Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Knud Ödeg-aard, forstöðumaður Norræna hússins, Per Olov Fors- hell, sendiherra Svíþjóðar, og Lena Cronquist, við opnun sýning- ar hennar á laugardag. Birgir Sigurðsson, rithöfundur, tekur við verðlaunum fyrir hönd Lárusar Ymis Óskarssonar. Morgunblaðið/Emar Falur Þórunn Ashkenazí aðstoðar mann sinn við að Jón Þórarinsson, formaður sljórnar Listahátíðar, afhendir forseta Islands, frú næla í barminn Stórriddarkrossi fálkaorðunnar. Vigdísi Finnbogadóttur, tákn Listahátíðar að gjöf. Vladimir Ashkenazí fylgist með. Vladímír Ashkenazí sæmdur Stór- riddarakrossi fálkaorðunnar - Listamanninum mjög vel fagnað á tónleikunum í Háskólabíói TÓNLEIKAR Ashkenazís voru haldnirí Háskólabíói á laugar- daginn við góðar undirtektir áheyrenda. Augnabliki áður en tónleikarnir hófust hafði slitn- að strengur í flyglinum, og varð nokkra mínútna töf af þeim sökum. Um kvöldið sæmdi forseti íslands Ashkenazí Stór- riddarakrossi fálkaorðunnar. Heiðursforseti Listahátíðar, Vladímír Ashkenazí, lenti á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu um klukkan hálf sex á laugardag. Tónleikarnir voru á dagskrá klukkan sjö, en rétt áður en þeir áttu að hefjast slitnaði strengur í flyglinum og seinkaði tónleikun- um um nokkrar mínútur. Onnur töf varð í byijun er Ijósmyndari einn hóf að mynda Ashkenazí í gríð og erg eftir að hann hóf að leika. Þurfti Ashkenazí að byija aftur á verkinu. Á efnisskrá voru sónata op. 53 „Waldstein" og sónata op. 57 „Appassionata" eftir Beethoven, og verk eftir Schumann: Novelett- en nr. 1 og 2 og sónata nr. 1. Eftir tónleikana hélt Ashkenazí til Bessastaða þar sem hann var sæmdur Stórriddarakrossi fálka- orðunnar af forseta íslands, en áður hefur hann verið sæmdur riddarakrossi orðunnar. Var hon- um einnig afhent, af Jóni Þórar- inssyni, formanrii stjórnar Lista- hátíðar, frummynd af tákni Lista- hátíðar, sem ber nafnið ,,Ferða- lag“ og er eftir Borghildi Óskars- dóttur höggmyndara. Jón afhenti forsetanum einnig verkið, sem persónulega gjöf frá Listahátíð, en forsetinn var sérstakur vemd- ari hátíðarinnar. Ashkenazí hélt af landi brott á sunnudag, eftir tæpa sólarhrings dvöl. Aðsóknin eins og búast mátti við - segir Jón Þórarinsson formaður stjórnar Listahátíðar LISTAHÁTÍÐ lauk á sunnu- dagskvöld með lokahófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í boði Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra. Fór þar fram verðlauna- afhending fyrir bestu „stutt- kvikmynd" Listahátíðar, og var það mynd Lárusar Ymis Óskarssonar „Kona ein“ sem hlaut verðlaunin. Birgir ísleif- ur Gunnarsson, menntamála- ráðherra, sleit hátíðinni. Formaður stjórnar Listahátí- ðar, Jón Þórarinsson, veitti verð- launin fyrir bestu stuttkvikmynd, sem valin var að mati dómnefnd- ar. Á meðan á sýningu myndanna stóð var áhorfendum gefinn kost- ur á að greiða atkvæði um bestu mynd hátíðarinnar og völdu þeir mynd Brynju Benediktsdóttur „Símon Pétur“ eftir handriti Erl- ings Gísjasonar. Verðlaunahafmn, Lárus Ymir Óskarsson var ekki viðstaddur athöfnina, og tók Birg- ir Sigurðsson, rithöfundur, við verðlaununum fyrir hans hönd. Lokaatriði Listahátíðar á sunnudag var aukasýning Black Ballet Jazz hópsins í Þjóðleik- húsinu. Sýning hópsins hefur hlot- ið einna bestar viðtökur hátíðar- gesta, og var þetta sjötta sýning. Að sögn Jóns Þórarinssonar framkvæmdastjóra Listahátíðar var aðsókn á Listahátíð eins og búast mátti við. Mestur fjöldi hefði verið á popptónleikum hljómsveit- arinnar The Blow Monkeys sem haldnir voru 17. júní í Laugardals- höll, og aðrir dagskrárliðir hefðu yfirleitt verið mjög vel sóttir. A laugardag var opnuð í Norr- æna húsinu sýning á verkum sænsku listakonunnar Lenu Cron- quist, og stendur sýningin yfir til 11. júlí. