Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 45

Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 45 I ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON íslenzkt sjónvarp — innlend dagskrárgerð Er móðurmálið hornreka í sjón- varpinu? Hlutfall erlends efnis í Ríkissjónvarpinu hefur verið um 60-65%. Trúlega er það töluvert hærra á Stöð 2. Meirihluti sjónvarpsefnis, sem Ríkissjónvarp og Stöð 2 senda inn á heimili fólks alla daga ársins, er með erlendu tali. Sama máli gegnir um myndbönd á hérlendum mark- aði. Erlent sjónvarpsefni um fjarskiptahnetti fer og vax- andi. Ljóst er að íslenzk tunga á undir högg að sækja, ef þjóð- in heldur ekki vöku sinni. Mikilvægt er að mæta þess- um nýju aðstæðum á réttan hátt. Nauðsynlegt er að stór- auka innlenda dagskrárgerð sjónvarpsstöðva - sem og íslenzka kvikmyndagerð. Setja verður islenzkt tal á allt barnaefni. Og færa sig upp á skaftið með íslenzkt tal í ann- að erlent efni eftir því sem fjárráð frekast leyfa. I Ný útvarpslög tóku gildi 1. janúar 1986. Einkaleyfí RÚV til reksturs hljóðvarps og sjónvarps var afnumið. RÚV heldur að vísu almennri, lögtryggðri áskrift en verður að starfa á samkeppnis- markaði um hlustun og áhorf. Einnig um auglýsingar, sem vóru langleiðina í helft tekna þess árið 1985. Eftir meir en hálfrar aldar einokun sætir RÚV aðhaldi samanburðar. Það er vel. Þegar nýju útvarpslögin vóru sett var jafnframt ákveðið að endurskoða þau innan þriggja ára. Endurskoðunamefnd situr að störfum. Líkur standa því til þess að Alþingi fjalli um frum- varp að endurskoðaðri löggöf um þetta efni áður en langir tímar líða. Þá kemur væntanlega sitt hvað til athugunar. í því efni er vert að minna á mikilvægi innlendrar dagskrár- og kvikmyndagerðar, sem hér verður lítillega um Qallað. II * Ríkissjónvarpið hafði marg- þætt forskot þá samkeppnin hófst. Lögtryggða áskrift, dreifí- kerfí um land allt, sterk ítök meðal notenda, aðstöðu til dag- skrárgerðar, gróin viðskiptasam- bönd á auglýsingamarkaði og síðast en ekki sízt sérþjálfað starfslið. Gamalgrónir starfsmenn hafa hinsvegar týnt tölunni hjá RÚV eftir að samkeppnin hófst. Að sögn útvarpsstjóra RÚV í erindi hjá Stjórnunarfélagi íslands síðastliðið vor létu 15 fréttamenn (44%) og 20 tæknimenn (22%) af störfum hjá stofnuninni 1986 og 1987. Tveir af fjölhæfari starfs- mönnum Ríkissjónvarpsins, Ingvi Hrafn Jónsson og Ómar Ragnarsson, hafa og nýverið kvatt kóng og prest. Maður kem- ur að vísu í manns stað. En það er mikil eftirsjá í samansafnaðri þekkingu og starfsreynslu §öl- hæfra einstaklinga. Samkeppni íjölmiðla er ekki sízt samkeppni um hæfasta starfsfólkið. Ríkisútvarpið. axlar og ýmsar kvaðir í þágu þjóðarinnar allrar sem ekki er ástæða til að gera lítið úr. Það var og neglt niður í gamalgróið rekstrarform. Stjómkerfí þess, eins og annarra ríkisstofnana, er svifaseint. Áskriftargjöld þess og launa- stefna háð vissri forsjá ofan að, sem á stundum er ekki framsýn. Þá hefur samkeppnin knúið fram 50% lengingu dagskrár RÚV frá 1985, sem að