Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 1
72 SIÐUR B 146. tbl. 76. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Klofningur íkaþólsku kirkjunni? Franski uppreisnarbiskupinn Marcel Lefebvre vígði í gær 16 presta til safnaðar síns og í dag ætlar hann að vígja fjóra biskupa í trássi við Páfagarð og kaþólsku kirkjuna. Komi til biskupsvígslunnar verður Lefeb- vre og 'biskupunum sjálfkrafa útskúfað úr kirkjunni og þar með hefur komið til klofnings innan hennar, þess fyrsta í nærri 120 ár. Myndin er frá vígslu prestanna í gær og það er Lefebvre, sem er fyrir altari með mítrið. Sjá „Klofningur í aðsigi ...“ á bls. 26 V estur-E vrópa: Rigningar vestra lækka f óðurverð Dollaragengið vex í vætunni London. Reuter. GENGI dollarans hækkaði nokk- uð í gær en gullverð lækkaði aftur á móti vegna minni ótta við verðbólgu. Það, sem olli gengishækkun doll- arans, var einkum tvennt. Annars vegar er farið að rigna á þurrka- svæðunum í Bandaríkjunum og hins vegar virðist olíuverð vera að lækka vegna offramboðs. Af þessum sök- um hafa menn minni áhyggjur af vaxandi verðbólgu og varð það til að grafa undan gullinu. Þá á það líka sinn þátt í gengishækkun doll- ara, að hann er aftur orðinn að eftirlæti fjárfestenda, sem trúa því, að takast muni að ná tökum á við- skiptahallanum. London. Reuter. VERÐ á dýrafóðri lækkaði veru- lega í gær í Evrópu þegar rigna fór í Miðvesturríkjum Banda- ríkjanna. Horfir nú heldur væn- legar en áður með uppskeru þar. Lækkandi olíuverð? Bahr&in. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sameinuðu arabisku furstadæmunum hafa látið verða af hótun sinni um að halda sig ekki við olíuvinnslu- kvóta OPEC, Samtaka olíuút- flutningsríkja. Hafa þau heimil- að 20% meiri vinnslu í júlí og er búist við, að það verði til að lækka oliuverðið innan skamms. Olíufélögum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið leyft að auka olíuvinnsluna um 200.000 föt á dag og þegar þessi viðbót hellist yfir yfirfullan markaðinn lækkar verðið umsvifa- laust. Þykir þessi ákvörðun dæmi- gerð fyrir upplausnina, sem nú ríkir innan OPEC, en þar er hver höndin upp á móti annarri. Sameinuðu arabísku furstadæm- in segja, að þeim beri meiri kvóti vegna þess, að olíuauður þeirra í jörðu, 100 milljarðar fata, komi næstur á eftir olíulindum Saudi- Araba. Þá eru írakar ekki- aðilar að kvótasamkomulaginu vegna þess, að þeir . vilja ekki sætta sig við minna en það, sení’érkióvinur- inn, íranir, fá í sinn hlut. Gorbatsjov andmælt í líflegum umræðum Moskvu. Reuter. ALMENNAR umræður voru í gær á 19. flokksráðstefnu sov- éskra kommúnista og þótti það tíðindum sæta, að einn fulltrú- anna gagnrýndi setningarræðu Míkhails Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Þóttu umræðurn- ar líflegar á sovéskan mæli- kvarða. Á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar fjallað um flokksráð- stefnuna og koma fram í lang- flestum þeirra efasemdir um að framtíðarsýn Gorbatsjovs megi sín mikils gagnvart þeim hag, sem fjölmennir hópar hafa af óbreyttu ástandi. í umræðunum í gær gagnrýndi hagfræðingurinn Leoníd Abalkín setningarræðu Gorbatsjovs og sagði, að þar hefði hvað rekið sig á annars horn. Væri það t.d. varla í anda hugmynda um valddreifingu og „fullkomið lýðræði", að flokks- formenn væru jafnframt forýstu- menn ríkisstjóma í sovétlýðveldun- um. Þá sagði hann einnig, að eng- inn raunverulegur árangur hefði orðið af umbótastefnu Gorbatsjovs í efnahagsmálum en margir urðu til að mótmæla þeirri staðhæfingu. Gorbatsjov sá oftar en einu sinni ástæðu til að biðja um orðið og skýra sjónarmið sín. Þegar rætt var um hvort takmarka ætti setu manna í æðstu embættum hlaut einn ræðumanna langvinnt lófa- klapp, þegar hann sagði að slík tímatakmörk ættu að gilda um alla aðra en Gorbatsjov. Ýmsir aðrir vildu hins vegar, að Gorbatsjov yrði ekki undanþeginn hugsanlegum ákvæðum um þetta. í umfjöllun vestrænna fjölmiðla um flokksráðstefnuna kemur yfir- leitt fram vantrú á, að hugmyndir Gorbatsjovs nái fram að ganga gegn hagsmunum þeirra mörgu flokks- og embættismanna, sem nú sitja í hægu sæti. The Times í Lon- don sagði, að áhersla Gorbatsjovs á að viðamiklar stjómkerfisbreyt- ingar yrðu um garð gengnar næsta vor minnti helst á síðasta útspil fjár- hættuspilara og De Telegraaf í Hollandi taldi ólíklegt, að sovéskir kerfisþjónar létu forréttindin af hendi átakalaust. Die Welt í Þýska- landi og Svenska Dagbladet sögðu, að ræða Gorbatsjovs hefði valdið vonbrigðum og virtist sem hann héldi, að lýðræðið væri ekkert ann- að en tæki til að auka framleiðni. La Stampa á Ítalíu var hrifið af ræðu Gorbatsjovs og einnig franska blaðið Le Monde en í vestur-þýska blaðinu Frankfurter Allgemeine sagði, að tillaga Gorbatsjovs um 2.250 manna þjóðþing, sem kæmi saman einu sinni á ári, væri út í hött. „Stærðin ein mun tryggja getuleysi þess,“ sagði í blaðinu. Sjá aðrar fréttir á bls. 27 og forystugrein á bls. 30. Flokksráðstefna sovéskra kommúnista: Miklir hitar og þurrkar hafa ver- ið í Bandaríkjunum, einkum Mið- vesturríkjunum, kombeltinu, og hefur verð á sumu komi hækkað af þeim sökum um allt að 30%. í Evrópu hefur verð á dýrafóðri hækkað í kjölfarið en í gær lækk- aði það verulega þegar rigna fór vestra. Verðið er þó enn tiltölulega hátt og bandarískir veðurfræðingar eru vantrúaðir á frekari úrkomu. í Evrópu er búist við skamm- vinnri hækkun á svínakjöti og kjúkl- ingum vegna hás fóðurverðs að undanfömu en talið er, að fóður- verðið lækki enn meira vegna þess, að Bandaríkjamenn eiga miklar birgðir í komgeymslum frá fyrri sumrum. Reuter Þrír valdamestu menn sovéska kommúnistaflokksins bera saman bækurnar á ráðstefnunni. Þeir eru frá vinstri Jegor Lígatsjov, Alexander Jakolev og MíkhaU Gorbatsjov. Nærri 5.000 fuUtrúar silja ráð- stefnuna og hefur verið ákveðið, að hún standi fram á laugardag að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.