Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Þing norrænna barnalækna: Einkum drengir sem leita læknis- aðstoðar við of hægum vexti Vaxtarhormón er nú hægt að framleiða á rannsóknarstofum UM 3% barna vaxa ýmist hægar eða hraðar en eðlilegt telst en lítiil hluti þeirra þarf þó á lækn- isaðstoð að halda vegna þess. Yfir 90% þeirra sem leita lækn- is vegna seinkunar vaxtar og þroska eru drengir. Sjaldgæ- fara er að leitað sé læknis vegna þess að börn séu of há- vaxin. Vaxtarhormón er mjög dýrt efni og til skamms tíma var takmarkað magn til af þvi. A undanförnum árum hefur aðstaða til rannsókna og með- ferðar á börnum sem ekki vaxa eðlilega batnað mikið. A þingi norrænna barnalækna sem lauk í síðustu viku kynnti sænski barnalæknirinn Kerstin Albertson Wikland rannsóknir sínar. Vöxtur og þroski barna var yfírskrift þingsins og eitt af aðal- umræðuefnunum var efnaskipta- sjúkdómar sem m.a. valda ýmist of örum eða of hægum vexti. Kerstin Wikland hefur undanfarin 5 ár rannsakað tæplega 500 börn og unglinga á aldrinum 1-20 ára sem vaxa mjög hægt. Wikland sagði eitt lykilatriðið í rannsókn- inni vera þá breytingu, að árið 1985 hófst framleiðsla vaxtar- hormóns á rannsóknarstofum. „Þegar hormónið var unnið úr heiladingli var einungis hægt að framleiða það í mjög litlu magni og því urðu fyrir valinu þau börn, sem áttu við mesta vaxtarörðug- leika að etja. Nú getum við tekið til meðferðar mun stærri hóp sem ekki þarf síður á aðstoð að halda, jafnvel fullorðna," sagði Wikland. Wikland hefur einnig rannsak- að börn sem skortir ekki vaxtar- hormón en eru engu að síður mjög smávaxin. Hún hefur athugað hvort hægt sé að hjálpa þeim börnum með því að gefa þeim vaxtarhormón. Hún sagði að allt- af væri erfitt að dæma um hvenær Morgunblaðið/KGA Kerstin Albertson Wikland. börnin yxu svo hægt að grípa þyrfti inn í með hormónagjöf. Miklu máli skipti að finna börnin nógu snemma. Það ætti að reyn- ast auðvelt á Norðurlöndum þar sem heilsugæsla er góð. „Vöxtur þessara barna stöðvast oft skyndi- lega og áður en við gefum þeim vaxtarhormón, verðum við að vita hversu hratt barnið hefur vaxið frá fæðingu og gefa því vaxtar- hormón í samræmi við það.“ Wikland taldi enn of snemmt að segja til um niðurstöður rann- sóknanna en sagði þó ljóst að því fyrr sem börnin kæmu til með- höndlunar, þeim mun betri yrði árangurinn. „Vísindamenn telja að séu börnin komin á kynþroska- aldur er meðferðin hefst, vaxi þau hraðar en verði ekki stærri full- vaxin. Til að þau bæti við endan- lega hæð sína, verði að byija meðferðina áður en kynþroska- skeiðið hefst. Börnin og foreldrar þeirra spyija mig oft að því hvort ég geti ráðið endanlegri hæð barn- anna og óska jafnvel eftir ákveð- inni hæð. En við búum ekki yfir nægri vitneskju til að uppfylla þær óskir.“ En skortur á vaxtahormónum er ekki eina orsök vaxtartregðu. I erindi Árna V. Þórssonar, sér- fræðings í hormóna- og efna- skiptasjúkdómum, kom fram að bæði geti verið um ættgenga sein- kun vaxtar og þroska að ræða og vaxtartregðu af völdum langvar- andi sjúkdóma eða efnaskipta- sjúkdóma. „Það getur reynst mjög erfitt að greina þessar orsakir að, en það er nauðsynlegt til að með- ferðin beri árangur. Sé um að ræða ættgenga seinkun þroska og vaxtar nægir langoftast að útskýra málið fyrir unglingnum og foreldrum hans. En sé hún mikil getur hún valdið sálrænum og félagslegum vandamálum. Þá er stundum gripið til lyfjameð- ferðar sem felst yfirleitt