Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
Morgunblaðið/Einar Falur
Knud Ödeg-aard, forstöðumaður Norræna hússins, Per Olov Fors-
hell, sendiherra Svíþjóðar, og Lena Cronquist, við opnun sýning-
ar hennar á laugardag.
Birgir Sigurðsson, rithöfundur, tekur við verðlaunum fyrir hönd
Lárusar Ymis Óskarssonar.
Morgunblaðið/Emar Falur Þórunn Ashkenazí aðstoðar mann sinn við að
Jón Þórarinsson, formaður sljórnar Listahátíðar, afhendir forseta Islands, frú næla í barminn Stórriddarkrossi fálkaorðunnar.
Vigdísi Finnbogadóttur, tákn Listahátíðar að gjöf. Vladimir Ashkenazí fylgist
með.
Vladímír Ashkenazí sæmdur Stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar
-
Listamanninum mjög vel fagnað á tónleikunum í Háskólabíói
TÓNLEIKAR Ashkenazís voru
haldnirí Háskólabíói á laugar-
daginn við góðar undirtektir
áheyrenda. Augnabliki áður en
tónleikarnir hófust hafði slitn-
að strengur í flyglinum, og
varð nokkra mínútna töf af
þeim sökum. Um kvöldið sæmdi
forseti íslands Ashkenazí Stór-
riddarakrossi fálkaorðunnar.
Heiðursforseti Listahátíðar,
Vladímír Ashkenazí, lenti á
Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu
um klukkan hálf sex á laugardag.
Tónleikarnir voru á dagskrá
klukkan sjö, en rétt áður en þeir
áttu að hefjast slitnaði strengur
í flyglinum og seinkaði tónleikun-
um um nokkrar mínútur. Onnur
töf varð í byijun er Ijósmyndari
einn hóf að mynda Ashkenazí í
gríð og erg eftir að hann hóf að
leika. Þurfti Ashkenazí að byija
aftur á verkinu.
Á efnisskrá voru sónata op. 53
„Waldstein" og sónata op. 57
„Appassionata" eftir Beethoven,
og verk eftir Schumann: Novelett-
en nr. 1 og 2 og sónata nr. 1.
Eftir tónleikana hélt Ashkenazí
til Bessastaða þar sem hann var
sæmdur Stórriddarakrossi fálka-
orðunnar af forseta íslands, en
áður hefur hann verið sæmdur
riddarakrossi orðunnar. Var hon-
um einnig afhent, af Jóni Þórar-
inssyni, formanrii stjórnar Lista-
hátíðar, frummynd af tákni Lista-
hátíðar, sem ber nafnið ,,Ferða-
lag“ og er eftir Borghildi Óskars-
dóttur höggmyndara. Jón afhenti
forsetanum einnig verkið, sem
persónulega gjöf frá Listahátíð,
en forsetinn var sérstakur vemd-
ari hátíðarinnar. Ashkenazí hélt
af landi brott á sunnudag, eftir
tæpa sólarhrings dvöl.
Aðsóknin eins og
búast mátti við
- segir Jón Þórarinsson formaður stjórnar Listahátíðar
LISTAHÁTÍÐ lauk á sunnu-
dagskvöld með lokahófi sem
haldið var á Kjarvalsstöðum í
boði Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra. Fór þar fram verðlauna-
afhending fyrir bestu „stutt-
kvikmynd" Listahátíðar, og var
það mynd Lárusar Ymis
Óskarssonar „Kona ein“ sem
hlaut verðlaunin. Birgir ísleif-
ur Gunnarsson, menntamála-
ráðherra, sleit hátíðinni.
Formaður stjórnar Listahátí-
ðar, Jón Þórarinsson, veitti verð-
launin fyrir bestu stuttkvikmynd,
sem valin var að mati dómnefnd-
ar. Á meðan á sýningu myndanna
stóð var áhorfendum gefinn kost-
ur á að greiða atkvæði um bestu
mynd hátíðarinnar og völdu þeir
mynd Brynju Benediktsdóttur
„Símon Pétur“ eftir handriti Erl-
ings Gísjasonar. Verðlaunahafmn,
Lárus Ymir Óskarsson var ekki
viðstaddur athöfnina, og tók Birg-
ir Sigurðsson, rithöfundur, við
verðlaununum fyrir hans hönd.
Lokaatriði Listahátíðar á
sunnudag var aukasýning Black
Ballet Jazz hópsins í Þjóðleik-
húsinu. Sýning hópsins hefur hlot-
ið einna bestar viðtökur hátíðar-
gesta, og var þetta sjötta sýning.
