Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 32

Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Toronto-f undurinn: Vaxtamál og verðbólga: Ekki mun verða gripið til gagn- kvæmra þvingana - segirfjár- málaráðherra Bandaríkjanna Toronto, Reuter. Fjármálaráðherrar iðnríkj- anna á Toronto-fundinum óttast ekki að verðbólga muni aukast þótt enn sé nauðsynlegt að fylgjast vandlega með þróun hennar. Þetta kom fram í máli James Bakers, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í sjónvarps- viðtali í gær. „Þott menn sætti sig vel við ástandið þá held ég að sjálfsá- nægja sé ekki ríkjandi," sagði Baker. „Það er ástæða til ánægju en það merkir ekki að engu verði komið í verk. Öll ríkin tóku sameiginlega á eftir verð- bréfahrunið (í október) til að samræma aðgerðir sínar, efna- hagur heimsins er að jafna sig og sótt er fram á ný.“ Baker sagði ríkin sammála um að fylgjast með þróun verð- bólgunnar en ekki væri talin hætta á skyndilegri óðaverð- bólgu. Hann hrósaði seðlabönk- um ríkjanna fyrir aðgerðir þeirra til að stuðla að hagvexti án þess að láta undan verð- bólguófreskjunni. Baker var spurður hvort Bandaríkjastjórn mundi þvinga Vestur-Þjóðveija til að gefa efnahagslífi landsins lausari tauma og auka innanlands- neyslu. Hann sagði að til slíks myndi ekki koma frekar en þvingana af hálfu Vestur-Þjóð- veija gagnvart Bandaríkja- mönnum til að fá þá til að lækka Ú’árlagahalla Bandaríkjanna. Um alþjóðleg vaxtamál sagði ráðherrann að þróun þeirra Reagan ekki talinn munu halda tillögum sín- um um afnám niðurgreiðslna fast fram Toronto, Reuter. EKKI er talið sennilegt að tillög- ur Reagans Bandaríkjaforseta, um að afnema alla styrki og niðurgreiðslur í landbúnaði fyr- ir árið 2000, muni fá góðan hljómgrunn á leiðtogafundinum i Kanada. Ágreiningur er um málið einkum milli Bandaríkja- manna og Kanadamanna annars vegar og Evrópubandalagsins hins vegar. Bandalagið viður- kennir að niðurgreiðslur séu skattgreiðendum þung byrði og valdi offramleiðslu sem dengt sé á alþjóðlega markaði og skerði þannig samkeppnisað- stöðu bænda f fátækum löndum þriðja heimsins. Á hinn bóginn segja fulltrúar bandalagsins að tillögur Reagans séu óraunsæj- ar. , Frakkinn Jacques Delors, sem er forseti framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins, hefur sagt að yrðu styrkir og niðurgreiðslur afnumin mundi það verða til þess að sveitahéruð bandalagsins, þar sem 11 milljónir bænda búa, tæmdust af ungu fólki og yrðu eins konar vemdarsvæði gamals fólks, hliðstæð svæðum indíána í Bandaríkjunum. Mögulegt er talið að í Toronto verðisamþykkt skilmálalaus yfir- lýsing þess efnis að kynntur verði grundvöllur að viðræðum um land- búnaðarstyrkina á ráðherrafundi sem halda á í Montreal í Kanada í desember til að kanna stöðuna í Gatt-viðræðunum um alþjó’ðavið- skipti og tollamál. Niðurgreiðslum og styrkjum til landbúnaðar var komið á í mörgum Evrópulöndum eftir heimsstyijöld- ina síðari. í Japan er landbúnaður mikið styrktur og Bandaríkjamenn hafa svarað fyrir sig með álíka aðgerðum. Willy de Clercq, ut- anríkisráðherra Evrópubandalags- ins, gagnrýndi á sunudag Banda- ríkjamenn og sagði áform þeirra um aukna kornframleiðslu ekki verða til að leysa offramleiðslu- vandann. Styrkir til landbúnaðar í 24 helstu iðnríkjum heims eru taldir nema samanlagt um 200 milljörð- um Bandaríkjadala (nær 9000 milljörðum ísl. kr.) á ári samkvæmt upplýsingum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD. Stofn- unin áætlar að u.