Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 41
oor>r tVi>T ic rimumuu WWmMTOW MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFTI AIVINNULÍF 'IIUIMMUIf fittif ’*lvtj’\00Nl ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 41 Erlent Evrópski stjómandinn, einráður ogfégráðugur Strassborg, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem framkvæmd var nýlega á meðal 1500 fulltrúa og annarra yfirmanna í fyrirtækjum næst forstjórum, um hugmyndir þeirra um hinn fullkomna stjórnanda kom fram m.a. að stjórnendur fyrirtækja eru langt frá því að samsvara ímynd hins ákjósanlega í þeim efnum. Könnunin leiddi í ljós að þeir sem veita fyrirtækjum forstöðu í Evrópu láta umfram annað stjórnast af fég: ræðgi og valdafíkn a.m.k. að mati nánustu samstarfsmanna þeirra. í vali á þátttakendum var miðað við að 50% væru yfir fjörutíu ára aldri. Könnunin byggðist á því að þátt- takendum var sendur listi yfir hugs- anlegá kosti og galla leiðtoga innan fyrirtækja. Farið var fram á að þeir mætu þessi atriði annars vegar í ljósi hins ákjósanlega og hins vegar í ljósi reynslu sinnar. Samkvæmt mati þátttakenda eru fihim eiginleikar mikilvægari en aðrir í fari góðs stjómanda. 1. Hann verður að geta byggt upp starfhæfan hóp. 2. Hann þarf að kunna að hlusta. 3. Hann verður að geta i tekið sjálfstæðar ákvarðanir. 1 4. Hann þarf að geta haldið góðu fólki. 5. Hann þarf að geta laðað að sérhæft fólk. Þegar þátttakendur voru hihs vegar beðnir að lýsa stjórnanda sínum var allt annað upp á teningn- um. Samkvæmt mati þeirra voru fimm helstu þættimir í fari stjórnan- dans þessir: 1. Hann getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir. 2. Hann er viljasterkur. 3. Hann er metnaðargjam. 4. Hann er duglegur. 5. Hann er valdagráðugur. Einungis einn hinna ákjósanlegu þátta prýða nútímastjórnendur að mati þeirra sem tóku þátt í könnun- inni. Þrír §órðu hlutar þátttakenda töldu gott siðgæði skipta miklu máli en rúmlega helmingur var á þeirri skoðun af stjórnendur hefðu þennan eiginleika. Ef til till eru stjómendur fyrirtækja nær þeirri ímynd sem sköpuð er í Dallas og hvíthærði,jóla- sveinninn" úr Hollívúddmyndunum kannski dauður. Á meðan 17% að- spurðra töldu að ágóðavon væri æskilegur eiginleiki voru rúmlega 40% þeirrar skoðunar að það væri afgerandi þáttur í fari stjómenda þeirra. Innan við 10% töldu að stjóm- andinn ætti að vera samviskulaus og „töff“ en tæplega þriðjungur sagði þetta vera áberandi þátt í skapgerð forstjórans síns. „Lítill, sköllóttur og óvinsæll" virðist dóm- urinn yfir forstjómnum vera, a.m.k. samkvæmt viðhorfum þeirra sem fjærst em toppnum, Niðurstöðurnar vom annars þess- ar: Niðurstöður könnunarinnar hafa vakið menn til umhugsunar um það hveijir lesi öll þau fræði sem á þrykk hafa útgengið um stjórnun og skyld- ur stjórnenda. Mönnum var það að sjálfsögðu ánægjuefni að niðurstöð- ur könnunarinnar hvað snertir ákjós- anlega eiginleika stjórnenda em í góðu samræmi við þær skoðanir sem settar hafa verið fram. Ef til vill em þar fundnir þeir sem lesa stjórnunar- fræðin og sækja öll námskeiðin. í könnuninni var einnig spurt um á hvaða stjórnanda þátttakendur hefðu mest dálæti. í efsta sæti varð Margaret Thatcer, forsætisráðherra Bretlands, með tvöfalt fleiri atkvæði en sá sem næstur kom, Míkhaíl Gorbatsjov. Að líkum vom margir tilnefndir en þessi tvö bám af. Sömu- leiðis töldu aðspurðir að best væri stjórnun í Japan (24%) og Banda- ríkjunum (34%). Þegar búið var að reikna frá þjóðrembuatkvæði var V-Þýskaland eina Evrópulandið sem komst á blað (5%). FORSVARSMENN — I skoðanakönnun kom í ljós að þeir sem veita fyrirtækj- um forstöðu eru langt frá því að vera ímynd hins áskjósanlegasta yfirmanns, því að þeir láta stjórnast af fégræðgi og