Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Brauðið dýra
F erming'in aðalum-
ræðuefni prestastefnu
Mér finnst á þessum þjóð-
hátíðardegi, að við eigum
á hinn bóginn meira erindi við
sjálfa okkur en minningu þeirra
sem gengnir eru. Það erindi lýt-
ur að varðveizlu sjálfstæðisins,
ræktun íslenzkrar menningar og
skipan þeirra mála sem varða
þjóðarbúskapinn. Þessu hefur
okkur verið trúað fyrir.“
Þannig komst Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra að orði í
þjóðhátíðarávarpi á Austurvelli
17. júní síðastliðinn, sem ástæða
er til að vekja athygli á. Hann
sagði orðrétt:
„Skyldurnar rækjum við í
daglegum störfum og ábyrgðin
hvílir á herðum okkar allra. Þar
verður enginn undan skilinn. í
önn og amstri daganna erum við
ekki einvörðungu að móta samt-
íðina, heldur miklu fremur
framtíð okkar sjálfra og barna
okkar“.
Forsætisráðherra lagði út af
sögu Halldórs Laxness af brauð-
inu dýra. Þar segir frá Guðrúnu
Jónsdóttur sem falið var að flytja
brauð milli bæja. Hún fór villt
vega dögum saman án þess að
það hvarflaði að henni að seðja
hugur sitt á brauðinu sem henni
var trúað fyrir. „Því sem manni
er trúað fyrir, því er manni trúað
fýrir,“ sagði konan. Þegar hún
var spurð hvort húsbóndaholl-
ustan gæti ekki orðið of mikil,
spurði hún á móti: „Getur nokk-
ur nokkumtíma verið nokkrum
trúr nema sjálfum sér?“
íslendingum hefur gengið
flest í vil næstliðin fjögur, fimm
ár. Hagur þjóðarinnar hefur
vænkast og framfarir orðið á
öllum sviðum. Aðbúð þjóðarinn-
ar, hvers konar, er með þvi bezta
sem þekkist í veröldinni. Nú
hefur hinsvegar slegið í baksegl-
in. Verð sjávarvöru hefur fallið
á erlendum mörkuðum á sama
tíma og afli hefur dregizt sam-
an. Þessar ytri aðstæður hafa
lýrt þjóðartekjur, sem og mis-
"yengi erlendra gjaldmiðla. Við
löfum eina ferðina enn siglt inn
efnahagslægð.
„Þá bregður svo við að enginn
hagsmunahópur finnur til þeirr-
ir skyldu að varðveita „brauðið
dýra“, sagði forsætisráðherra.
„Sá sýnist mestur, sem stærsta
sneið klípur af brauðinu áður en
þokunni léttir. Mín tilfinning er
Sú að vandi okkar sé hvað mest
í því fólginn að við göngum
sundruð að verki.“
Hér er komið að kjama máls-
itis. Með forsjálni hefðum við
verið enn betur búin en raun ber
vitni, til að mæta sveiflum í sjáv-
arafla og söluverði sjávarvöru,
sem sjálfgefið var að reikna
með. Við erum engu að síður
betur í stakk búin nú en nokkru
sinni fyrr til að takast á við
þann vanda, sem yfir er skollinn,
ef við göngum ekki sundruð
móti erfiðleikunum, ef við stönd-
um saman um varðveizlu
„brauðsins dýra“, sameiginlega
velferð, það sem okkur er trúað
fýrir.
Brauðið dýra, sem vernda
verður, er ekki gert úr efnahags-
legri velferð einni saman. Uppi-
staða þess er mál okkar og
menning, saga okkar og lýðræð-
ishefðir, hin almenna þjóðernis-
vitund. í varðveizlu þess dýra
brauðs - og aðeins í varðveizlu
þess - verður þjóðin trú sjálfri
sér, samtíð sinni og framtíð.
F æreying-ar
Engin þjóð er jafnskyld ís-
lendingum og Færeyingar.
Uppruni beggja á einn veg, þjóð-
tungur af sömu rót, menning
náskyld, þjóðhættir svipaðir og
atvinnuhættir líkir.
Samskipti þjóðanna ná aftur
til landnáms beggja landanna,
Færeyja og íslands. Þau hafa
þó verið mismikil í aldanna rás.
Segja má að bræðraböndin hafi
verið hert á nítjándu öldinni, með
þjóðemisvakningu í báðum lönd-
unum, og skútuöldinni á ísland-
smiðum. Þá sóttu Færeyingar á
íslandsmið og höfðu útræði héð-
an. Sjómennska Færeyinga á
íslenzkum bátum og togurum á
tuttugustu öldinni er og vel
kunn. Alla tíð hafa Færeyingar
verið Islendingum góðir gestir.
