Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 39

Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 39
Vistkreppa í Barentshafi MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 39 Engin bein tengsl við haf- svæðin kringum Island Keflavíkurflugvöllur: Islenskir aðalverktakar byggja steypuverksmiðju Vogoim. ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa JAKOB Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar segir að engin bein tengsl séu á milli haf- svæðisins við Island og Barents- hafs. Þess vegna séu ákaflega litl- ar líkur á að sú vistkreppa sem nú er í Barentshafi muni hafa áhrif hér við land. íslendingar þurfi hins vegar að stórauka vist- fræðilegar rannsóknir í hafinu við landið til þess að geta nýtt auðlindir þess sem best og til að koma í veg fyrir sambærileg slys hér við land. „Það er greinilegt að þama hefur allt farið úr skorðum. Við þurfum að læra af þessu,“ sagði Jakob. „Mér finnst eftirtektarverðast, að þetta sýnir okkur að það þarf að fara var- lega. Við þurfum að stórauka vist- fræðilegar rannsóknir okkar til þess að gota nýtt auðlindimar sem best og ijúfa ekki einstaka hlekki í lífkeðj- unni.“ Jakob sagði Barentshaf vera að mörgu leyti ólíkt íslensku miðunum, en við þyrftum að fylgjast rækilega með hvað þar væri að gerast og draga af því ályktanir. Hann sagði engin bein tengsl vera á milli íslands- miða og Barentshafs, það tæki strauma mjög langan tíma að fara á milli. Loðnustofnar virtust vera alveg aðskildir, þó gæti þetta haft áhrif á síldarstofna, sem hann sagð- ist hafa verið að vonast til að stækk- uðu. Engir stórir síldarstofnar hafa kopmið síðan 1983. Um selagöngur sagði Jakob, að hugsanlegt væri að stórar vöðuselsgöngur gætu komið upp að landinu, þó sæjust engin teikn um það ennþá. Jakob var spurður hvort hætta væri á að lífríkið í sjónum hér við land raskaðist, t.d. vegna friðunar hvala og sela. Hann kvað það vel hugsanlegt en tók fram að fyrir til- stuðlan Hringormanefndar hefði sel- veiði hér við land verið jafn mikil undanfarin ár og var áður fyrr. Hafrannsóknarstofnun vantar herslumuninn á að geta náð tökum á þeim rannsóknum sem þörf er fyr- ir á þessum sviðum, að sögn Jakobs. Hann segir að fjárveitingar til stofn- unarinnar hafí verið óbreyttar, miðað við fast verðlag, síðan 1972, þannig að ekki hafí verið hægt að auka við starfsemina. „Við þurfum að efla þessar rannsóknir og við þurfum að geta haldið rannsóknarsipunum úti. Þau hafa verið bundin við bryggju allt of langan tíma. Það er forgangs- verkefni núna að rannsaka vistkerfið í sjónum við landið, ásamt fískeldis- rannsóknum," sagði Jakob Jakobs- son. Vistkreppan í Barentshafi virðist hafa byijað með því að loðnustofninn þar hrynur. Jakob taldi ekki vitað hvort þar væri ofveiði að kenna eða náttúrulegum aðstæðum. Á sama tíma klekjast út mjög stórir þorskár- gangar, sem bráðvantar æti. Þegar loðnan var ekki fyrir, lagðist þorskur- inn á rækju og önnur krabbadýr, sem fljótt urðu upp urin. Þorskurinn fer að horast og á það bætist selafárið, gífurleg íjölgun sels. Allt vistkerfi hafsins er komið úr skorðum og nú er svo komið að selurinn er farinn að leita á önnur hafsvæði eftir æti. hafið byggingu steypuverk- smiðju á Keflavíkurflugvelli. í steypuverksmiðjunni verða for- steyptar loftaplötur sem fara í nýbyggingar sem verið er að byggja í Grænuhlíð. Steypuverksmiðjan er á athafna- svæði við steypustöð fyrirtækisins í húsnæði sem er 15 metrar á breidd og 75 metrar á lengd. í verksmiðj- unni verða steyptar loftaplötur ein- göngu til nota á Keflavíkurflugvelli og hafa verið keypt steypumót til verksmiðjunnar sem passa fyrir íbúðarhúsin sem verða byggð í Grænuhlíð. Að sögn Andrésar Andréssonar yfírverkfræðings íslenskra aðal- verktaka er gert ráð fyrir að fyrstu prufur úr verksmiðjunni verði gerð- ar í lok júlí eða byrjun