Að sögn Jóns Þórarinssonar
framkvæmdastjóra Listahátíðar
var aðsókn á Listahátíð eins og
búast mátti við. Mestur fjöldi hefði
verið á popptónleikum hljómsveit-
arinnar The Blow Monkeys sem
haldnir voru 17. júní í Laugardals-
höll, og aðrir dagskrárliðir hefðu
yfirleitt verið mjög vel sóttir.
A laugardag var opnuð í Norr-
æna húsinu sýning á verkum
sænsku listakonunnar Lenu Cron-
quist, og stendur sýningin yfir til
11. júlí.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, við loka-
athöfn Listahátíðar.
Orkustofnun
erlendis hf.
kaupir 35%
í Virki hf.
ORKUSTOFNUN erlendis hf.
hefur keypt 35% hlut í ráðgjafar-
fyrirtækinu Virki hf. Jafnframt
var nafni fyrirtækisins breytt í
Virkir-Orkint hf. Orkint er stytt-
ing á hinu enska heiti Orkustofn-
unar erlendis hf., Orkustofnun
International Ltd. Gert er ráð
fyrir að Virkir-Orkint hf. eigi
aðild að verkefnum við nýtingu
jarðhita í Kína, auk þess sem
Virkir hf. gekk nýlega frá samn-
ingi um jarðhitaverkefni í Ung-
veijalandi.
Orkustofnun erlendis hf. vinnur
nú að jarðhitarannsóknum í Djibouti
í Afríku fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
í fréttatilkynningu frá Virki-
Orkint hf. segir, að áður en Orku-
stofnun erlendis hf. var stofnað, árið
1985, hafi samstarf Virkis hf. og
Orkustofnunar staðið í allmörg ár.
Meðal annars við jarðhitarannsóknir
í Grikklandi og Tyrklandi. Formleg
aðild Orkustofnunar erlendis hf. að
Virki hf. er liður í að framfylgja
þeirri stefnu iðnaðarráðherra, að
samræma og samhæfa sem best
starf íslenskra aðila að verkefnum
erlendis á sviði orkumála og sam-
nýta sem best fjármagn til slíkra
verkefna. Iðnaðarráðherra hefur að
undanförnu stuðlað að því, að íslensk
sérþekking á rannsóknum og nýt-
ingu jarðhita verði virkjuð í þágu
verkefnaútflutnings. í fyrra var und-
irrituð á vegum iðnaðarráðuneytis-
ins og orkuráðuneytisins í Kenýa
viljayfirlýsing um samvinnu við
virkjun jarðhita í Kenýa. í maí
síðastliðnum undirritaði iðnaðarráð-
herra, Friðrik Sophusson, ásamt ráð-
herra jarðfræði og auðlinda í Kína
svipaða bókun um tækniaðstoð við
rannsóknir og nýtingu jarðhita í
Kína. Gert er ráð fyrir að Virkir-
Orkint eigi aðild að þeim verkefnum.
Virkir hf. var stofnað árið 1969
af 20 íslenskum ráðgjafarverkfræð-
ingum og fyrirtækjum þeirra til þess
að takast á hendur umfangsmikil
og fjölþætt ráðgjafarverkefni svo
sem undirbúning og hönnun virkj-
ana, en jafnframt til þess að leita
eftir verkefnum erlendis. Síðar bætt-
ust fleiri í hóp hluthafa og nú eru
allar stærstu verkfræðistofur lands-
ins og tvær arkitektastofur aðilar
að félaginu. Samtímis hefur orðið
sú breyting á starfsemi félagsins,
að það vinnur eingöngu að verkefn-
um erlendis.
Stjórnarformaður Virkis-Orkint
er Svavar Jónatansson verkfræðing-
ur. Framkvæmdastjóri er Andrés
Svanbjörnsson verkfræðingur.
Tveir Siglfirð-
ingar sýknaðir
í útvarpsmáli
Siglufirdi
BÆJARFÓGETINN á Siglufirði
hefur kveðið upp dóm í máli
tveggja Siglfirðinga sem ákærðir
voru fyrir að reka ólöglega út-
varpsstöð í verkfalli opinberra
starfsmanna árið 1984.
Vísaði fógeti málinu frá dómi á
þeirri forsendu að það væri fyrnt.
Nokkrir dómar hafa fallið í svipuð-
um málum þar sem menn hafa ver-
ið sektaðir vegna ólöglegrar út-
varpsstarfsemi í verkfallinu.
Matthías
Fékk fálkaorðu
í FRÉTT Morgunblaðsins af veit-
ingu heiðursmerkis hinnar
íslensku fálkaorðu, sem birtist á
sunnudag, féll niður nafn Gunn-
ars B. Guðmundssonar, hafnar-
stjóra í Rejkjavík.
Forseti Islands sæmdi Gunnar
riddarakrossi fyrir störf að hafnar-
málum. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum, Sem urðu í
vinnslu blaðsins.