Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 70

Morgunblaðið - 21.06.1988, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 HATIÐARHOLDIN A ÞJOÐHATIÐARDAGINN Siglufjörður: Hátíðarhöld í blíðviðri Skagaströnd: Hátíðahöld vegna kirkjuafmælis Húsavík: Úthlutað úr Friðrikssjóði 17. júní Siglufirði SIGLFIRÐINGAR héldu 17. júní hátíðlegan í blíðviðri, þótt sólar nyti ekki. Safnast var saman á íþróttavellinum, þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Dagskráin hófst að morgni með víðavangshlaupi krakka. Síðdegis fór skrúðganga frá Ráðhústorgi að spítalanum og þaðan að íþróttavellinum. Þar flutti Fjall- konan ávarp. Að þessu sinni var Hólmfríður Pálsdóttir Fjallkonan. Sólarlaust var á Þjóðhátíðardag- inn, en gott veður. Eftir helgina fór að rigna og kunna Siglfirðing- ar vel að meta regnið eftir lang- varandi þurrk. Matthías Siglfirðingar gengu skrúðgöngu um bæinn. Farið var frá Ráð- hústorgi og endað á íþróttavellinum, þar sem hátíðarhöld dagsins fóru fram. Skag’aströnd. FJÖLMENNI var við hátíðar- messu í Hólaneskirkju 17. júní síðastliðinn, þar sem minnst var 60 ára vígsluafmælis kirkjunn- ar. I messunni þjónaði sóknar- presturinn séra Ægir F. Sigur- geirsson fyrir altari en séra Pétur Þ. Ingjaldsson, sem var sóknar- prestur hér um áratuga skeið, las guðspjall dagsins. Þá spiluðu þau saman í messunni Jane Sillar org- anisti Hólaneskirkju á orgel og Friðberg Stefánsson á túbu. Viðstödd messuna voru fjögur fermingarsystkini sem fermdust þegar kirkjan var vígð fyrir 60 árum. Þá voru fermd sjö börn og mættu fjögur þeirra til messunnar en tvö sáu sér ekki fært að koma og eitt er látið. Að lokinni messunni var kaffi- samsæti í félagsheimilinu. Þar sungu þeir Sigmar Jóhannesson og Kristján Hjartarson nokkur lög við undirleik Jane Sillar. Einnig söng kirkjukórinn, en þeir Sigmar og Kristján eru félagar í honum, var söngnum vel fagnað af við- stöddum. Húsavík. Þjóðhátíðarhöldin á Húsavík fóru fram í hlýju og góðu veðri, þó ekki hafi mikið sést til sólar. Hátíðin hófst með messu í Húsavíkurkirkju og messaði séra Sighvatur Karlsson og kirkjukór- inn söng undir stjórn Helga Pét- urssonar. í messunni var tilkynnt úthlutun úr Friðrikssjóði, sem er minningarsjóður um séra Friðrik A. Friðriksson, prófast, sem fædd- ur var 17. júní 1896. Styrki hlutu 3 tónlistamemendur til fram- haldsnáms. Að lokinni skrúðgöngu um bæinn hófust hátíðarhöldin kl. 14 á íþróttavellinum með ávarpi Sig- urgeirs Aðalgeirssonar, formanns Völsungs, sem sá um hátíðar- höldin að þessu sinni. Hátíðarræð- una flutti Böðvar Jónsson bóndi, Gautlöndum, en ávarp Fjallkon- unnar flutti Kristín Halldórsdóttir frá Arnstapa. Lúðrasveit tónlist- arskólans lék og unglingar sýndu leikfimi. Sú nýjung var upp tekin að börnum var leyft að fara á hest- Morgunblaðið/Silli Fjallkonan Kristín Halldórsdóttir með hirðmeyjar sínar. bak og á íþróttavellinum var kom- ið fýrir margháttuðum leiktækj-, um og þrautum, sem börnin þreyttu og fengu sælgæti í verð- laun ef vei gekk. Ungir knatt- spymumenn háðu vítaspymu- keppni, en markverðir Völsunga stóðu í markinu. í sundlauginni fór fram 17. júní-sundmótið,- bæði alvöm keppni og skemmtiatriði, þar sem kepptu þjálfarar, foreldrar og ungmennin, sem sund æfa. Hátí- ðinni lauk svo með dansleik í Fé- lagsheimilinu. - Fréttaritari Morgunblaöið/Ólafur Bemódusson Fermingarbörn fyrir 60 árum í Hólaneskirkju. Frá vinstri: Guð- mann Magnússon, Henryetta Berndsen, Sigríður Ásgeirsdóttir og Guðmunda Pétursdóttir. Fyrir aftan standa frá vinstri séra Pétur Þ. Ingjaldsson og séra Ægir F. Sigurgeirsson. Á þeim 60 ámm sem liðin em frá vígslu kirkjunnar hafa þjónað þar 8 prestar. Lengst þjónaði séra Pétur