þ.b. 75% af tekj- um japanskra bænda séu beinir og óbeinir styrkir, enn fremur nær 50% af tekjum evrópskra bænda og 35% af tekjum bandarískra bænda. Evrópubandalagið heldur því fram að ekki hafi enn náðst samkomulag um nothæfa aðferð til að mæla heildarupphæð styrkja til bænda. í skýrslu, sem gerð var af ástr- alskri stofnun til rannsókna á al- þjóðafjármálum segir að yrðu styrkir til landbúnaðar lagðir af á tíu árum, eins og Reagan hefur lagt til, myndu tekjur ríkja í þriðja heiminum aukast um 26 milljarða Bandaríkjadala á ári. Ríkin fengju hærra verð fyrir afurðir sínar á alþjóðamarkaði og jafnframt gætu ríkisstjórnir þeirra ekki haldið áfram að fæða íbúa milljónaborg- anna með niðurgreiddu komi; bændur fengju því meira í sinn hlut. í ríkari þjóðfélögum kæmust neytendur og skattgreiðendur bet- ur af en ella. í mörgum auðugum ríkjum þ. á. m. Vestur-Þýskalandi og Frakklandi, eru smábændur sterk- ur þrýstihópur og hefur því lítið orðið úr aðgerðum til að hamla gegn styrkjum og niðurgreiðslum í landbúnaði ásamt óhjákvæmilegri afleiðingu slíkra ráðstafana sem er offramleiðsla afurðanna. Landbúnaðarstyrkirnir: Leiðtogarnir hliðra sér við erfiðum ákvörðunum hefði verið jákvæð síðan 1985. Meiri samráð væm nú milli ríkjanna um vaxtaákvarðanir en áður. Ein af ástæðum hrunsins í október síðastliðnum var deila milli Vestur-Þjóðveija og Bandaríkjamanna út af vaxta- hækkun í Vestur-Þýskalandi. Óttuðust íjármálamenn þá að glundroði væri í uppsiglingu í alþjóðavaxtamálum en þær hrakspár hafa ekki ræst. Reuter Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims taka sér sæti við fundarborðið i Toronto á sunnudag. Efst fyrir miðju sést Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og síðan, réttsælis, Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, Ciriaco DeMita, forsætisráðherra Ítalíu, Jacques Delors, forseti framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins, og loks Noboru Takeshita, forsæt- isráðherra Japans. Reuter Hindra að Marcos komist inn í landið Á flugvellinum í Laoag á Filippseyjum hefur verið komið fyrir sand- og malarhrúgum til að koma í veg fyrir að litlar flugvél- ar geti lent á vellinum. Er þetta gert til að fyrirbyggja að Ferd- inand Marcos, fyrrverandi forseti, komi inn í landið i óþökk yfirvalda til að vera við útför móður sinnar, sem lést fyrir nokkrum vikum. Fyrrum heimili Marcosar-fjölskyldunnar hefur verið opnað almenningi sem getur skoðað heimilið og vottað hinni látnu ættmóður virðingu sína. Lik hennar stendur uppi í viðhafnarstofu heimilisins. Ukraína: Líkvökunni lyktaði með hörmungnm Moskvu. Reuter. LÍKVAKA í þorpi nokkru í Úkr- aínu endaði með þeim ósköpum, að átta manns létust og 80 Iiggja illa haldnir á sjúkrahúsi. Skýrði Tass-fréttastofan sovéska frá þessu í gær. Sagan hófst með því, að skóla- stjórinn í þorpinu Zabólótje, skammt frá pólsku landamærunum, og vélsmiður nokkur, vinur hans, gerðu sér glaðan dag til að fagna því, að hinum fyrrnefnda höfðu áskotnast ný húsgögn. Urðu þeir sér úti um heimabrugg, sem reynd- ist vera iðnaðarspíri, en daginn eft- ir lést vélsmiðurinn og skólastjórinn veiktist. Þagði hann þó um ástæð- una og eftir nokkurra daga legu lést hann og var grafinn án krufn- ingar. Fj'öldi manna kom saman til að Tveir IRA-menn dæmdir Lundúnum, Reuter TVEIR liðsmenn írska lýðveldis- hersins, IRA, voru dæmdir í 17 og 20 ára fangelsi í gær, fyrir að hafa ráðgert mörg sprengjut- ilræði í Bretlandi. Mennimir tveir, Patrick McLaughlin og Liam McCotter voru handteknir á síðasta ári. Þeir vísuðu lögreglunni á sprengiefni, sprengju- hluta og vopn sem voru falin í rusla- tunnum í skógi nálægt borginni Manchester. Að sögn saksóknara var þetta nægilegt efni í 25 sprengj- ur eða heila sprengjuherferð. Þessa þungu fangelsisdóma, 17 og 20 ár, rökstuddi dómarinn með því að mennimir hefðu fyrirhugað mjög víðtækar aðgerðir og að nauðsyn- legft væri að fæla aðra frá svipuð- um fyrirætlunum. vaka yfir líki skólastjórans og sett- ust syrgjendurnir brátt að drykkju til að stytta sér stundimar. Var þá meðal annars gripið til iðnaðarspír- ans, sem skólastjórinn lét eftir sig. Afleiðingarnar urðu þær, að fyrst snerist líkvakan upp í drykkjulæti en lauk síðan með því, að átta lágu í valnum og 80 voru fluttir alvar- lega veikir á sjúkrahús. Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, hóf fyrir þremur árum mikinn áróður gegn ofneyslu áfeng- is en í Tass-fréttinni sagði, að enn væri „bindindissemina aðeins að finna á bókurn”.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.