ágúst. Síðan er gert ráð fyrir að framleiðsla hefj- ist í september sem er nauðsynlegt til að geta lokið byggingu húsanna á áætluðum byggingartíma sem er þijú ár. Samtök um verndun Fossvogsdals: 200 manns hafa gerst stofnfélagar Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Sökklar að steypuverksmiðju á Keflavíkurflugvelli. Kosið um sameiningn hreppa í Dalasýslu: Eignm vart heima í sam- einuðu sveitarfélagi - segir Sigurður Þórólfsson oddviti Saurbæjarhrepps í UNDIRBÚNINGI er stofnun samtaka um verndun Fossvogs- dalsins sem útivistarsvæðis og hafa um 200 manr.s þegar skráð sig sem stofnfélaga, að sögn Gunnars Steins Pálssonar, sem er einn upphafsmanna samtakanna. Næstkomandi fimmtudag munu samtökin gróðursetja um 1000 tré í Fossvogsdal í landi Kopavogs. Trén eru gjöf frá fyrirtækjum og stofnunum í Kópavogi og tengist átaki sem bæjarstjórn Kópavogs hefur undirbúið og stendur að. Tilgangur samtakanna er að reka áróður, dreifa upplýsingum og skipuleggja andóf gegn lagningnu Launþega- samtök hvött til að styðja Sigrúnu STUÐNINGSMENN Sigrúnar Þorsteinsdóttur, forsetafram- bjóðanda, hafa sent ASÍ, BSRB og BHM skeyti, þar sem hvatt er til að samtökin lýsi yfir stuðn- ingi við framboð Sigrúnar. 1 yfirlýsingu frá stuðningsmönn- um Sigrúnar segir meðal annars að þar sem áðurnefnd samtök hafi mótmælt bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar varðandi kjarasamn- inga, sem Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi staðfest, sé rökrétt að þau lýsi opinberlega yfir stuðningi við framboð Sigrúnar, eða í það minnsta við þann málstað sem Sigr- ún heldur fram. Ef ekki megi líta svo á að samtökin styðji mótfram- bjóðanda Sigrúnar með þögn sinni. í yfirlýsingunni segir ennfremur að Sigrún Þorsteinsdóttir hafi lýst því yfir að hún muni aldrei skrifa undir lög sem bijóta mannréttindi, þar á meðal lög um afnám samn- ingsréttar. Mótframbjóðandi henn- ar hafí hins vegar lýst því yfir að hún muni áfram skrifa undir slík lög. Þar af leiðandi er þess farið á leit við framangreind samtök að þau lýsi yfir stuðningi við Sigrúnu. (Úr fréttatilkynningu.) Fossvogsbrautar. „Bæklingi verður dreift á höfuðborgarsvæðinu með upplýsingum um mikilvægi þess að standa vörð um dalinn, þennan síðasta möguleika á tengingu úti- vistasvæðanna frá Hljómskálagarði í Bláfjöll," sagði Gunnar Steinn. „En hlutverk samtakanna hlýtur einnig að vera að standa að uppbyggingu í dalnum og við eigum von á því að fyrsta stjórn samtakanna verði frek- ar samstíga þeim hugmyndum, sem bæjarstjórn Kópavogs hefur haft um dalinn. Þær hugmyndir byggja á til- lögum Irigva Þórs Loftssonar lands- lagsarkitekts og verða tillögur hans kynntar í bæklingi og dreift í öll hús í Kópavogi og Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal á næstunni. Þeir sem hafa skráð sig koma víða að, mikið úr dalnum en einnig af Seltjaranrnesi og Mosfellssveit. Það verður því vonandi breið og góð fylking sem mætir á stofnfund sam- takanna um miðjan júlí. Samtökin mega engan veginn verða einkaklúb- bur Kópavogsbúa eða einungis fyrir þá sem búa í dalnum. Þetta þurfa að vera samtök allra sem búa á höfuðborgarsvæðinu." Saudárkróki. ÍÞRÓTTARÁÐ Sauðárkróks hélt kaffisamsæti í Framsókn- arhúsinu við Suðurgötu fyrir skömmu þar sein afhentur var afreksbikar UMFÍ í fyrsta sinn, en bikar þennan gaf UMFÍ í til- efni vígslu nýs íþróttahúss á Sauðárkróki í janúar 1986. Sverrir Valgarðsson formaður íþróttaráðs bauð gesti velkomna, en síðan tók til máls Matthías Vikt- orsson félagsmálastjóri og lýsti reglugerð um veitingu UMFI- bikarsins, sem nú er afhentur í fyrsta sinn, en hún kveður á um, að bikarinn skal hljóta sá leikmað- ur körfuknattleiksliðs Tindastóls, sem flest stig skorar í leikjum liðs- KOSIÐ verður um hvort sameina eigi alla 8 hreppa Dalasýslu í einn hrepp, næstkomandi laugardag, 