Þ. Ingjaldsson eða í 40 ár. Nú standa yfir framkvæmdir við nýja kirkju og er stefnt að því að hún verði fokheld nú í haust. - Ó.B. Morgunblaðið/Sverrir Samgönguráðherra býst til að ræsa ölduvélarnar sem líkja eftir mestu ölduhæð sem mælst hefur í Grímsey í 20 ár. Frá vinstri: Matthías Bjarnason, fyrrverandi samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra og Hermann Guðjónsson, hafnamála- stjóri. Vita- og hafnamálastofnun: Þj ónustumiðstöð tekin í notkun VITASTOFNUN ÍSLANDS OG Hafnamálastofnun ríkisins hafa tekið í notkun nýja þjónustumið- stöð í Kópavogi þar sem aðstaða verður fyrir ýmiskonar verkefni á vegum þessara stofnana. Þarna verður m.a. sérhæft verkstæði fyrir vitareksturinn og tilrauna- salur þar sem unnt er að gera tilraunir með líkön af höfnum og hafnarmannvirkjum. Fyrsta verkefnið sem tekið verð- ur fyrir í nýju þjónustumiðstöðinni er líkan af Grímseyjarhöfn. Meðal annarra verkefna sem bíða úrlausn- ar má nefna Ólafsfjarðarhöfn sem væntanlega verður tekin fyrir á þessu ári og síðan hafnimar á Sauð- árkróki og Borgarfírði eystri á næsta ári. Undirbúningur að byggingu hússins hófst í ársbyrjun 1987 eftir að þrem miljónum kr. var veitt til verksins á fjárlögum. Mptthías Bjarnason, þáverandi samgöngu- ráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að byggingunni þann 15. júní sama ár. Stefnt var að því að hefja starf- semi í tilraunasalnum ári síðar og er því marki nú náð. Áform em uppi um að öll starf- semi Vita— og hafnamálastofnunar flytjist á svæðið sem þessi bygging stendur á, við Kársnesbraut í Kópa- vogi. Það eina sem vantar þar á er að flytja skrifstofurnar en búið er að teikna 870 fermetra hús fyrir þær og hefur verið sótt um leyfi til að selja núverandi skrifstofuhús- næði að Seljavegi 32 í Reykjavík. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra lýsti þjónustumið- stöðina formlega tekna til starfa og setti í gang ölduvélar sem líkja nákvæmlega eftir raunverulegum aðstæðum við höfnina í Grímsey. Líkanið af Grímseyjarhöfn, í stærð- arhlutföllunum 1:60, erhárnákvæm eftirlíking af hafnarmannvirkjum í Grímsey. Dýpt hafnarinnar, öldu- hæð og annað sem máli skiptir var mælt út og síðan búið til líkan þar sem hægt er að endurskapa allar aðstæður og fínna út með tilraunum hvernig bæta megi hafnarskilyrði á staðnum. Þjónustumiðstöðvarhúsið er alls 845 fermetrar að flatarmáli en til- raunasalurinn, sem er sérstaklega hannaður með líkantilraunir í huga, er 20 m breiður og 40 m langur. Áætlað ef að kostnaður við hvem fermetra í húsinu fúllbúnu verði rétt innan við 25.000 kr. Þeir þrír aðilar sem umsjón hafa með líkantilraununum eru Guðjón Scheving Tryggvason rafeindaverk- fræðingur, Sigurður Sigurðarson deildarverkfræðingur og Gísli Viggósson forstöðumaður Rann- sóknardeildar Hafnamálastofnun- ar. Gísli sagði að verkefnin væru þó unnin í náinni samvinn.. við heimamenn á hverjum stað og tækju Grímseyingar virkan þátt í tilraunum með höfnina þar. INNLEN-T Mývatnssveit: Fjölmenn hátíðarhöld Björk, Mývatnssveit. ÞJÓÐHATÍÐ var í Mývatnssveit 17.júní. Var hún með hefðbundn- um hætti og haldin í Höfða, sem verið hefur allmörg undanfarin ár. Safnast var saman við hliðið kl.14 og gengið inn á hátíðarsvæð- ið. Þar setti sveitarstjóri Skútu- staðahrepps, Jon Pétur Líndal, sam- komuna. Þá var helgistund sem sr. Öm Friðriksson, prófastur á Skútu- stöðum, annaðist. Hátíðarræðu flutti Hinrik Árni Bóasson, oddviti. Gyða Halldórsdóttir las ávarp fjall- konunnar. Síðast var farið í leiki fyrir unga og aldna. Sunnan gola var, úrkomulaust og hiti 12—15 stig. Höfðinn skart- aði sínu fegursta. Fjölmenni var. Kristján

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.