Bættar samgöngur hafa leitt
til aukinna samskipta milli þess-
ara grannþjóða, bæða á menn-
ingar- og viðskiptasviðum.
Ástæða er til að ætla að þessi
samskipti eigi enn eftir að vaxa,
báðum þjóðunum til góðs.
Það var því ekki af ástæðu-
lausu sem Islendingar fögnuðu
Atla Dam, lögmanni og virðing-
armesta fulltrúa Færeyinga, vel
og hjartanlega, þegar hann kom
hingað í vináttuheimsókn í boði
Vigdísar Finnbogadóttur, for-
seta íslands. Þar fór góður full-
trúi grann-, frænd- og vinaþjóð-
ar.
Heimsókn Atla Dam til ís-
lands er vottur þess að báðar
þjóðimar vilja rækta frændsemi
og vináttu sín í milli. Morgun-
blaðið biður lögmann Færeyinga
fyrir bróðurkveðjur íslendinga
til færeysku þjóðarinnar.
PRESTASTEFNAN 1988 verð-
ur haldin í Langholtskirkju í
Reykjavík og verður aðalefni
hennar fermingin. Prestastefn-
an hefst með guðsþjónustu í
Langholtskirkju kl. 10.30 á
morgun. Formaður finnska pre-
stafélagsins, Juhanni Koppos-
ela, predikar en altarisþjónustu
annast sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson staðarprestur og
starfsmaður Biskupsstofu, þeir
Baldvin sagði að Særún ÁR hefði
fengið ágætt verð er hún seldi afla
sinn á þriðjudag og gott verð feng-
ist líka fyrir gámafiskinn; Þórunn
Sveinsdóttir VE hefði fengið 89,10
krónur fyrir kílóið af blönduðum
afla, þar af 101 krónu fyrir kílóið
af þorski. Fiskurinn væri frá sunn-
anverðum Vestfjarðamiðum og
væri mjög góður.
Njarðvík:
Byggðastofnun
slegið frysti-
hús R.A.
Péturssonar
á 13 milljónir
Keflavík.
ENGU var líkara en fólkið hefði
skroppið í kaffi eða mat, svuntur
héngu á snögum, nokkrum pör-
um af hvítum stígvélum hafði
verið raðað snyrtilega við einn
vegginn og á miða sem hékk á
áberandi stað stóð: „Vinna til kl.
19.00.“ Þessi sjón blasti við
mönnum þegar þeir gengu inn í
hraðfrystihús R.A. Péturssonar
í Njarðvík á fimmtudag þegar
frystihúsið var selt á nauðungar-
uppboði. Athöfnin var stutt, að-
eins tveir aðilar buðu og var
eignin slegin Byggðastofnun á
13 milljónir. Engin starfsemi
hefur verið í frystihúsinu að
undanförnu.
Brunabótamat eignarinnar er
25,7 milljónir og lét þekktur fisk-
verkandi á Suðurnesjum þau orð
falla að uppboði loknu, að þetta
hefðu verið góð kaup.
Á öðru og síðara uppboði sem
fram fór 19. maí hafði einn kröfu-
hafínn boðið 12 milljónir króna, en
á uppboðinu í gær bauð fulltrúi
Byggðastofnunar 12,5 milljónir,
Sparisjóðurinn í Keflavík bauð 12,7
milljónir, en Byggðastofnun hækk-
aði sitt boð í 13 milljónir sem reynd-
ist hæsta boð.
Erfíðleika hraðfrystihúss R.A.
Péturssonar má rekja til fisksölu-
svindls við hollenska fiskkaupmenn
á síðasta ári, en þá sendi fyrirtæk-
ið þessum aðilum 65 tonn af fersk-
um fiski án þess að tilskildar
greiðslur bærust. Fulltrúi Byggða-
stofnunar sem átti 7 milljón króna
kröfu í þrotabúið sagði að reynt
yrði að selja frystihúsið aftur.
- BB
sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín
æskulýðsfulltrúi, sr. Magnús
Guðjónsson biskupsritari og sr.
Bernharður Guðmundsson
fræðslustjóri. Félagar úr kór
Langholtskirkju leiða messu-
sönginn og organleikari er Ól-
afur Finnsson.