25. júní. Ef af verður, tekur sam- einingin gildi um áramót. íbúar hreppanna átta; Hörðudals- hrepps, Miðdalahrepps, Hauka- dalshrepps, Laxárdalshrepps, Hvammssveitar, Fellsstrandar- hrepps, Skarðshrepps og Saur- bæjarhrepps, eru 1013 talsins. Nokkur andstaða er við samein- inguna og telja þeir sem mót- fallnir eru, að ábati af fram- kvæmdinni sé ekki ljós og óttist íbúar þessar breytingar séu þær ins í þeirri deild sem það leikur í hveiju sinni. Skal bikarinn veittur um sumarmál, þegar öllum leikjum keppnistímabilsins er lokið, og skal viðkomandi leikmaður varðveita hann til næstu áramóta. Síðan lýsti Matthías því yfir að fyrstur íþróttamanna hlyti bikar- inn Eyjólfur Sverrisson fyrir af- burða árangur í leikjum með körfu- knattleiksliði Tindastóls síðasta vetur, en liðið mun leika næsta keppnistímabil í úrvalsdeild KKÍ. Arangur Eyjólfs er frábær, því að hann skoraði 35% af stigum liðs síns á tímabilinu, alls 459 stig í 14 leikjum en það er að meðaltali 32,7 stig í leik. Þá var Eyjólfur ekki betur kynntar. Þeir sem eru fylgjandi breytingunum segja fráleitt að halda því fram að sam- einingin sé illa kynnt. A sameiginlegum fundi Saurbæj- ar- og Skarðshrepps á sunnudag var fyrirhuguð sameining rædd og kom fram eindregin andstaða við hana, að sögn Sigurðar Þórólfssonar, odd- vita Saurbæjarhrepps. „Við teljum að hreppamir vestan Svínafells séu landfræðilega aðskildir frá öðrum hreppum sýslunnar og eigi því vart heima í sameiginlegu sveitafélagi. Þá finnst okkur ekki hafa komið stigahæsti leikmaður deildarinnar, með rúmlega helmingi fleiri stig en sá er næstur var. Þess utan er Eyjólfur liðtækur knattspymu- maður og var á síðasta keppn- istímabili markhæsti leikmaður þriðju deildar. Þessu næst tók til máls Guðjón Ingimundarson og afhenti Eyjólfi hinn veglega bikar og bað hann vel að njóta og varðveita til næstu áramóta. Einnig var Eyjólfí af- hentur minni bikar til eignar. Margir tóku til máls og árnuðu Eyjólfi heilla með þennan glæsi- lega árangur, sem hlýtur að verða ungu íþróttafólki hvatning til stærri átaka. — BB nægilega vel fram hver sparnaður- inn verður. Fjármagnstekjur aukast ekki við það eitt að sameinast. Hing- að til höfum við leyst okkar mál með samvinnu og það hefur gengið vel. Á vegum hreppanna hér er einn- ig rekin ýmiss konar þjónusta; kaup- >- félag, sláturhús og félagsheimili og enn er óvíst hvað verður, ef hrepp- amir sameinast." Sigurður sagði aðra kosti vel mögulega, til dæmis hefði komið til tals að í sýslunni yrðu 2 eða 3 sveita- félög. „íbúarnir eru hræddir við að sleppa því sem þeir hafa, ef þeir fá ekki nánari skilgreiningu á hvað vinnst og tapast við sameiningu. Það líður að því að gera verður breyting- ar á hreppaskipan en slíkt verður að framkvæma að vel athuguðu máli. Mér finnst nú sem verið sé að færa valdið frá íbúunum og þá fínnst þeim ef til vill að þeir beri enga ábyrgð, heldur geri einungis kröfur á hendur stjórnvöldum." „Hagkvæmni augljós“ segja sameiningarmenn Marteinn Valdimarsson, sveitar- stjóri í Laxárdalshreppi er einn tals- manna sameiningarinnar. Aðspurð- ur sagði hann hagkvæmni í stjóm hreppanna augljósa, nú fjölluðu milli 30 og 40 manns í hreppsnefndum um svipuð mál og gjarnan sameigin- lega um stærri mál. En við breytingu fækkaði þeim verulega. Þá legðust sýslunefndir af um næstu áramót og ef ekki yrði af sameiningu yrði komið á fót héraðsnefndum, sem væri mikill ókostur. Marteinn nefndi einnig að íbúar teldu sig verða sterk- ara afl en ella með sameiningu. Aðspurður taldi hann fráleitt af of geyst væri farið við kynningu þar sem hún hefði verið rædd af alvöru í 2 ár. „Eg tel ekki eftir neinu að bíða. Ef við ákveðum ekki sjálf að sameina hreppana, verðum við þvinguð saman með lagaboði." Sauðárkrókur: * Iþróttaráð afhendir af reksbikar í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.