Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 33

Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 33 Óeining innan breska Yerkamannaflokksins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STEFNUBREYTING sú í varn- armálum, sem Neil Kinnock lýsti í sjónvarpsþætti fyrir hálfum mánuði, hefur valdið meiri óöld innan Verkamannaflokksins en nokkurn óraði fyrir. I ræðu siðastliðinn föstudag lagði hann áherslu á, að flokkurinn yrði að taka tillit til breytinga í þjóð- félaginu. Stuðningsmenn hans Bandaríkin: Komið aft- an að aug-- lýsendum New York, Reuter. ÞAÐ Htur svo sannarlega ekki vel út fyrir hluta þeirra amerísku auglýsingastofa sem sjá um að markaðssetja þarlent kjöt ef marka má frétt sem birtist í tíma- ritinu Newsweek á sunnudag því þar segir að mynd sem auglýs- endurnir hafa hingað til notað til að auglýsa kjöt .likist áber- andi mikið tákni Hitlersæskunn- ar svokölluðu. Að sögn tímaritsins þá var það upphaflega ungur framhaldskóla- nemi sem kom auga á hvernig aug- lýsingamynd kjötframleiðendanna, sem er af hávöxnum ljóshærðum kúreka sem veifar bandaríska þjóð- fánanum.líktist myndskreytingu í sögubók sem hann hafði undir höndum. Dreifmgaraðilar veggspjaldanna segja að ekki hafi vísvitandi verið reynt að líka eftir merki Hitlersæsk- unnar og að sögn þeirra sem gerðu veggspjaldið þá var stuðst við Ijós- mynd af lifandi fyrirmynd við hönn- un þess. Engu að síður íhuga forsvars- menn auglýsendanna að leggja nið- ur ljóshærða kúrekann og taka upp annað merki. hafa ráðist harkalega að vinstri- arminum og forystu Sambands flutningaverkamanna. Stefnan miðist við tíunda áratuginn Harkan í innanflokksdeilum Verkamannaflokksins jókst enn um síðastliðna helgi, er Roy Hatt- ersley, varaleiðtogi flokksins, réðst harkalega að Tony Benn, leiðtoga vinstriarmsins, fyrir að segja, að flokkurinn gæti ekki unnið í næstu kosningum. Hann sagði, að engin svik við flokkinn væru meiri en þau að grafa undan honum og halda því um leið fram, að verið væri að verja hann. Hattersley sagðist kunna á þessu skýringu. „Það er vegna ótta við nýjar hugmyndir. En Verka- mannaflokkurinn verður að vera flokkur nýrra hugmynda." Hann bætti við, að stefna flokksins yrði að miðast við tíunda áratuginn og það vildu framsæknir flokksmenn. Þetta er í fyrsta sinn, sem flokks- forystan nafngreinir Benn. Treysti sér ekki til að verja stefn- una í varnarmálum Kinnock hélt ræðu í Fabian- félaginu (málfundafélagi vinstri- manna) í London á föstudag og sagði, að flokknum væri nauðsyn- legt að endurskoða stefnu sína. Það merkti hins vegar ekki, að menn köstuðu hugsjónum sínum fyrir róða. Markmið alls flokks- starfsins nú væri að vinna sigur á Margaret Thatcher og stefnu hennar á næsta áratug. Denzel Davis svaraði í fyrsta sinn spurningum um ástæður af- sagnar sinnar í sjónvarpsþætti hjá BBC á föstudag. Hann sagði, að stefna flokksins í varnarmálum hefði lengi verið viðkvæm. Hann hefði hins vegar ekki treyst sér lengur til að veija hana, því að hún væri svo óljós og ruglingsleg eftir sífelldar yfirlýsingar Kinnocks og óundirbúnar breytingar án sam- ráðs við sig. Hitnar í kol- unum í sumar John Cunningham, einn af stuðningsmönnum Kinnocks á þingi, réðst harkalega á Ron Todd, leiðtoga Sambands flutninga- verkamanna, fyrir að reyna að segja flokknum fyrir verkum. Todd sagði í síðustu viku, að ekki væri hægt að líða það, að einn einstakl- ingur ákvæði stefnu flokksins í mikilvægum málum. Það væri flokksþingsins að gera það, og það skipti engu máli, hver einstakling- urinn væri. Stuðningsmenn einhliða afvopn- unar erú þegar farnir að undirbúa ályktun, sem þeir hyggjast leggja fyrir flokksþing Verkamanna- flokksins í haust. Þar er ítrekaður stuðningur flokksins við fyrri stefnu. Allar líkur eru á, að slík ályktun fengi mikinn meirihluta atkvæða. Það yrði áhrifavaldi Kinnocks verulegur hnekkur, en það hefur verið óskorað fram