í því að gefa kynhormóna tímabundið, því að seinkun á kynþroska og vexti helst yfirleitt í hendur. Kynhorm- ónin geta tvö- og jafnvel þrefaldað vöxt unglinga. Við notum sára- sjaldan vaxtarhormón því þau eru dýr og notkun þeirra enn á til- raunastigi." Aðspurður sagði Árni að sjald- an kæmi til þess að stöðva þyrfti vöxt barna sem yxu of hratt. „Það er miklu minna um að hæð sé talin vandamál en smæð. Helst er það á unglingsárunum þegar stúlkurnar gnæfa yfir pilta á sama aldri, að hæðin þjakar. í rauninni er það óskiljanlegt að náttúran skuli hafa komið því svo fyrir að stúlkurnar séu 2 árum á undan í þroska og þar af leiðandi miklu hærri á þeim aldri sem viðkvæm- astur er.“ Arangursríkt, þó eugar byltíngar- kenndar nýjungar kæmu fram - segir Víkingur Arnórsson, forseti þingsins ÞINGI og aðalfundi norrænna barnalækna lauk á fimmtudag. Það var að þessu sinni var hald- ið í Reykjavík og var hið 22. í röðinni en þingin eru haldin 3. hvert ár. Þingið sóttu 250 lækn- ar en á fjórða hundrað manns voru hér á landi vegna þess. Að þinginu stendur Barna- læknasamband Norðurlanda og er formaður sambandsins jafn- framt forseti þingsins. Að þessu sinni gegndi Víkingur Arnórsson barnalæknir þeim embættum og í lok þingsins var hann því beðinn að segja hvað helst hefði borið á góma. „Á síðasta þingi var ákveðið að yfírskrift þingsins yrði vöxtur og þroski bama. Það er vissulega mjög yfirgripsmikið efni, sem varðar svo ótalmargt, t.d. sjúk- dóma, næringu, félagslegt ástand og efnahagsástand. Hingað til hefur athyglin beinst að sjúk- dómum en nú eiga fyrirbyggjandi aðgerðir æ meira upp á pallborð- ið.“ Á þinginu voru fjögur sérsvið bamalæknisfræðinnar til umfjöll- unar; efnaskiptasjúkdómar, ill- kynja sjúkdómar, sjúkdómar í meltingarfærum og sjúkdómar í taugakerfi. Tugir fyrirlestra og erinda vom haldnir, auk þess sem Víkingur Arnórsson læknarnir gátu kynnt niðurstöður rannsókna sinna á veggspjöldum. „Á þinginu var ekki komið fram með byltingarkenndar nýjungar enda er tilgangurinn fyrst og fremst að gefa þátttakendum tækifæri á að koma vinnu sinni á framfæri, ekki síst ungu fólki. Hér fær það gagnrýni á vinnu sína og hér hittast læknar frá öllum Norðurlöndunum, kynnast og miðla hver öðrum af reynslu sinni,“ sagði Víkingur. Aðspurður taldi hann erindi Bretans J.M. Tanner eitt þeirra sem hæst hefði borið. Þar íjallaði Tanner um hvernig böm endur- spegla það þjóðfélag sem þau búa í. Víkingur nefndi einnig erindi Bandaríkjamannsins Freemans um heilaskaða í fæðingu og erindi Finnans Juhani Eskola um bólu- efni gegn heilahimnubólgu. Hann kvaðst ánægður með framkvæmd og árangur þingsins. „Hér liggur geysileg vinna að baki en hún er nauðsynleg til að árangur náist. Öllum læknum er nauðsynlegt að bera saman bækur sínar og kynnast starfi hvers ann- ars. Okkur Islendingum er ekki síst nauðsyn á slíkri samvinnu. Við þurfum að sækja svo mikið til annarra þjóða t.d. hugmyndir sem vakna á þingi sem þessu. Fæð okkar háir okkur, aðeins starfa 33 barnalæknar hérlendis en þeir eru alls 2200 á Norðurlöndum. Við stöndum nágrannaþjóðum okkar ekki að baki faglega séð en okkur vantar tilfinnanlega að- stöðu til að vinna að rannsóknum. Þær vinnum við oftast utan venju- legs vinnutíma." Loftur Þór Pétursson eigandi og verzlunarstjóri. Ný húsgagnaverslim „Bólsturverk — húsgagna- verzlun" var nýlega opnuð á Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. I verzluninni fást eingöngu