Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
„Góð ríkisstjórn með frá-
bæran fjármálaráðherra?“
eftir Gísla Helgason
Eins og kunnugt er, hefur nú-
verandi ríkisstjóm Islands með
fjármálaráðherrann í fararbroddi
beitt sér fyrir einföldun skattalaga
og lagfæringu tollalaga. Þetta hef-
ur haft í för með sér margvíslegt
hagræði, en fyrir suma hópa þessa
lands hefur þetta komið sér væg-
ast sagt mjög illa. Á ég þar við
fatlað fólk, en sum hjálpartæki til
þessa hóps eru ekki lengur undan-
þegin tollum og öðrum aðflutnings-
gjöldum. Söluskattur er undan-
tekningarlaust lagður á öll hjálpar-
tæki fatlaðra.
Reyndar hefur það víst verið svo
að fjármálaráðherra hefur verið
heimilt að gera undanþágu frá
aðflutningsgjöldum og söluskatti
af hjálpartækjum, en nú bregður
svo við að Jón Baldvin Hannibals-
son, boðberi jafnaðar og bræðra-
lags, hefur látið fella þau ákvæði
úr gildi. Þetta hefur komið sér
hörmulega illa fyrir nokkurn hóp
manna sem reynir að bjarga sér
með aðstoð hjálpartækja.
Fyrir nokkru skrifaði Sjónstöð
íslands fjármálaráðuneytinu bréf
og fór þess á leit að öll gjöld og
þar á meðal söluskattur yrðu felld
niður af hálpartækjum til blindra
og sjónskertra. Svarið frá ráðu-
neytinu var neikvætt, því að heim-
ild er ekki lengur í lögum um sölu-
skatt fyrir slíkri undanþágu.
Það er m.a. hlutverk þeirra sem
við Sjónstöð íslands vinna að
hjálpa sjónskertum til meiri sjálfs-
bjargar og þjálfa þá í athöfnum
hins daglega lífs. Sjónstöðin útveg-
ar, ásamt Blindrafélaginu, sjón-
skertu fólki þau hjálpartæki sem
völ er á. Sum þeirra greiðir Trygg-
ingastofnun ríkisins. Fólk sem er
í námi eða launuðu starfi fær nær
öll hjálpartæki greidd, t.d. lessjón-
varpstæki sem stækka venjulegt
bókarletur heilmikið, en í sumum
tilvikum fá einnig aðrir samskonar
tæki greidd, komi ekkert annað
sjónhjálpartæki til greina. Margt
fullorðið fólk, sem hefur misst
mikla sjón, veigrar sér við að sækja
um slík tæki vegna þess að þau
eru mörg hver fokdýr.
Mig langar að taka dæmi um
einn gamlan mann, sem hefur
misst mikið af sinni sjón en getur
lesið í gegnum slíkt lessjónvarp.
Hann ákvað að eignast tækið upp
á eigin spýtur. Ákvæði þau sem
fjármálaráðherra lét nema úr gildi
verða til þess að lestæki þessa
manns hækkar úr rúmum hundrað
og þijátíu þúsundum upp í tæp tvö
hundruð þúsund.
Undirritaður, sem er mjög sjón-
skertur, hefur í mörg ár notað
sérstaka blindraleturstölvu sem
dótturfyrirtæki Sambandsins í
Bandaríkjunum (þá undir stjórn
Guðjóns B. Olafssonar) gaf
Blindrafélaginu á sínum tíma.
Þessi tölva gerir mér kleift að rita
á blindraletur og skila því í formi
venjulegs leturs. Nú er þetta tæki
orðið gamalt og úr sér gengið og
margt annað betra komið í stað-
inn. Því sótti Sjónstöð íslands fyr-
SIEMENS
VS 9112
Öflug ryksuga
• Stillanlegur sogkraftur fró
250 W upp í1100 W.
• Fjórfjöld síun.
• Fylgihlutir geymdir í vél.
•. Sjálfinndregin snúra og
hleðsluskynjari.
Gömlu góöu
SIEMENS gæöin!
SMÍTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Simi 28300
T-Jöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
TryggÖu sparifé þínu
örugga ávöxtun núna!
30. júnl lýkur sölu
spariskírteina ríkissjóös
með 8,5% raunvöxtum
til tveggja ára
Nú eru síðustu forvöð að ávaxta sparifé
þitt með spariskírteinum ríkissjóðs,
sem bera 8,5% raunvexti til tveggja ára
(gjalddagi 1. febrúar 1990). Sölu á
þeim lýkur.nú um mánaðamótin.
Sala á spariskírteinum með 8,5% raun-
vöxtum til þriggja ára og spariskírtein-
um með 7,2% raunvöxtum til allt að 10
ára heldur áfram.
Spariskírteini ríkissjóðs eru að fullu
verðtryggð og með þeim getur þú
ávaxtað sparifé þitt á háum vöxtum á
öruggan og einfaldan hátt.
Nú hcafa forvextir á ríkisvíxlum
hækkað í 32,5% sem jafngildir
40,3% eftirá greiddum vöxtum
midaÖ við 90 daga lánstíma.
Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til
að ávaxta skammtímafjármuni.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
l.fl.D 2 ár 8,5% l.feb ’90
l.fl.D 3 ár 8,5% l.feb ’91
l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb ’94-’98
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verð-
bréfasölum, sem m.a. eru viðskipta-
bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús
um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar.
Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands.
Einnig er hægt að panta þá þar, svo og
spariskírteinin, í síma 91-699863,
greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og
spariskírteinin síðan send í ábyrgðar-
pósti.
Spariskírteini ríkissjóðs eru verðtryggð
og bera auk þess háa vexti
RIKISSJOÐUR ÍSIANDS