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, við loka- athöfn Listahátíðar. Orkustofnun erlendis hf. kaupir 35% í Virki hf. ORKUSTOFNUN erlendis hf. hefur keypt 35% hlut í ráðgjafar- fyrirtækinu Virki hf. Jafnframt var nafni fyrirtækisins breytt í Virkir-Orkint hf. Orkint er stytt- ing á hinu enska heiti Orkustofn- unar erlendis hf., Orkustofnun International Ltd. Gert er ráð fyrir að Virkir-Orkint hf. eigi aðild að verkefnum við nýtingu jarðhita í Kína, auk þess sem Virkir hf. gekk nýlega frá samn- ingi um jarðhitaverkefni í Ung- veijalandi. Orkustofnun erlendis hf. vinnur nú að jarðhitarannsóknum í Djibouti í Afríku fyrir Sameinuðu þjóðirnar. í fréttatilkynningu frá Virki- Orkint hf. segir, að áður en Orku- stofnun erlendis hf. var stofnað, árið 1985, hafi samstarf Virkis hf. og Orkustofnunar staðið í allmörg ár. Meðal annars við jarðhitarannsóknir í Grikklandi og Tyrklandi. Formleg aðild Orkustofnunar erlendis hf. að Virki hf. er liður í að framfylgja þeirri stefnu iðnaðarráðherra, að samræma og samhæfa sem best starf íslenskra aðila að verkefnum erlendis á sviði orkumála og sam- nýta sem best fjármagn til slíkra verkefna. Iðnaðarráðherra hefur að undanförnu stuðlað að því, að íslensk sérþekking á rannsóknum og nýt- ingu jarðhita verði virkjuð í þágu verkefnaútflutnings. í fyrra var und- irrituð á vegum iðnaðarráðuneytis- ins og orkuráðuneytisins í Kenýa viljayfirlýsing um samvinnu við virkjun jarðhita í Kenýa. í maí síðastliðnum undirritaði iðnaðarráð- herra, Friðrik Sophusson, ásamt ráð- herra jarðfræði og auðlinda í Kína svipaða bókun um tækniaðstoð við rannsóknir og nýtingu jarðhita í Kína. Gert er ráð fyrir að Virkir- Orkint eigi aðild að þeim verkefnum. Virkir hf. var stofnað árið 1969 af 20 íslenskum ráðgjafarverkfræð- ingum og fyrirtækjum þeirra til þess að takast á hendur umfangsmikil og fjölþætt ráðgjafarverkefni svo sem undirbúning og hönnun virkj- ana, en jafnframt til þess að leita eftir verkefnum erlendis. Síðar bætt- ust fleiri í hóp hluthafa og nú eru allar stærstu verkfræðistofur lands- ins og tvær arkitektastofur aðilar að félaginu. Samtímis hefur orðið sú breyting á starfsemi félagsins, að það vinnur eingöngu að verkefn- um erlendis. Stjórnarformaður Virkis-Orkint er Svavar Jónatansson verkfræðing- ur. Framkvæmdastjóri er Andrés Svanbjörnsson verkfræðingur. Tveir Siglfirð- ingar sýknaðir í útvarpsmáli Siglufirdi BÆJARFÓGETINN á Siglufirði hefur kveðið upp dóm í máli tveggja Siglfirðinga sem ákærðir voru fyrir að reka ólöglega út- varpsstöð í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984. Vísaði fógeti málinu frá dómi á þeirri forsendu að það væri fyrnt. Nokkrir dómar hafa fallið í svipuð- um málum þar sem menn hafa ver- ið sektaðir vegna ólöglegrar út- varpsstarfsemi í verkfallinu. Matthías Fékk fálkaorðu í FRÉTT Morgunblaðsins af veit- ingu heiðursmerkis hinnar íslensku fálkaorðu, sem birtist á sunnudag, féll niður nafn Gunn- ars B. Guðmundssonar, hafnar- stjóra í Rejkjavík. Forseti Islands sæmdi Gunnar riddarakrossi fyrir störf að hafnar- málum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum, Sem urðu í vinnslu blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.