Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 " 35 Skæruliðar í Afganistan: Bráðabirgðastjóm útnefnd Sósíaldemókratar kynna kosningá- loforð sín Stokkhólmi, frá Claes von Hofstein, fréttaritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar og formaður sósíaidemókrata, kynnti í síðustu viku þau mál sem flokk- urinn hyggst beita sér fyrir sigri hann í kosningunum i haust. Standi sósíaldemókratar við kosningaloforðin munu for- eldrar lítilla barna í Svíþjóð sjá fram á rólega tíma, þar sem mikil áhersla er lögð á aukna aðstoð við barnafjölskyldur. Það kosningaloforð sem myndi kosta sænska ríkið mest er loforð um lengingu barnsburðarleyfís. Sósíaldemókratar segjast vera reiðubúnir að veija 6 milljörðum sænskra króna (svarar til um 44 milljarða ísl. kr.) til þess að lengja fæðingarorlof foreldra, sem nú er 9 mánuðir, í 18 mánuði. Orlofinu má skipta að vild en það verður að taka áður en barnið nær fjög- urraára aldri. Að auki ætlar flokkurinn að beita sér fyrir byggingu barna- heimila í miklu mæli samkvæmt kosningaloforðunum sem Ingvar Carlsson kynnti á fimmtudaginn i síðustu viku. Stefnir flokkurinn að því að árið 1991 geti öll böm sem náð hafa 18 mánaða aldri fengið bamaheimilispláss. Ekki er gert ráð fyrir að sérstök lög verði sett til að tryggja að þetta mark- mið náist heldur ætlar flokkurinn að tryggja fjárveitingar til fram- kvæmdanna þannig að staðið verði við tímasetninguna. Sósíaldemókratar lofa á hinn bóginn að tryggja með lagasetn- ingu sex vikna sumarleyfi á ári fyrir alla þegna sína. Þessi ráðstöf- un kemur til með að kosta einka- fyrirtæki mikið. Ríkisstarfsmenn njóta margir hveijir þessara rétt- inda nú þegar. Kjell-Olof Feldt, fjármálaráðherra, segir að einka- fyrirtæki hafi ráð á að veita starfs- fólki sínu þessi fríðindi. Jafnframt þessu lofa sósíal- demókratar skattalækkun á bilinu 3 til 4 prósent, sem ríkið mun fjár- magna með óbeinum sköttum og hækkun á stóreignaskatti. Grípa á til sérstakra ráðstafana til að bæta aðbúnað á vinnustöðum. Áhersla á samskipti við önnur Norðurlönd verður aukin jafn- framt því sem samstarf við aðrar Evrópuþjóðir verður aukið. Peshawar, Islamabad. Reuter. HELSTU samtök afganskra skæruliða útnefndu á sunnudag „bráðabirgðastjórn", sem ætlað er að taka við stjórnartaumunum í Afganistan þegar ríkisstjórn Najibullah forseta hefur verið hrakin frá. Er hún aðeins skipuð skæruliðaleiðtogum, sem aðsetur hafa í Pakistan, en vestrænir stjórnarerindrekar segja ólík- legt, að skæruliðaforingjar, sem þegar ráða stórum svæðum í Afganistan, muni sætta sig við þessa skipan mála. Ahmad Shah, sem skæruliðar hafa áður útnefnt sem forseta, skýrði frá skipan stjómarinnar, sem 14 menn eiga sæti í, en leiðtogi skæruliðasamtakanna, Syed Ah- mad Gailani, sagði, að skæmliðar og flóttamenn myndu eftir þijá eða §óra mánuði ganga til kosninga um fulltrúaþing. Gailani lagði áherslu á, að skæm- liðar héldu að sér höndum meðan sovéska herliðið væri að koma sér burt frá Afganistan og var um það á öndverðum meiði við fyrirrennara sinn, Gulbuddin Hekmatyar, sem hvatt hefur til árása á sovésku her- mennina, jafnvel þótt þeir séu á fömm. Vestrænir fréttaskýrendur og stjómarerindrekar segja það heldur ólíklegt, að skæmliðaforingjar í Afganistan, sem ekki eiga aðild að bráðabirgðastjóminni, muni fallast á að afsala sér þeim völdum, sem þeir þegar hafa. Reuter Franski siglingamaðurinn Philippe Poupon veifar tiláhorfenda við komuna til Newport á miðvikudag. Siglingar: Met í kappsiglingu yfir Atlantshafið Newport í Bandaríkjunum. Reuter. FRANSKI siglingamaðurinn Pilippe Poupon bætti í síðustu viku eigið met i eins-manns- siglingu yfir Atlantshaf, frá austri til vesturs. Er sjóleiðin alls 4.800 km og var hann nú sex dögum skemur að leggja þá að baki en siðast þegar hann tók þátt í keppni á þessari sigl- ingaleið árið 1984. Poupon kom í mark í Newport í Rhode Island-ríki {Bandaríkjun- um að kvöldi miðvikudags í síðustu viku. Vom þá liðnir tíu dagar, níu tímar, fímmtán mínút- ur og níu sekúndur frá því hann lagði úr höfn í Plymouth í Eng- landi. Þótt Poupon yrði fyrstur í mark í keppninni árið 1984 hreppti hann ekki sigurlaunin því að dómnefnd- in gaf landa hans, Yvon Fauconni- er, viðbótarstig fyrir að aðstoða einn siglingamannanna og nægði það honum til sigurs. „Þetta var ótrúleg keppni og veðrið var yndislegt," sagði Poup- on þegar hann fagnaði sætum sigri. „Eg hafði ekki byrinn með mér allan tímann en aðstæðumar vom góðar og siglingaleiðin vel valin.“ Níutíu og fímm vom skráðir til keppninnar að þessu sinni en þrettán luku henni ekki. Poupon er fímmti Frakkinn sem sigrar í siglingakeppninni yfír Atlantshaf síðan hún var fyrst haldin árið 1960. Svíþjóð: Lengri fæðingaror- lof og sumarleyfi og fleiri barnaheimili ODÝRARI en þú færó hvergi meira fyrir peningana Fyrirferðarlítil og falleg Ijósritunarvél með öllum búnaði til fullkominnar Ijósritunar. £ . VM,c#é> 1. hlaðin að framan 4. 12 kopíur á mínútu 2. tekur B4 pappír 5. fastur vals 3. vegur aðeins 27 kg. 6. tekur venjulegan pappír 7. og margt margt fleira. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, simi: 62-37-37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.