Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
►
Stæröir: 13" - 14" - 15"
Litir: Hvítir / siifur
Seldir í settum eða stakir
HEILDSALA
SMÁSALA
! FaI =1 =47
SKEIFUNNISA SIMI 91 8 47 88
HJÓLKOPPAR
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
SIEMENS sjónvarpstæki
- aldrei ódýrari!
Stefanía Vilhjálms-
dóttir - Minning
FS928
25“ flatskjár, stereo, 31
stöðva minni, HiFi-magn-
ari, sjálfvirkurstöðvaleit-
ari, tengi fyrir heyrnartól,
þráðiaus fjarstýring.
Verð: 76.700.-
FS 937
28“ flatskjár, stereo, 31
stöðva minni, HiFi-magn-
ari, sjálfvirkur stöðvaleit-
ari, tengi fyrir heyrnartól,
þráðlaus fjarstýring.
Verð: 80.740.-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLi
OGÁRÁÐHÚSTORGI
gleði og uppörfunar.
Við erum öll, sem með Stefaníu
unnum í gegnum árin, þakklát
henni fyrir tryggð hennar og ein-
læga vináttu og á þessari kveðju-
stund sendum við ættingjum hennar
og ástvinum öllum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Minning hennar
mun lengi lifa meðal vina hennar
og samstarfsfólki hjá Olíufélaginu
hf.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Á.K.Þ.
Það var mikið reiðarslag þegar
það fréttist að Stebba frænka hefði
veikst og dáið nokkrum klukkutím-
um síðar á sjúkrahúsi í Sviss. Hún
hafði farið í ferðalag 5. júní og
ætlað að ferðast um Sviss og Frakk-
land.
Á miðvikudegi 8. júní veiktist hún
og var daín áður en dagurinn var
liðinn.
Stebba var föðursystir mín, og
svo langt sem ég man fylgdist hún
með okkur systkinunum í blíðu og
stríðu. Hún var til heimilis hjá for-
eldrum mínum í mörg ár, en árið
1971 keypti hún sér íbúð í Kópa-
vogi, og svo nokkrum árum seinna
skipti hún um íbúð og átti heima í
Skaptahlíð 10 til dauðadags.
Heimilið hennar var mjög fallegt
enda var hún afar listræn. Hann-
yrðir hennar voru frábærlega fal-
lega unnar. Vandvirkni og snyrti-
mennska voru hennar einkennis-
merki alla tíð.
Hún var yngst af sjö systkinum,
fædd 1.1. 1912 á Hánefsstöðum í
Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru
Björg Sigurðardóttir og Vilhjálmur
Ámason.
Hún ólst þar upp á mjög stóru
og mannmörgu hemili. Stebba fór
í Húsmæðraskóla. Fyrri veturinn í
Mjóanesi hjá Sigrúnu Pálsdóttur og
Benedikt Blöndal en seinni veturinn
á Hallormstað, þar sem skólinn var
þá í fyrsta sinn.
Hún starfaði alla tíð við bók-
halds- og skrifstofustörf, bæði
heima og erlendis, síðast hjá Olíufé-
laginu hf., þar til hún hætti vegna
aldurs.
Stebba vann mikið fyrir Styrkt-
arfélag vangefinna og var ein af
stofnendum þess, og lét sér velferð
þess miklu varða.
Margir munu sakna Stebbu og
við sem þekktum hana mest og
best, finnst tómið mikið, ekki síst
foreldrum mínum sem höfðu dag-
legu samskipti við hana.
Við biðjum góðan Guð að gefa
henni góða heimkomu í fyrirheitna
landið og þökkum henni alla tryggð-
ina í gegnum öll árin.
Björg Hjálmarsdóttir
og fjölskylda.