Klukkan 14 verður síðan presta-
stefnan sett í Langholtskirkju með
ávarpi biskups og yfirlitsræðu
hans um starf kirkjunnar á síðasta
Baldvin sagðist eiga von á mikl-
um afla inn á Bretlandsmarkað í
næstu viku, 100 gáma eða meira,
sem væri yfír 1.400 tonn. Þá sagð-
ist hann vita um þijú skip sem
ætluðu að landa á Humber-svæð-
inu. Baldvin sagðist reyna að halda
aðeins aftur af mönnum til að fá
ekki of mikið inn á markaðinn í
einu, en hann hefði heyrt að þetta
væri góður fiskur og hann væri
alltaf í þokkalegu verði. Humber-
svæðið væri geysilega stór markað-
ur, sem þyldi mikið, og menn þar
væru jafnvel farnir að hafa áhyggj-
ur af því að ekki bærist nóg af físki
inn á næstunni. Þannig sagðist
Baldvin hafa fengið fyrirspurn um
hvort hann gæti tryggt sölu á
gámafíski á föstu verði í kringum
verslunarmannahelgina.
starfsári. Þeir Gísli Magnússon
píanóleikari og Gunnar Kvaran
knéfiðluleikari munu flytja tónlist
og ávarp verður flutt frá kirkju-
málaráðuneytinu. Setningarat-
höfnin verður útvarpað.
Að þessu sinni verður fermingin
í kastljósi á Prestastefnu og verð-
ur lögð til grundvallar ítarleg
könnun sem dr. Pétur Pétursson
hefur unnið fyrir hönd fermingar-
starfanefndar og fjallar um við-
horf og vinnubrögð fermingar-
fræðara og presta um land allt.
Framsögu um aðalefni presta-
stefnunnar annast þeir sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson í Skálholti,
sr. Guðmundur Óskar Ólafsson
Reykjavík og sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson, Útskálum. Einnig
flytur sr. Heimir Steinsson á Þing-
völlum ávarp frá kirkjufræðslu-
nefnd.
Á fimmtudag verða starfshópar
að verki allan daginn. Fjalla þeir
m.a. um námsskrá kirkjunnar
vegna fermingarinnar þar sem
verður rætt sérstaklega um krist-
nidómsþekkingu og tileinkun trú-
arlegra gilda. Einnig verður rætt
um samvinnu heimilis, kirkju og
skóla við fermingarstörfin og um
markmið og vinnuaðferðir ferm-
ingarstarfa í dreifbýli sem þétt-
býli. Prestastefnu verður svo slitið
á föstudagskvöld þegar hóparnir
hafa greint frá niðurstöðum sínum
og umræður hafa farið fram.
Prestastefnu Islands lýkur með
samveru í Biskupsgarði.
Að vanda verða tvö erindi flutt
í ríkisútvarpinu á rás 1 á vegum
Prestastefnunnar, miðvikudags-
kvöldið 22. júní kl. 21.00 flytur
sr. Torfi Stefánsson Hjaltalín,
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar,
erindi um ferminguna, sögu henn-
ar, guðfræði og stöðu hennar nú,
en 27. júnl á sama tíma verður
dagskrá í umsjá sr. Pálma Matt-
híassonar á Akureyri um Prestafé-
lag íslands sem nú heldur upp á
70 ára afmæli sitt. (Fréttatilkynning)
Á myndinni eru sitjandi frá vinstri, Þórður Þ. Þorbjarnarson slj
inu, Þorvaldur S. Þorvaldsson formaður þess, Jón Helgason landl
son lögfræðingur í ráðuneytinu, Vilhjálmur Sigtryggsson framkv
Sigurðsson meðstjórnandi.
SkógTæktarfélag1 Reykjavíkur:
Tvær jarðir í M;
leigðar til skógi
FELAGSMENN Skógræktarfé-
lags Reykjavikur munu brátt
eiga þess kost að fá svæði til
tijáræktar í Mýrdal. Landbúnað-
arráðherra hefur beitt sér fyrir
því að leigja félaginu jarðirnar
Fell og Álftagróf í þessu skyni.
I fréttatilkynningu frá Skóg-
ræktarfélaginu segir, að jarðimar
verði skipulagðar sem skógræktar-
og útivistarsvæði, þar sem félags-
mönnum verði gefínn kostur í
landspildu til ttjáræktar og að reisE
lítinn skála.
Aðalfundur félagsins var haldinr
fyrir skömmu. Þar kom fram, ac
á síðastliðnu ári sá félagið um gróð-
ursetningu á um 400 þúsund tijá-
plöntum og f sumar starfa um 360
manns á vegum þess. Alls eru fé-
Ferskfisksölur í Bretlandi:
Eftirspumin glæð-
ist í góða veðrinu
„EFTIRSPURNIN eftir fiski hefur verið treg síðustu 2-3 vikur en
er farin að glæðast aftur. Verðið hækkaði hér á þriðjudaginn og
er mjög þokkalegt nú og ég á von á að það haldist einhvern tíma,“
sagði Baldvin Gíslason, forstjóri fisksölufyrirtækisins Gislason and
Marr í Hull, þegar Morgunblaðið innti hann eftir ástandi og horfum
á ferskfiskmarkaðinum í Bretlandi. Hann sagði að gott veður í Bret-
landi hjálpaði til, því ef kalt væri í veðri væri fólk latt að fara út og
fá sér „fish and chips“, og reyndar líka ef veðrið væri of heitt.