valdafíkn, a.m.k. að mati nánustu samstarfsmanna. Getur myndað sterkan hóp Ákjósanlegt 96% Raunverulegt 50% Kann að hlusta 93% 44% Tekur sjálfur ákvarðanir 87% 66% Kann að halda góðu fólki 86% 39% Safnar að sér góðu fólki 85% 50% Duglegur 85% 62% Hugmyndaríkur 83% 47% Hugsjónamaður 79% 45% Gerir miklar siðgæðiskröfur 76% 53% Sterkur persónuleiki 74% 51% Viljasterkur 70% 65% Þroskaður 67% 57% Kann að stjórna nefndum 65% 45% Hefur alþjóðlegt yfirbragð 64% 59% Hefur skilning á tækninýjungum 64% ’ 47% Hefur skýra framsetningu 62% 47% Metnaðargjarn 62% ' 65% Líkamlega hraustur 60% 51% Hefur persónutöfra 54% 34% Lýðræðislegur í vinnubrögðum 40% 31% Vel lesinn 38% 41% Valdagráðugur 35% 59% Hefur leiðtogaútlit 30% 44% Áhugasamur, tillitssamur 30% 24% Dáður af öllum 20% 29% Fégráðugur 17% 40% Ósvífinn, samviskulaus 10% 28% Talar niður til fólks 6% 28% * Ibúar V-Þýska- lands verða sífelltríkarí ÞRÁTT fyrir mikið verðhrun á hlutabréfum í Vestur-Þýska- landi á seinasta ári, óx fjár- magnseign hins almenna borg- ara í landinu um 4%. Samtals taldist fjármagnseign almenn- ings í árslok vera 2,420 bilijónir þýskra marka sem gerir töl- fræðilega séð um 40.000 mörk á hvern íbúa landsins. Fjármagns- eign í Þýskalandi en til hennar telst lausafé, óbundnar og bundnar bankainnistæður, verð- bréf á föstum vöxtum, hluta- bréf, fjárfestingar í byggingar- sjóðum og í tryggingarsjóðum hefur þar með þijátíufaldast á seinustu 30 árum og gerir Þjóð- veija að einum af ríkustu borg- urum heims. Stærsta hluta ijármagnseignar sinnar heldur hinn almenni þjóð- verji á bankabókum eða samtals 694 milljarða (29%). Hlutur fjár- magns bundið í hlutabréfum lækk- aði töluvert á seinasta ári eða úr 6,7% í 4,9%. Skýringin á þessu er annars vegar sú að vegna verðfalls minnkaði verðmæti hlutabréfa og þar með einnig hlutfall gagnvart öðrum fjármagnseignum og hins vegar að töluverður flótti var með- al almennings frá þessu formi fjár- magnsbindingar. Á sama tíma óx hlutur verðbréfa á föstum vöxtum um 20 upp í 355 milljarða eða 14,6% af heildarfjármagni, Á seinustu vikum hefur þróunin frá hlutabréfum yfír í verðbréf með föstum vöxtum eitthvað verið að snúast við. Skýringin á þessu er annars vegar sú að gengi hluta- bréfa á verðbréfamörkuðum hér- lendis hefur eitthvað reist sig aftur eftir margra mánaða lægð og hins vegar vegna þess að ekki er útséð með það hvemig raunvextir af verðbréfum með föstum vöxtum komi til með að þróast á næstunni. JÚNÍTILBOÐ NESCO Allt að 40% afsláttur af lægsta verði í bænum Nesco Laugavegi er þekkt fyrir sitt lága verö. Og nú þegar sólin er sem hæst á lofti lækkar veröiö í Nesco Laugavegi enn meira á öllum vörum. Það sem eftir er afjúnímánuði býðst þér 10 til 40% afsláttur á vídeótökuvélum, myndbands- tækjum, sjónvarpstækjum, hljómtækjum, geislaspilurum og fleiru, og fleiru. N Ý R V A R N I N G U R Júnítilboð NESCO Verð áður Tilboðsverð ORION VH2004 hi-fi-stereo myndbandstæki með fjarstýringu kr. 65.900 kr. 39.540 Vandaður japanskur XENON geislaspilari með fjarstýringu kr. 14.900 kr. 11.175 AKAI 220 w hljóm- tækjasamstæða, árg. '88 kr. 45.900 kr. 34.425 GRUNDIG 22" sjónvarp með flötum og hornréttum skjá kr. 55.900 kr. 47.515 Næg bílastæði við Klapparstíg Öll verð miða við staðgreiðslu. Ci Vídeótökuvélar • Myndbandstæki • Hljómtækjasamstæður • Sjónvarpstæki • Geisla- spilarar • Skáktölvur • Ferðaútvörp í miklu úrvali • Ferða útvarps- og kassettutæki • Útvarps vekjaraklukkur • Bíltæki • Hljómtækjaskápar • Hjólaborð undir sjónvörp • og fleira, og fleira. Athugaðu, að þetta einstaka tilboð stendur aðeins til mánaðamóta. LRUGRI/EGUR HF Komdu og prúttaðu við okkur í prútthorninu. Laugavegi 10, sími 27788 I07T FÓLK / SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.