Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 31

Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 31 Morgunblaðið/Ól.K.M. Séra Heimir Steinsson og’ Atli Dam í Þingvallakirkju. boð til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta Islands, að Hótel Holti. Atli Dam sagði í viðtali við Morgunblaðið að sér hafi fund- ist heimsóknin mjög ánæguleg og honum alls staðar fundist hann vera velkominn. Sérstak- lega var hann þakklátur Vigdísi forseta sem hann sagði að hefði gert mikið fyrir sig í þvi að sýna sér landið. Atli sagði að heimsóknin hlyti að efla vináttu þjóðanna og samvinnu, meðal annars á sviði fiskveiða. „Heimsóknin hefur undirstrikað að ísland og Fær- eyjar eru bræðraþjóðir," sagði Atli. Að lokum bað Atli Dam fyrir hlýjar kveðjum til íslensku þjóð- arinnar fyrir frábærar móttökur þá daga sem hann hefur dvalið hér. Heimsóknin eflir vináttu þjóðanna - sagðiAtli Dam lögmaður Færeyja OPINBERRI heimsókn færeysku lögmannshjón- anna Atla og Sólváar Dam lauk formlega í gær, en þau hafa dvalið hér á landi í boði forseta Islands síðan á miðvikudag. Á sunnudagsmorgun fóru Atli og Sólvá Dam, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands og fylgdarliði til Þing- valla. Við Almannagjá tóku for- sætisráðherrahjónin Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar á móti gestunum, ásamt séra Heimi Steinssyni þjóðgarðs- verði. Heimir sýndi gestunum staðinn og benti á helstu kenni- leiti. Vegna slæms veðurs var hætt við að ganga niður Al- mannagjá eins og áætlað hafði verið, en í þess stað farið í kirkj- Færeysku lögmannshjónin Atli og Sólvá Dam, Vigdís Finn- bogadóttir forseti Islands og Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hlýða á frásögn Heimis Steinssonar i Þingvallakirkju. una á Þingvöllum. Þar fræddi Heimir gestina um sögu staðar- ins og greindi frá þingháttum til forna. Að því loknu bauð forsætisráðherra til hádegis- verðar til heiðurs lögmanns- hjónunum á Hótel Valhöll, áður en snúið var aftur í bæinn. Um eftirmiðdaginn tóku lög- mannshjónin á móti Færeying- um sem búsettir eru hér á landi í Átthagasal Hótels Sögu. Að kvöldi sunnudags héldu svo Atli og Sólvá Dam kvöldverðar- ÞAÐ ERU GÆÐIN SEM SKIPTA MÁLI! tegund: GENUA 3+2+1 ...fyrir þá sem vilja gæði. REYKJAVlK Það er... virðulegt, klassískt, þægilegt, hlýlegt og það sem mestu skiptir, það er leður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.