til þessa. Búast má við, að hitni verulega í kolunum í þessum átökum, þegar líður á sumarið. Reuter Naut í postulínsverslun Verlunareigendur grípa til ýmissra aðgerða til að vekja athygli á söluvörunni. Kaupmaðurinn á myndinni verslar með borð- búnað í Wellington á Nýja Sjálandi, hann hefur lengi velt því fyrir sér hvemig myndi ganga að hafa naut í versluninni. í síðustu viku lét hann verða af því að láta á það reyna og „bauð“ holdanauti af Hereford-kyni að dvelja í versluninni í þrjár klukkustundir. Bolinn virtist ekki kippa sér upp við þessa uppá- komu og ekkert brotnaði þrátt fyrir stórgripaheimsóknina. Eftirspum eftir áli mun enn aukast í V-Evrópu 1987 metár í álviðskiptum Briissel, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. milljónir tonna af áli hafi verið álfunni á síðasta ári EFTIRSPURN eftir áli í Vestur- Evrópu var meiri en nokkru sinni árið 1987 og mun væntanlega aukast enn á þessu ári samkvæmt upplýsingum Samtaka evrópskra álfyrirtækja (European Alumi- nium Association, EAA). For- maður samtakanna, Dr. Theodor M. Tschopp, sem er fram- kvæmdastjóri álsviðs hjá Alu- suisse, sagði á blaðamannafundi samtakanna fyrir helgina að 4,1 Reuter Helgispjöll hindruð Verkamaður bætir gaddavírsstreng í girðingu utan um Stonehenge-fornleifarnar frægu á Salis- bury-sléttunni í Englandi. Fjöldi hippa sló nýlega upp tjöldum i grennd við Stonehenge til að fagna sumarsólstöðum og óttast lögregla árekstur við þá. Vísindamönnum hefur ekki enn tekist að leysa gátuna um markmiðið með steindrangaþyrpingunni, sem er mörg þúsund ára gömul, þótt margir telji að trúarbrögð hafi komið þar við sögu. notaðar i en heildarframleiðsla þar var 3,5 milljónir tonna. 430.000 tonn voru flutt inn til að mæta eftir- spurn og gengið var á birgðir. 650.000 tonn verða væntanlega flutt inn á þessu ári. Álbirgðir í Vestur-Evrópu eru nú mjög litlar og sagði Tschopp að ekki væri hægt að ganga frekar á þær. Löndin í Vestur-Evrópu nota um þriðjung alls áls á Vesturlönd- um. Þau framleiða um 27% hrááls og 31% úrvinnsluáls. Yfir 100.000 manns starfa við áliðnaðinn í Vest- ur-Evrópu en afkoma yfir 300.000 manns er undir honum komin. Tschopp sagði að nú væri erfitt að flnna hagkvæma staði fyrir ný álver í Vestur-Evrópu nema á ís- landi og í Noregi. Hann sagði að hráálframleiðslan væri óðum að færast frá úrvinnslustöðum til svæða með ódýra orku eins og Suð- ur-Ameríku, Ástralíu og Kanada. Hann sagði að þessi þróun hefði haft áhrif á auknar sveiflur í ál- verði. Þær koma álneytendum, eins og bílaiðnaðinum, illa og Tschopp sagði að það þyrfti að finna leið til að draga úr miklum verðsveiflum í framtíðinni. Jochen Schirner, varaformaður EAA og forstjóri Vereinigte Alumi- nium Werke (VAW) í Vestur- Þýskalandi, sagðist ekki eiga von á að hráálframleiðsla á meginlandi Evrópu myndi dragast saman á næstu árum. Hann kvað orkuverð hafa mikil áhrif á framtíðarþróun en benti á að innri Evrópumarkaður árið 1992 myndi auðvelda viðskipti með orku. Þá gætu orkusnauðar þjóðir til dæmis keypt kjarnorku frá þjóðum sem hafa nóg af henni. ÚTFLUTNINGSI^áÐ ISIANDS EXFORÍ COUNCILOF ICHIAND LÁGMÚLI5 128REYKJAVÍK S-688777 Námsstefna um vöruþróun matvæla verður haldin á Hótel Sögu, hliðarsal, kl. 14.00 þriðjudaginn 21. júní nk. Dagskrá: Kl. 14.00 Námsstefnan sett af Ingjaldi Hannibalssyni, fram- kvæmdastjóra Útflutningsráðs íslands. Kl. 14.10 Möguleikar íslenskra matvæla í Bandaríkjunum: Sylvia Schur, Creative Food Service. Kl. 14.55 Kaffi. Kl. 15.15 Útflutningur tilbúinna rétta frá íslandi: Örn Daníel Jónsson, Iðntæknistofnun íslands. Kl. 15.35 Kynning á vöruþróunarverkefni fyrir Bandaríkjamark- að á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Dr. Hannes Hafsteinsson, SH. Kl. 15.55 Fyrirspurnir og almennar umræður. Kl. 16.15 Námsstefnu slitið. Þátttökugjald kr. 900,-. Fjölmennið og nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.