sjálfsögðu eykur á kostnað. Hjá Sjónvarp- inu munar mestu um fimmtu- dagsopnunina. Á sama tíma hef- ur samkeppnin um auglýsinga- markaðinn harðnað. „Kökunni“ skipt milli fleiri aðila. III Útvarpsstjóri RÚV vék í er- indu sínu að lengingu útsending- artíma, fimmtudagsopnuninni. Hann sagði m.a.: „Að öllu óbreyttu hefðu for- ráðamenn RÚV og almenningur í landinu vafalítið talið verðugra að vanda betur til dagskrárgerð- ar, auka við innlent efni og svo framvegis. Efast ég heldur ekki um að félagsmálaforkólfar um land allt hefðu mjög varað við þeim skelfilegu áhrifum á mann- leg samskipti, félagslíf og menn- ingarstarfsemi, sem fimmtu- ef Stöð 2 hefði ekki riðið á vað- ið. I einni svipan varð það brýnt hagsmunamál fólks í dreifbýli og þéttbýli um land allt að menn sætu við sama sjónvarpsborð og íbúar höfuðborgarsvæðisins“. Hér erum við komin að vissum kjarna máls. Stóraukið framboð sjónvarpsefnis hefur ekki bætt miklu við gæðin - á heildina lit- ið. Framboðið mætir að vísu bet- ur eftirspurn á ýmsum áhuga- sviðum, sem takmarkað var sinnt áður. Það er vel. Hluti viðbótar- innar er hinsvegar einhvers kon- ar botnfall, sem betra er að vera án en öðlast. Og það sem verst er: erlent tal, einkum enskt, skyggir í enn ríkara mæli á móðurmálið. Hlut þess verður að rétta við - og það af reisn. IV Ekkert er eðlilegra en að sjón- varpsstöðvar kappkosti að mæta almenningsóskum um dagskrár- efni. Sjónvarpsstöðvar eru fyrir- tæki sem selja þjónustu. Þær verða því að hafa á boðstólum það dagskrárefni „sem selst“. Innlent efni höfðar misvel til almennings. En sama máli gegn- ir um það erlenda. Skoðanakann- anir benda ótvírætt til þess að innlent dagskrárefni njóti al- mennra vinsælda umfram erlent, svari vel almennri eftirspurn. Sem dæmi um vinsælt innlent sjónvarpsefni má nefna Stiklur Omars Ragnarssonar, spum- ingaþætti („Hvað heldur þú“?), „Landið þitt, ísland", Nærmynd og Leiðara á Stöð 2, - að ógleymdu innlendu leiklistar- og menningarefni. Dagana 21.-23. maí 1988 kann aði Skáís sjónvarpsáhorf á vegum RÚV. Að kvöldi hvíta- sunnudags (kl. 20,30-22) vóru tveir íslenzkir dagskrárþættir. íslenzkt þjóðlíf í þúsund ár (svip- myndir úr safni Daníels Bruuns) og sjónvarpsmynd Kristínar Jó- hannesdóttur, Glerbrot (byggð á leikriti Matthíasar Johannessen, Fjaðrafoki). 59,9% til 63,3% að- spurða á þessum tíma horfðu á hið innlenda efni, en 23,2% til 25,5% á erlent efni á Stöð 2 (Lagakróka og Beggja skauta byr, kvikmynd um ævi og ástir konu í tízkuiðnaðinum). A svip- uðum tíma kvöldið áður (laugar- dag) hafði Landið þitt ísland (RUV) í umsjá Sigrúnar Stefáns- dóttur 60% áhorf á móti 30% áhorfi Hooperman (Stöð 2). Efalaust er hægt að tína til hliðstæð dæmi þegar Stöð 2 hef- ur vinninginn, enda hefur hún sitt hvað vel gert í innlendri dag- skrárgerð þótt erlenda efnið sé yfírgnæfandi enn sem komið er. Mergurinn málsins með þessum samanburði er sá einn, að varpa ljósi á þá staðreynd, að íslenzkt efni svarar betur áhorfsþörf fólks en margur hyggur. Það þjónar því ekki