íslenzk sófasett og hornsófar (framleitt af Bólsturverk) sem hægt er að fá smíðaða eftir máli. Einnig sófaborð og hornborð, hægindastólar og ýmislegt fleira. Hægt er að velja Qölbreytilegt úrval áklæða, leðurs- og leðurlúx- efna, í samráði við framleiðandann án milliliða. Einnig er boðið upp á klæðningu á gömlum húsgögnum. Veggi verzlunarinnar prýða myndir eftir myndlistarmanninn Sigurð Þóri og eru þær flestar falar. „Bólsturverk — húsgagnaverzl- un“ er opin alla virka daga frá kl. 10.00—18.00 og laugardaga frá kl. 10.00—14.00. Eigandi og verzlun- arstjóri er Loftur Þór Pétursson. Morgunblaðið/Sverrir Stjórn Tónlistarsambands alþýðu fyrir utan Norræna húsið. F.v. Sigrún Gunnarsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Torfi Antonsson formaður, og Sigurður M. Haraldsson. Tónlistarsamband alþýðu til Óðinsvéa ÞRÍR tónlistarhópar frá Tónlist- arsambandi alþýðu halda til Óð- insvéa 27. júní og verða með tón- leika 30. júní í Ráðhúshöilinni. Hver hópur verður með hálftíma dagskrá en í lok tónleikanna flytja hóparnir, um 100 manns, eitt lag í sameiningu. Tónleikarnir eru liður í 9. tónlist- arhátíð Norræna alþýðutónlistar- sambandsins. Mót þessi eru haldin á 4—5 ára fresti til skiptis á Norð- urlöndunum. Að þessu sinni verða Samkór Trésmíðafélags Reykjavík- ur, RARIK-kórinn og Luðrasveit Verkalýðsins fulltrúar íslands á 9. norræna tónlistarmótinu í Óðinsvé- um. ísland varð aðili að norræna al- þýðutónlistarsambandinu 1976 og hefur síðan verið virkur þátttakandi í starfi sambandsins. Tónlistarsam- band alþýðu áformar að halda 10. tónlistarhátíðina hér á landi suma- rið 1992. Að sögn Torfa Karls Antonssonar formanns Tónlistar- sambands alþýðu er mikill áhugi meðal Norðurlandabúa að koma til Islands og það væri þjóðhagslegur ávinningur að fá hátíðina hingað. Þegar hátíðin fór fram í Pori í Finn- landi, sem er svipuð Reykjavík að stærð, sóttu hana á milli 8 og 10 þúsund manns. Búist er við að 3—4 þúsund manns sæki hátíðina verði hún haldin hér en þó gæti sú tala orðið mun hærri því viðbrögð á hin- um Norðurlöndunum eru afar já- kvæð, að sögn Torfa. Tónlistarsamband alþýðu hefur sótt um styrki til yfirvalda og norr- ænna sjóða en þeir aðilar hafa dauf- heyrst við beiðni þeirra. Að sögn Torfa eru félagar í tónlist- arsambandinu afar óánægðir með undirtektir yfírvalda því það sé ver- ið að kynna þjóðlega menningu með þátttöku í norrænu tónlistarhátíð- inni. Torfi vildi þó geta þess að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddson hefði tekið þeim vel þegar mótshaldið 1992 var borið undir hann. Egilsstaðir: Tveirungir menní bílveltu TVEIR sautján ára piltar frá Reyðarfirði lentu í umferðarslysi á veginum til Egilsstaða laust fyrir klukkan 14 á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní. Ökumaður bílsins ætlaði að forðast að aka á lamb en missti bílinn út í lausa- möl og endasteyptist bíllinn. Piltarnir komust hjálparlaust út úr bílnum en voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum til rann- sóknar. Farþeginn reyndist lítið slasaður en ökumaður bílsins var fluttur með sjúkraflugi til Akur- eyrar til frekari rannsóknar. Báðir kvörtuðu piltarnir undan eymslum í baki. Bíllinn sem var nýr Skodi er gjörónýtur. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum voru piltarnir báðir með bílbeltin spennt og telur lögreglan að það hafi komið í veg fyrir alvar- legra slys.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.