Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1988 5 VAXTARSJÓÐURINN NÝR VERÐBRÉFAS JÓÐUR STÍGUR SÍN FYRSTU SKREF Útvegsbankinn hefur stofnað verðbréfasjóð sem ætlaður er ein- staklingum sem vilja ávaxta fé sitt á einfaldan og öruggan hátt. Verðbréfasjóður þessi bera nafnið Vaxtarsjóðurinn. Markmið sjóðsins er að gefa einstaklingum kost á að nýta sér ávöxtunar- möguleika hins ^lmenna verðbréfamarkaðar án þess að þeir þurfi að taka mikla áhættu. HLUTDEILD ÞÍN f VAXTARSJÓÐNUM Með kaupum á Vaxtarbréfum, sérstökum verðbréfum sem Vaxtarsjóðurinn gefur út, gerist þú þátttakandi í spennandi fjár- festingarsamtökum. Þú eignast hlutdeild í Vaxtarsjóðnum, sem stýrt er af sérfræðingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Þeir kappkosta að ná sem mestri áhættudréifingu og sem bestum vöxtum. VAXTARBRÉF í FIMM VERÐFLOKKUM Vaxtarbréfin eru gefin út í fimm verðflokkum. Það ódýrasta kostar 1.000 krónur en það dýrasta 500.000 krónur. Bréfin henta þeim best sem vilja leggja smærri fjárhæðir eða stærri til hliðar, en vita ekki nákvæmlega hvenær þeir þurfa að grípa til pening- anna. VAXTARBRÉF OG VERÐBÆTUR Vaxtarsjóðurinn er uppsöfnunarsjóður. Vaxtarbréfin safna vöxt- um og verðbótum sem greiðast ásamt höfuðstój þegar þú lætur Verðbréfamarkað Útvegsbankans innleysa bréfin þín. SÉRÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VAXTARBRÉFA Þeir sem kaupa Vaxtarbréf hjá Verðbréfamarkaði Útvegsbank- ans geta lagt bréf sín inn á Fjárfestingareikning og fengið þannig fjárvörslu sér að kostnaðarlausu. VERTU MEÐ f SPENNANDI FJÁRFESTINGARSAMTÖKUM Fáðu upplýsingar um fjárfestingarstefnu Vaxtarsjóðsins hjá Verðbréfamarkaði Útvegsbankans og Útvegsbankanum um land allt. Með því að kaupa Vaxtarbréf færðu tækifæri til að ávaxta sparifé þitt á hagstæðan hátt. Þekking okkar og þjónusta tryggja þér góðan arð. ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.