Stebba er dáin. Hún dó í fjarlægu
landi, svo óvænt að það virðist
óskiljanlegt. Hún kvaddi ánægð og
með tilhlökkun í huga því hún vænti
góðra daga framundan í ferð um
Evrópu. Hún stefndi til Suður-
Frakklands, en þar hafði hún ekki
ferðast áður. Stebba hafði mikla
ánægju af ferðalögum. Á hverju
vori fór hún að hugsa sér til hreyf-
ings, hugleiða hvert halda skyldi í
sumarfrí. Hún hafði ferðast um
þvera og endilanga Evrópu, séð fjöl-
margt áhugavert og skoðað flesta
þá staði sem hún hafði löntun til
að kynna sér. Um Island ferðaðist
hún einnig mikið og fáir voru þeir
merkisstaðir þar sem hún hafði
ekki komið. í Ameríku dvaldi hún
um tíma og fór þar víða, sér til
ánægju og fróðleiks.s
Þessi orð eiga ekki að vera ævi-
ágrip, heldur aðeins kveðjuorð um
vinkonu mína og frænku. Við hitt-
umst oft og á milli okkar var ætíð
gott samband og náin tengsl, enda
vildi Stebba fylgjast með vinum
sínum og vandamönnum. Við áttum
margar stundir saman þar sem við
spjölluðum um allt milli himins og
FC910
21 “ flatskjár, 40 stöðva
minni, 99 rásir, tengi fyrir
heyrnartól, þráðlaus fjar-
stýring.
Verð: 55.770.-
Fædd 1. janúar 1912
Dáin 8. júní 1988
Fregnin um andlát Stefaníu kom
okkur samstarfsfólki hennar hjá
olíufélaginu hf. mjög á óvart, en
hún lést á sjúkrahúsi í Sviss 8. þ.m.
Að heiman fór hún í ferðalag á
vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu,
hress og frísk, og var ætlunin að
ferðast um Sviss og Frakkland en
í Interlaken í Sviss ætlunin að ferð-
ast um Sviss og Frakkland en í
Interlagen í Sviss kenndi hún sér
lasleika er hún taldi aðeins vera
verk í baki, en að kvöldi þess sama
dags, er hún hafði samband við
lækni sjúkrahússins þar, andaðist
hún. Enn á ný sannaðist að enginn
má sköpum renna.
Stefanía var fædd að Hánefs-
stöðum á nýársdag 1912. Hún var
af hinni þekktu Hánefsstaðaætt, en
foreldrar hennar voru sæmdarhjón-
in Vilhjálmur Árnason og Björg
Sigurðardóttir. Hún stundaði nám
í tvo vetur við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað, en það voru einmitt
fyrstu starfsár skólans. Starfsferill
hennar var orðinn langur, því ung
að árum vann hún aihliða störf hjá
bæjarskrifstofu Seyðisfjarðar en
Hjálmar bróðir hennar var bæjar-
fógeti og sýslumaður á Seyðisfirði
á þeim árum. Hún starfaði eitt ár
hjá sænska samvinnusambandinu í
Stokkhólmi, þar sem hún aflaði sér
mikils fróðleiks í þeirri starfsgrein,
er hún helgaði krafta sína, nefni-
lega við bókhald- og alhliða skrif-
stofustörf. í Bandaríkjunum var
hún um rúmlega eins árs skeið, til
þess að auka við þekkingu sína og
til að víkka sjóndeildarhringinn.
Áður en hún hóf störf hjá olíufé-
laginu hf. 1. júní 1962 hafði hún
unnið við skrifstofustörf m.a. hjá
Elíasi Þorsteinssyni í Keflavík, hjá
Mjólkursamsölunni í Reykjavík og
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga. Hjá Olíufélaginu Hf. vann
hún óslitið til 31. ágúst 1982 og
hafði hún þá náð hámarks aldri
starfsmanna og gat nú sest í h’elgan
stein.
Við hjá Olíufélaginu hf. nutum
því samvista hennar í full 20 ár og
var hún dáð og virt af samstarfs-
fólkinu og yfirmönnum félagsins,
er mátu mikils samviskusemi henn-
ar í öllum störfum.
