Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 27
Stykkishólmur:
Byggingar-
vörumark-
aður opnar
Stykkishólmi.
EINS og áður hefur verið sagt
frá lokaði Kaupfélag Hvamms-
fjarðar byggingavöruverslun
þeirri sem það rak eftir að
Kaupfélag Stykkishólms hætti
rekstri hér í Stykkishólmi. En
þegar kaupfélaginu var lokað
tók Kf. Hvammsfjarðar að sér
eftirstöðvarnar og rak þetta
sem útibú frá Búðardal. Aðal-
versluninni var svo lokað um
sl. áramót en byggingavöru-
versluninni nú 1. júní.
Nú hefir það gerst síðan að
Skipavík hf. hefir fest kaup á þeim
byggingavörulager sem eftir var
þegar lokað var.
Verslunin opnuð á nýjan leik
10. júní undir nafni Skipavíkur og
kom þá Skipavík einnig með þann
lager sem fyrirtækið hafði í sínum
húsum og var þessu slegið saman.
Fyrsti viðskiptavinurinn var
auðvitað sjálfur bæjarstjórinn okk-
ar, Sturla Böðvarsson, og bar
fréttaritara um það leyti að og tók
nokkrar myndir af athöfninni,
m.a. af bæjarstjóranum og Ólafi
Kristjánssyni, forstjóra Skipavíkur
h.f.
Það voru þegar komnir nokkrir
viðskiptavinir að gera kaup og
flein komu til viðbótar.
Ólafur sagði fréttaritara svo
frá: Þegar ljóst var að bygginga-
vöruverslun kaupfélagins yrði lok-
að skapaðist það ástand sem óvið-
unandi var og sérstaklega þegar
sumar er og allir að gera við og
lagfæra. Var því auðsætt að eitt-
hvað varð að gera og því var þetta
ráðið.
Hvað um áframhaldið verður
er ekki vitað í dag, en verslunin
verður fyrst um sinn í sínum gömlu
húsakynnum og með líku sniði og
áður en það gefst tími til athugun-
ar því samið hefir verið um tíma
til stefnu. Við vonum það besta
og eins að þessi þjónusta eigi rétt
á sér og þá er vel farið.
- Árni
] f Hróöleikur og L skemmtun yrirháa semlága!
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
ÞliSUNDIR ISLEN1.IN iA
SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SER!!
MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna
fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra
þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er
fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju
rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er
með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg-
um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323
fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn
þeirra hentar þér örugglega!
MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr.449.000
(gengisskr. 04.03.88)
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1. S. 68 12 99.
Hannfœrað
halda herberginu lengur
- Jd, hann er í Arnarflugsklúbbnum.