málvemd- arsjónarmiðum einum saman að stórauka innlenda dagskrárgerð, þó að þau séu nægjanleg réttlæt- ing slíks átaks. Það eru einfald- lega rétt viðbrögð til að mæta mælanlegri eftirspum. Sjá með- fylgjandi skýringarmynd um áhorf á sjónvarp að kvöldi síðast liðins Hvítasunnudags. Samhliða því að leggja aukna áherzlu á innlenda dagskrár- framleiðslu sjónvarps er eðlilegt að fá fram raunhæfan samburð á kostnaði framleiðslunnar með útboði verkefna. Hér eru nokkur fyrirtæki á þessum starfsvett- vangi. Útboðin ýta undir grósku í kvikmyndagerð. Og tryggja betri nýtingu fjármuna. Ríkis- sjónvarpið hefur upp á síðkastið hafíð útboð af þessu tagi sem er þakkarvert. V Móðurmálið er homsteinn þjóðemisvitundar okkar og full- veldis. Umhverfis það stóðu og standa sterkir varnarmúrar: bók- menntir, málhefð, skólar og heimili. Virðing og væntum- þykja. En sitt hvað hefur breytzt. Sterkur fjölmiðill, sjónvarp, nær til flestra aldurshópa þjóðarinnar og flestra heimila landsins; nær til hvers íslendings dag hvem svo að segja frá vöggu til grafar. í þessum sterka fjölmiðli yfír- gnæfír erlent tal það íslenzka. Enn sem komið er. Og áhrifín síast inn í fólk. Dropinn holar steininn, ef hann er látinn af- skiptalaus. Þessi sterki fjölmiðill getur hinsvegar orðið nýr varnarvegg- ur móðurmálsins. Hann lætur að stjóm. Innlendar sjónvarpsstöðv- ar að innlendri stjórn. En það þarf að stjórna. Þessvegna er áherzla þessa pistils lögð á innlenda dagskrár- gerð, íslenzkt tal, fagran, kór- réttan framburð. Það er leiðinlegt að þurfa að tala um peninga í þessu sam- bandi. Þeir eru hinsvegar verk- færi sem vinna þarf með. RÚV og Stöð 2 þurfa að hafa þessi verkfæri í höndum til að sinna innlendri dagskrárgerð. Það verða þeir að muna sem setja ieikreglurnar í samfélag- inu. Ella gleyma þeir þegnskyldu sinni. Við höfum ekki efni á gáleysi þegar fjöregg okkar sem þjóðar á í hlut. SUNNUDAGUR 22. MAÍ w 1 SJONVARP / KVOLD 59,9% 63,6% Þau^sem horfðu á RÚV-sjónvarp 19.00 ► Fffl- 20.00 Þ- Fréttir djarflr faógar. og vaAur. 19.60 ^ Dag- akrérkynnlng. 55,1% Morgunblaðið/ Gól 20.36 ^ IslMiskt þjóAJff í þúsund ár. Svip- myndir úr safm Oaniels Bruuns 21.20 ^ Glsrbrot. Nysjón varpsmynd etlir Knstinu Jó- hannesdottur sem byggir á leikritmu Fjaórafoki eftir Matthias Jonannessen 22.10 ^ Buddonbrook-aattin. N ur framhaldsmyndallokkur i ellefu | eftir skáldsogu Thomasar Mann 23.10 þ Shoila Bonnok. Erlend £ islensk og erlend log 23.36 þ Otvarpafréttir í dagskn 19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22: ____25|5<fo__ 93 90L 25,1% 00 22:30 ... eða á Stöð-2 ' STOÐ 2 Heimild: SKÁÍS, 25.05.88, ' MÆLING á sjónvarpsáhorfi. 21.-23. mai 1988 (fyrir RÚV). Eftirspum stendur til innlendrar dagskrárgerðar Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, sem byggð er á mælingu Skáís á sjónvarpsáhorfí að kvöldi hvítasunnudags, var áhorf á innlent dagskrárefni 55-64%, á sama tíma er áhorf á erlent efrii 23-25,5%. dagsopnun Sjónvarpsins hefði,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.