{ þau sex ár, sem liðin eru, síðan
hún lét af störfum hjá félaginu,
hefur hún alla tíð haldið tryggð við
okkur og félagið og heimsótti okkur
á skrifstofuna okkur til ánægju,
jarðar. Stebba var fróð kona og
gott við hana að ræða. Ég þakka
henni fyrir þær ánægjustundir. Nú
hefur hún kvatt og er farin í sína
síðustu ferð. Ég óska henni góðrar
heimkomu til fyrirheitna landsins
og þakka henni alla þá elsku sem
hún ætíð sýndi mér og mínum.
Elísabet G. Hermannsdóttir
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustrengur
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann gengur.
(H.L)
Hún Stebba frænka er dáin.
Þannig var mér sagt frá láti frænku
minnar Stefaníu Vilhjálmsdóttur.
Hún var á ferðalagi í Sviss þegar
kallið kom. Stefanía var fædd á
Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 1.
janúar 1912 og var yngst sjö þrótt-
mikilla systkina. Hún ólst upp á
heimili þar sem heiðarleiki og fag-
urt mannlíf var í hávegum haft.
Foreldrar hennar voru hjónin Björg
Sigurðardóttir og Vilhjálmur Árna-
son. Systkinin voru þessi í aldurs-
röð: Sigurður, Árni, Hermann, Þór-
hallur, Hjálmar, Sigríður og Stef-
anía. Hjálmar er nú einn á lífi þeirra
systkina. Heimilið var umfangsmik-
ið og fy'öldi fólks var þar árið um
kring. Það var oft glatt á hjalla á
Hánefsstöðum og margar sögur
hefur maður heyrt af glaðværð
þeirra systkina.
Stefanía giftist aldrei en bjó
lengst af hjá Hjálmari bróður sínum
og hans elskulegu konu, Sigrúnu
Helgadóttur. Það var einkar kært
með þeim öllum og ekki leið sá
dagur, eftir að Stefanía eignaðist
sitt eigið heimili, að þau þrjú hefðu
ekki samband hvert við annað. Það
var fallegt samband. Stefaníu voru
öll systkinabörnin afar kær og
fylgdist með sorgum þeirra og gleði.
Á engan er hallað þótt ég geti þess
hér að Elísabet, dóttir Hermanns,
var okkar duglegust að heimsækja
frænku okkar. í mágkonum sínum
eignaðist Stefanía einnig trausta
og góða vini.
Listunnandi var Stefanía í betra
lagi og liggja eftir hana margir og
fallegir munir, en hún var rm_ð fá-
dæmum vandvirk. Hún vann tölu-
vert fyrir Styrktarfélag vangefínna
og vildi hlut þess sem mestan. Hún
ferðaðist mikið um ævina, bæði inn-
anlands og utan og dvaldi um tíma
í Bandaríkjunum og Svíþjóð og
vann þar við skrifstofustörf, en það
voru þau störf sem hún stundaði
um ævina.
Nú þegar við kveðjum Stebbu
frænku minnumst við góðrar konu
og erum öll nokkru fátækari.
Guðbjörg Þórhallsdóttir
í dag er til moldar borin afasyst-
ir mín, Stefanía Vilhjálmsdóttir.
Stefanía var fædd 1. janúar 1912
á Hánefsstöðum við Seyðisfyörð,
yngst í hópi 7 systkina, sem voru
börn Bjargar Sigurðardóttur og
Vilhjálms Ámasonar. Hún ólst þar
upp á myndarheimili og stundaði
öll almenn innanhúss- og sveita-
störf. Ung stúlka fór hún í hús-
mæðraskóla í tvö ár, það fyrra í
Mjóanesi á Völlum, en seinna árið
flutti skólinn að Hallormsstað. Hún
vann sína starfsævi við skrifstofu-
störf, fyrst hjá bæjarstjóraembætt-
inu á Seyðisfirði og hjá Elíasi Þor-
steinssyni í Keflavík, en lengst af
— eða frá árinu 1947 — hjá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga og síðar
Olíufélaginu hf. Árið 1946—47