætti merkja á söng hennar að hún hafí ekki þolað vel óblíða veðráttuna hér uppi á íslandi. Ekki var framleikanum fyrir að fara í efnisvali tónleikanna og vora önnur viðfangsefni eins og t.d. Júpiter-sinfónían eftir Mozart og leikhústónlistin eftir Mendelssohn við Jónsmessunæt- urdraum Shakespeares, ekki til- takanlega eftirsóknarverð, eink- um þar sem búið er að leika t.d. Júpiter-sinfóníuna nokkuð oft undanfarið. Hvað sem um það má segja þá lék hljómsveitin sitt ágætlega undir stjóm Gilberts Levine. Um stjóm í undirleiks- verkefnunum með söngkonunni traflaði það nokkuð hversu Le- vine hamaðist með alls konar tilþrifum, „stjórnandastælum“, svo að hann beinlínis skyggði á söngkonuna og pataði jafnvel hálfpartinn framan í hana. Þarna „oflék“ hann til óþurftar fyrir söngkonuna. Það hefur hins veg- ar verið venja í slíkum tilfellum að stjórnandi reyndi sem minnst að stela senunni, enda er hlut- verk hans að styðja við og vinna með „einleikara" en ekki að stjóma honum. Kammertónleikar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.